Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 29
ríkasta tækið til að stuðla að hagkvæmni og framförum14. Þó er það svo hvað
heilbrigðisþjónustuna varðar að vissir eiginleikar hennar eru þess eðlis að frjáls mark-
aður skilar ekki í öllum tilvikum þeim árangri sem til er ætlast. í fyrsta lagi er erfitt að
tryggja viðunandi tekjudreifingu þannig að allir fái keypta lágmarks heilbrigðis-
þjónustu á frjálsum markaði, þar sem erfitt er að sjá fyrir þörf hvers og eins fyrir
heilbrigðisþjónustu. I öðru lagi er ljóst að á frjálsum markaði myndu tryggingaaðilar
koma til skjalanna þar sem veikindi eru bæði mjög kostnaðarsöm og erfitt að sjá fyrir.
Við slíkar aðstæður eru líkur á að tryggingaaðilar velji og verðleggi einstaklinga með
tilliti til áhættu15. Þá eru líkur á við slíkar aðstæður að um ofneyslu á heilbrigðis-
þjónustu verði að ræða (freistniáhrif)16 þar sem bæði sjúklingar og læknar geta
hagnast á því þegar þriðji aðili greiðir þjónustuna. í þriðja lagi er neytandinn í mjög
veikri stöðu á slíkum markaði, sérstaklega þar sem þekking hans á þeirri þjónustu sem
hann þarf er mun lakari en læknisins17. Hann þarf að reiða sig á þekkingu heilbrigðis-
starfsfólks í ríkum mæli.
8.1.3 Opinber afskipti
Þessir erfiðleikar hins frjálsa markaðar hafa leitt af sér opinber afskipti af bæði
fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og framboði. Slík afskipti hafa þó ekki alltaf auð-
veldað málin heldur haft óæskileg hliðaráhrif.
14 Viö slíkrar aöstæður vegur neytandinn og metur ávinningin af neyslu sinni á móti því verði sem
hann þarf aö greiða. Framleiðandinn hámarkar virði framleiðslu sinnar við lágmarkskostnað. Og til
lengri tíma litið ætti samkeppnin að tryggja að verðin héldust nálægt fómarkostnaði. Afleiðingin
yrði hámarksafrakstur miðað við ákveðna tekjudreifingu.
15 Við frjálsar tryggingar eru líkur á áhœttuvali bæði af hálfu kaupenda trygginga og seljanda, þar sem
upplýsingar þessara aðila um heilsufar kaupenda eru ekki gagnkvæmar. Hinn almenni markaður á
erfiðleikum með að meta tryggingarverð á heilsu fólks. Hann styðst oft við ýmis meðaltalsgildi um
heilsufar, aldur o.s.frv. við mat á áhættu og iðgjaldi. Neytandinn getur því fundið sig í þeirri stöðu
að finnast iðgjaldið of hátt miðað við sitt eigið mat á heilsufari. Þá hefur tryggingaraðilinn
hvatningu til að velja áhættuminni neytendur og jafnvel útiloka þá áhættumeiri.
16 Talað er um svokölluð “moral hazard” áhrif eða freistniáhrif þegar hegðun neytenda og framleið-
enda breytist verulega við það að þriðji aðili greiði heilbrigðisþjónustunna að fullu. Freistniáhrif
neytandans geta komið fram í því annars vegar að hann verður kærulausari um heilbrigðan lífstíl
sem veldur aukinni þjónustuþörf, og hins vegar þegar til veikinda kemur að hann noti meiri
þjónustu en hagkvæmt væri þar sem hann ber ekki fullann jaðarkostnað þjónustunnar. Verðkerfíð
gefur m.ö.o. ekki rétt skilaboð. Hvað framleiðendur varðar geta freistniáhrif komið til skjalanna sé
það verð sem greitt er til framleiðenda fyrir unnið verk annað en hið svokallaða ‘markaðsverð’ (eða
raunverulegt samkeppnisverð). Þau áhrif geta komið fram í offlækningu (framboðsdrifinni
eftirspurn) af þeirra hálfu færi það þeim fjárhagslegan ávinning. Neytendur veitir þeim m.ö.o. ekki
nauðsynlegt aðhald. Freistniáhrif geta einnig komið til í kerfi fjármögnuðu af hinu opinbera sé
framleiðandinn lítt ábyrgur eða meðvitaður um kostnað þeirrar þjónustu sem hann veitir.
Til að draga úr freistniáhrifum hefur verið gripið til ýmissa aðferða, s.s. kostnaðarþátttöku
sjúklinga, heilbrigðisstyrkja til neytenda, stofnunar samtaka um annars vegar kaup á ódýrri
heilbrigðisþjónustu (HMO) og hins vegar samtök um sölu á ódýrri þjónustu (PPO), sjálfsábyrgð og
hámarkstryggingu.
17 Vegna skorts sjúklinga á læknisfræðilegri þekkingu þurfa þeir oft á tíðum á ráðleggingum lækna að
halda varðandi nauðsynlega neyslu á heilbrigðisþjónustu. Læknar lenda því í þeirri stöðu að vera
báðum megin við borðið, hafa hönd í bagga við val á þeirri þjónustu sem veitt er og bjóða hana
jafnframt fram.
27