Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 31
Þrátt fyrir að hægt sé að ráða bót á ofangreindum þáttum er það þó oft svo að
stjómvöld hafa ófullnægjandi skilning á þeirri samsetningu hvata og reglna sem best
hvetja framleiðendur. Engin skýr leiðarvísir er til sem segir til um viðbrögð eða
hegðun lækna eða stærri sjúkrastofnana.
8.2 Heilbrigðisþjónusta, íjármögnun og framboð
Bæði fjármögnun og framboð heilbrigðisþjónustunnar er með mjög mismunandi
hætti milli landa. Þannig getur ijármögnunin verið í formi beinna greiðslna sjúklinga,
sjúkratrygginga eða skattlagningar. Þá getur framboðið eða framleiðslan verið í
mismiklum mæli í höndum hins opinbera og einkaaðila. En þrátt fyrir þennan mismun
milli landa má greina sjö megintegundir kerfa eða líkana í heilbrigðisþjónustu.
Einkenni hvers kerfis ræðst af samspili þeirra aðila sem í slíku kerfí starfa, en þeir eru
fjórir talsins:
(a) neytendur/sjúklingar,
(b) lœknar (heilbrigðisstofnanir),
(c) tryggingaraðilar (þriðji aðili - greiðandi),
(d) stjórnvöld.
Samskipti milli þessara aðila taka á sig eftirfarandi mynd: (1) framboð af þjónustu;
(2) greiðslu fyrir þjónustu; (3) greiðslu fyrir tryggingu; (4) greiðslur fyrir tryggingar-
kröfu; (5) mismunandi reglugerðir af hálfu hins opinbera.
8.2.1 Mismunandi heilbrigóiskerfi
Sé litið nánar á þessi kerfi, einkum fjármögnun þeirra og greiðslur til framleiðenda,
er ljóst að annars vegar er um að ræða frjálsa ijármögnun og hins vegar þvingaða. Þá
er um að ræða fjóra greiðsluaðferðir til framleiðenda: (1) beinar greiðslur neytenda
án trygginga; (2) beinar greiðslur neytenda með endurgreiðslu trygginga; (3) óbeinar
greiðslur þriðja aðila samkvœmt samningum; (3) óbeinar greiðslur þriðja aðila
gegnum fjárlög og laun í samþœttu kerfi18.
Mynd 8.1 Frjáls jjármögnun: Þvinguð jjármögnun:
1. Beingreiðslukerfi
2. Endurgreiðslukerfi 3. Endurgreiðslukerfi
4. Samningskerfi 5. Samningskerft
6. Samþœtt kerfi 7. Samþœtt kerfi
Af þessu sést að kerfin verða sjö þar sem eitt kerfana dettur út þar sem beinar greið-
slur neytenda án trygginga fer ekki saman við þvingun. Kerfin eru talin upp á mynd
18
Samþætt kerfi er skýrt nánar á blaðsíðu 33, en það er kerfi þar sem sami aðili rekur bæði heibrigðis-
tryggingu og heibrigðisþjónustu.
29