Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 26
leiðslu. Árinu áður hafði hann náð hámarki er hann var 4,5% af landsframleiðslu. Á
síðasta ári er áætlað að tekjuhallinn hafi numið 3,4% af landsframleiðslu. í Evrópu-
löndum mældist tekjuhallinn mestur árið 1993 er hann varð 6,5% að meðaltali. Á
síðasta ári var hann komin niður í 5% af landsframleiðslu. Hér á landi var tekjuhallinn
3,4% árið 1995 sem er svipað hlutfall og meðaltal OECD-ríkja. Athyglisverð er þróun
tekjuafkomunnar á Norðurlöndum, en hún var jákvæð um 1,4% af landsframleiðslu
árið 1990 en mældist hins vegar neikvæð um 6,6% að meðaltali árið 1993 og á síðasta
ári um 3,5% af landsframleiðslu. Af OECD-ríkjum skilaði aðeins Noregur tekju-
afgangi á árinu 1995.
Umsvif hins opinbera í OECD-ríkjunum hafa aukist verulega síðustu áratugina. Á
mynd 7.210 má meðal annars lesa að heildarútgjöld liins opinbera í þessum löndum
mældust að meðaltali 41,3% af landsframleiðslu á árinu 1995 en rétt rúmlega 28%
þremur áratugum fyrr. Hér á landi jukust heildarútgjöldin úr um 33% af landsfram-
leiðslu í 39% á sama tíma og á öðrum Norðurlöndum úr 28% af landsframleiðslu í um
58%. Þar er því um ríflega tvöföldun útgjalda að ræða á þessu þriggja áratuga tímabili
mælt á þennan hátt. I Bandaríkjunum voru umsvif hins opinbera hvað jöfnust yfir
tímabilið en þau jukust úr 27% af Iandsframleiðslu í rúmlega 33'/2%. Rétt er þó að
nefna í þessu samhengi að frá og með árinu 1994 hafa umsvif hins opinbera í OECD
sem heild lækkað lítillega, en þau mældust mest 42% af landsframleiðslu árið 1993.
Svipaða sögu má segja um þróun heildartekna10 hins opinbera í þessum löndum á
þessu árabili. Á íslandi mældust heildartekjumar um 35,6% af landsframleiðslu árið
1995, á öðrum Norðurlöndum 54/2% og í OECD-ríkjunum í heild um 38% að meðal-
tali, en þremur áratugum fyrr mældust þær um 28% af landsframleiðslu.
Að síðustu skal vikið örfáum orðum að hreinni skuldastöðu hins opinbera í OECD-
ríkjunum. Hún samsvaraði 46%% af landsframleiðslu að meðaltali á árinu 1995* 11. I
Evrópulöndunum var hlutfallið þó nokkru hærra eða rúmlega 55%, en aftur verulega
10 Sjá einnig töflu 8.2 í töfluviðauka.
11 Sjá einnig töflu 8.1 í töfluviðauka.
24