Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 24
sjóðs né sveitarfélaga taldar með, en lífeyrisskuldbindingar A-hluta ríkissjóðs voru 64
milljarðar króna í árslok 1994. Af skuldum hins opinbera eru ríflega 53% hjá erlend-
um aðilum. Þá kemur fram á myndinni að útistandandi kröfur hins opinbera hafa
staðið í stað eða minnkað á Iiðnum árum. I árslok 1995 voru þær um 19% af lands-
framleiðslu. Hreinar skuldir hins opinbera hafa því margfaldast síðustu árin, en árið
1982 voru þær Iitlar sem engar ef tekið er tilliti til útistandandi skattakrafna. í árslok
1995 mældust hreinar skuldir afitur á móti um 34'/2% af landsframleiðslu.
Tafla 6.1 Lánastarfsemi hins opinbera 1993-1995.
Í milljónum króna Brt. Hlutfall af tekjum Hlutfal! af VLF
1993 1994 1995 1993 1994 1995 1993 1994 1995
Tekj uafgangur/hal 1 i -18.439 -20.636 -15.340 -12,50 -13,43 -9,44 -4,49 -4,75 -3,36
Kröl'u- og hlutafjárútgjöld -1.894 1.709 3.700 -1,28 1,11 2,28 -0,46 0,39 0,81
Hrein lánsfjárþörf 16.545 22.345 19.040 11,21 14,54 11,72 4,03 5,14 4,17
í töflu 7.2 í töfluviðauka má lesa að ríflega 72% af kröfum ríkissjóðs eru á opinbera
aðila, 191/2% eru óinnheimtar skattakröfur og 8% lánveitingar til einkaaðila. Þegar
lánveitingar eru greindar eftir viðfangsefnum kemur í ljós að hlutfallslega mest er
lánað til fræðslu-, húsnæðis- og orkumála.
í töflu 7.2 í töfluviðauka má lesa að ríflega 72% af kröfum ríkissjóðs eru á opinbera
aðila, 19>/2% eru óinnheimtar skattakröfur og 8% lánveitingar til einkaaðila. Þegar
lánveitingar eru greindar efitir viðfangsefnum kemur í ljós að hlutfallslega mest er
lánað til fræðslu-, húsnæðis- og orkumála.
En opinber lánastarfsemi takmarkast ekki aðeins við hið opinbera, þ.e. ríkissjóð og
sveitarfélög, því ýmis fyrirtæki og sjóðir þess eru þátttakendur í umfangsmikilli lána-
starfsemi. Þá eru nokkrir atvinnuvegasjóðir eða Qárfestingarlánasjóðir á ábyrgð eða í
eigu hins opinbera, en skuldir og kröfur þeirra nema tugum milljarða króna. Að
síðustu má nefna að Landsbanki íslands og Búnaðarbanki íslands eru í eigu ríkisins.
Hrein lánsQárþörf opinberra aðila í heild, þ.e. hins opinbera og fyrirtækja og sjóða
þess, hefur verið mun meiri en lánsQárþörf hins opinbera í merkingunni hér og sam-
kvæmt skilgreiningu þjóðhagsreikninga. A þessu varð þó verulegt frávik á árunum
22