Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 25
1994 og 1995, sem stafar meðal annars af miklum afborgunum opinberra Qárfesting-
arlánasjóða umfram lántökur. Áætlað er að lánsfjárþörf opinberra aðila hafi verið um
14 milljarðar króna 1995 eða sem svarar til 3% af landsframleiðslu, eins og sjá má í
eftir-farandi töflu.
Tafla 6.2 Lánsfjárþörf opinberra aðila 1990-1995.
1990 1991 1992 1993 1994 1995
í milljörðum króna 27,0 40,2 29,4 23,2 15,0 13,9
Hlutfall af VLF___________7,4 10,1 7,4 5,6 3,5 3,0
Tafla 6.3 sýnir fjölda lántakenda sem njóta ríkisábyrgðar á lánum sínum. Einnig
sýnir hún heildarQárhæð þessara lána og hlutfall þeirra af vergri landsframleiðslu. Þar
sést að fjöldi lántakenda og sömuleiðis heildarfjárhæð Iána hefur aukist á síðustu
árum eftir tölverðan samdrátt seinni hluta níunda áratugarins. Á árinu 1994 eru
lántakendur sem njóta ríkisábyrgðar 199 og er heildarfjárhæðin ríflega 98 milljarðar
króna eða sem nemur 22,7% af landsframleiðslu.
Tafla 6.3 Lán með ríkisábyrgð 1988-1994.
1988 1990 1992 1994
í milljörðum króna 21,9 39,1 70,5 98,5
Hlutfall afVLF 8,5 10,7 17,7 22,7
Fjöldi lántakenda________________94 187 201 199
7. Alþjóðasamanburður
I þessum hluta verður stuttlega Qallað um afkoma og umsvif hins opinbera á Islandi
og í öðrurn OECD-ríkjum. Tekjuafkoma segir til um hversu vel tekjur hins opinbera
nægja fyrir rekstrar- og ljárfestingarútgjöldum þess. Sé um tekjuhalla að ræða þarf hið
opinbera Qármagn (nettó) frá öðrum aðilum hagkerflsins.
Finnland
Norðurlönd
OECD
Japan
ísland
Ðandarikin
Á mynd 7.19 má sjá að tekjuafkoma OECD-ríkja hefur versnað verulega síðustu
árin, en viðsnúningur varð þó á árinu 1994 er tekjuhallinn mældist 3,9% af landsfram-
9 Sjá einnig töflu 8.1 í töfluviðauka.
23