Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Page 30

Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Page 30
Hið opinbera hefur í Qölmörgum ríkjum Qármagnað heilbrigðisþjónustuna með beinni skattlagningu eða með þvinguðum sjúkratryggingum tengdum tekjum einstakl- inga. Slíkar aðgerðir eru árangursríkar til að tryggja öllum fullan aðgang að þjónustu, en þær hafa aftur í vissum tilfellum aukið heilbrigðiskostnað hins opinbera óhóflega. Þá hefur hið opinbera gripið inn í starfsemi markaðarins með lögum og reglum. Það hefur annars vegar reynt að hafa áhrif á hegðun bæði tryggingaraðila og heilbrigðis- starfsfólks með því að ýta undir ákvörðunartöku þeirra við að ná ákjósanlegum markmiðum. Og hins vegar með beinni stýringu sem miðar að því að hafa áhrif á tryggingariðgjöld, verð þjónustunnar, magn og gæði og þjónustustig. Á þann hátt hafa stjórnvöld í vissu mæli sett skýr skilyrði fyrir starfsemi þessara aðila sem þrengir verulega að starfsemi hins frjálsa markaðar. í öðrum tilvikum hafa stjórnvöld einnig stigið skrefið til fulls og séð algerlega um bæði fjármögnun og rekstur heilbrigðisþjónustunnar, þ.e. ríkisrekið heilbrigðisþjón- ustuna. Afleiðingarnar liafa ofit orðið langir biðlistar og ópersónuleg þjónusta. I versta falli hefur dregið úr gæðum þjónustunnar. 8.1.4 Blandaó kerfi í þeirri viðleitni að ná markmiðum sínum í heilbrigðismálum hafa margar þjóðir reynt að blanda saman þeim jákvæðu þáttum sem markaðurinn bíður upp á við þá jákvæðu þætti sem opinber afskipti hafa. Á sama hátt hafa þau reynt að forðast hina neikvæðu þætti. Þótt aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé í flestum Evrópulöndum næstum algjör og óháður efnahag þegnanna eiga þó mörg þeirra í vissum erfiðleikum með óhagkvæman rekstur, kostnað og ójöfnuð. Útgjaldaþenslan er enn mikil í sumum þeirra og sömuleiðis þrýstingur um frekari útgjöld. Þá á oflækning sér stað á vissum stöðum, en á öðrum er lækning bæði ónóg og ópersónuleg. Þar fara biðlistar vaxandi. Þá getur frávik í meðhöndlun sjúklinga og í einingaverði verið verulegt milli landa og einnig innan sömu landa. Að síðustu má nefna að skortur á samhæfíngu eða samvinnu milli framleiðenda er ofit ráðandi. Suma þessara erfiðleika er ekki á færi hins opinbera að leysa. Aðra getur það hins vegar átt við, en sem dæmi um þá fyrrnefndu eru breytingar á heilsufari vegna líffræðilegra, menningalegra og félagslegra þátta. í öðru lagi má nefna áhrif vegna lýðfræðilegra breytinga, s.s. aldurssamsetningar. I þriðja lagi stígandi væntingar um gæði heilbrigðisþjónustunnar og að síðustu kostnaðaraukandi tækninýjungar. 8.1.5 Árangur heilbrigðisþjónustu. Skortur á upplýsingum um árgangur heilbrigðisþjónustunnar (health outcome) er ein meginhindrun fyrir bættri stjórnun og markvissari kerfisbreytingum. Sá skortur stafar líklega bæði af tæknilegum erfíðleikum við mat á árangri og af trúnaðarleynd upplýsinga. Dæmi um þætti sem hið opinbera getur reynt að bæta úr er í fyrsta lagi ónóg íjárhagsleg hvatning sem ofit ræður hjá framleiðendum. í öðru lagi skaðleg einokun og takmarkanir í starfsemi framleiðenda. í þriðja lagi óhentugt skipulag og stjórnunarmynstur í heilbrigðisþjónustunni. í fjórða lagi illa unnar reglugerðir af hálfu stjórnvalda og að síðustu skortur á upplýsingum um hagkvæmni í rekstri og kostnaði. 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Búskapur hins opinbera 1994-1995

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búskapur hins opinbera 1994-1995
https://timarit.is/publication/1008

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.