Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 21
var samsvarandi hlutfall um 5,6% af landsframleiðslu. Ríflega 131/2% útgjaldanna eru
ijármögnuð af heimilunum og hefur þáttur heimilanna farið vaxandi. Þá má lesa að á
föstu verði hafa fræðsluútgjöldin vaxið um 5% síðustu fimm árin, en á mann hafa þau
dregist saman um 1%..
5.2 Heilbrigðismál
Utgjöld hins opinbera til heilbrigðismála voru um 31,3 milljarðar króna á árinu
1995 eða ríflega 6,8% af landsframleiðslu, en það hlutfall hefur lækkað lítillega
síðustu sjö árin. Langstærsti hluti heilbrigðisútgjalda hins opinbera eru samneyslu-
útgjöld, eða ríflega 95%. En samneysla er kaup hins opinbera á vöru og þjónustu til
samtímanota. Afgangurinn er Qárfesting og tilfærslur. Af heildarútgjöldum hins
opinbera fara ríflega 17% til heilbrigðismála.
Opinberum útgjöldum í heilbrigðismálum má skipta niður eftir helstu viðfangsefn-
um, eins og gert er í töflu 5.5, þ.e. í almenna sjúkrahúsaþjónustu, öldrun og endurhæf-
ingu, heilsugæslu, lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Þar kemur fram að á árinu 1995 er
ríflega helmingur opinberra heilbrigðisútgjalda í formi almennrar sjúkrahúsaþjónustu,
en til þeirrar þjónustu var ráðstafað um 16,7 milljörðum króna, sem svarar til um
3,7% af landsframleiðslu. Hlutdeild öldrunar- og endurhæfingarþjónustu utan
almennra sjúkrahúsa mældist 15% af opinberum heilbrigðisútgjöldum á því ári, en sú
hlutdeild hefur vaxið verulega síðasta áratuginn. Til heilsugæslu runnu um 4,8
milljarðar króna eða íjárhæð sem svarar til tæplega 1,1% af landsframleiðslu. LyQa-
og hjálpartækjakostnaður utan sjúkrahúsa varð um 3,9 milljarðar króna, en það eru
um 121/2% opinberra útgjalda til heilbrigðismála.
Tafla 5.5 Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála 1992-1995.
1992 I milljónum króna 1993 1994 Brt. 1995 1992 Hlutfall af VLF 1993 1994 1995
1. Almenn sjúkrahús 14.480 15.262 15.871 16.680 3,64 3,71 3,65 3,66
2. Öldrun og endurhæfing 3.946 4.189 4.227 4.550 0,99 1,02 0,97 1,00
3. Heilsugæsla 4.754 4.745 4.798 4.859 1,19 1,15 1,10 1,07
4. Lyf og hjálpartæki 3.307 3.091 3.524 3.864 0,83 0,75 0,81 0,85
5. Önnur heilbrigöisútgjöld 1.273 1.201 1.242 1.311 0,32 0,29 0,29 0,29
Opinber heilbrigðisútgjöld 27.759 28.488 29.662 31.263 6,98 6,93 6,83 6,85
í töflu 6.2 í töfluviðauka er að finna fleiri upplýsingar um heilbrigðiskostnað. Þar
má meðal annars lesa að útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála voru 117 þúsund
krónur (verðlag 1995) á mann árið 1995 og höfðu aukist lítillega frá árinu á undan, en
aftur dregist nokkuð saman frá árinu 1991. Kostnaður vegna almennra sjúkrahúsa var
ríflega 62 þúsund krónur á mann, vegna heilsugæslu um 18 þúsund, vegna öldrunar-
og endurhæfingar 17,6 þúsund og vegna lyfja og hjálpartækja 14,5 þúsund krónur á
mann.
í töflu 5.6 koma fram upplýsingar um heildarútgjöld til heilbrigðismála hér á landi á
árunum 1990-1995 mælt sem hlutfall af landsframleiðslu. Einnig eru sýnd heil-
19