Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 36
verðlaunuð með meiri vinnu en ekki auknu Qármagni og á hinn bóginn að slæleg
framleiðni verði verðlaunuð með umfram Qármagni og náðugum dögum.
Biðlistar eru algengir í slíku kerfi og sjúklingar hafa tilhneigingu til að verða
þakklátir þykkjendur í stað sterkra neytenda. Að auki hafa framleiðendur ekki
hvatningu til að lágmarka einingaverð þjónustunnar við slíkar aðstæður. Þvingun
kerfisins skapar hins vegar fullan aðgang að heilbrigðisþjónustu og jöfnuð.
8.2.2 Blandað heilbrigðiskerfi
Flesti OECD ríki hafa einhverja blöndu of ofangreindum sjö kerfum, þótt yfirleitt
séu eitt eða tvö þeirra ráðandi. Samningskerfi hafa til dæmis verið vinsæl í heilsu-
gæslu, þ.e. utanspítalaþjónustu, en samþætt kerfí aftur í sjúkrahúsaþjónustu. Þá hafa
frjáls kerfi vikið fyrir þvinguðum kerfum. Hin mikla umræða á síðustu árum hefur
haft í för með sér að kostir og gallar þessara kerfa hafa verið skoðaðir mun ítarlegar
en áður í því skyni að fullnægja sem best heilbrigðismarkmiðum þjóða.
Við mótun heilbrigðisstefnu má segja að tvenns konar hugmyndafræði sé ráðandi.
Annars vegar svokölluð markaðsstjómun og hins vegar svokölluð tilskipunarstjómun.
Markaðsstjórnun ýtir undir sjálfstæði neytenda, framleiðenda og greiðenda og reynir
að tryggja eðlilegt jafnvægi á milli þeirra. Hún ýtir undir að þeir hvatar sem ráða
neyslu, Qármögnun og framboði stuðli að kostnaðarhagkvæmni. Tilskipunarstjómun
aftur á móti reynir að halda aftur af markaðsöflunum. Hún skilgreinir til dæmis hvað
skal felast í tryggingum, hvert skal iðgjaldið vera, framboð, gæðin og verðið á heil-
brigðisþjónustunni og svo framvegis. Eitt er þó víst að báðar þessar stefnur geta
komið fyrir í sama landi. Þannig getur markaðsstjómun verið við lýði á vissum
heilbrigðissviðum en tilskipanir á öðrum. Þá geta stjómvöld frá einum tíma til annars
haft mismunandi áherslur hér sem enn endurspeglast í skipulagi heilbrigðiskerfa.
Með hliðsjón af þeim heilbrigðismarkmiðum sem dregin voru upp í byrjun þessarar
umflöllunar og flestar OECD-þjóðir keppa að má segja eftirfarandi um ofangreind
heilbrigðiskerfi. I fyrsta lagi eiga frjáls heilbrigðiskerfi í verulegum erfiðleikum með
að veita fullan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Kemur þar til bæði áhættuval trygg-
ingaraðila (að hafna lasburðara og eldra fólki) og freistniáhrif sjúklinga og fram-
leiðenda (ofeftirspurn og offramboði á heilbrigðisþjónustu). I öðru lagi eiga endur-
greiðslukerfm, bæði frjáls og þvinguð, í erfiðleikum með kostnaðaraðhald vegna
áhrifaleysis gagnvart framleiðendum eða skorts á markaðsfarvegi milli þeirra og
tryggingaraðila. í þriðja lagi má setja spumingarmerki við það hvort hið þvingaða
samþætta kerfi hafi getu til að stuðla að rekstrarlegri hagkvæmni, í öllu falli við þær
aðstæður er greiðslur fylgja ekki sjúklingi. Margt bendir því til þess að hið þvingaða
samningskerfi í einhverju formi geti skilað mestum árangri, bæði hvað varðar
rekstrarhagkvæmni og takmörkun heilbrigðisútgjalda.
8.3 Heilbrigðisstefna, þróun í svipaða átt
Ljóst er að hin mikla umfjöllun um heilbrigðismál á undanfömum árum, alþjóð-
legur samanburður og svipaðar velferðarkröfur neytenda ólíkra landa hefur leitt til
þess að vissir meginþættir í heiibrigðisstefnu þjóða þróast í svipaða átt. Þannig verður
fullur aðgangur að heilbrigðisþjónustu æ almennnari meðal þjóða. Einnig er ljóst að
34