Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 20
heildarútgjalda. Vaxtaútgjöldin skipta þar mestu máli, en þau námu 1814 milljarði
króna á árið 1995.
Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir þremur stærstu viðfangsefnum hins
opinbera, þ.e. fræðslumálum, heilbrigðismálum og að síðustu almannatryggingum og
velferðarmálum.
5.1 Fræóslumál
í eftirfarandi töflu er að finna yfírlit um útgjöld hins opinbera til fræðslumála á
árabilinu 1992-1995. Tæplega helmingur þessara útgjalda fer til grunnskólastigsins,
um 27% til framhaldsskóla og ríflega 13% til háskólastigs. Afgangurinn, sem er rúm-
lega 10%, fer til annarra fræðslumála, svo sem til námslána og stjórnunarkostnaðar. í
töflu 6.1 í töfluviðauka kemur fram að útgjöld til fræðslumála voru 83 þúsund krónur
(verðlag 1995) á mann árið 1995. Þar af var kostnaður vegna grunnskóla rúmlega 41
þúsund krónur á mann, vegna framhaldsskóla ríflega 22 þúsund krónur og vegna
háskólastigs 11 þúsund krónur.
Tafla 5.3 Útgjöld hins opinbera til fræðslumáia 1992-1995.
I milljónum króna Brt. Hlutfall afVLF
1992 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995
1. Grunnskólastig 10.637 10.585 10.579 11.029 2,67 2,58 2,43 2,42
2. Framhaldsskólastig 4.867 4.975 5.561 5.956 1,22 1,21 1,28 1,31
3. Háskólastig 2.573 2.755 2.861 2.960 0,65 0,67 0,66 0,65
4. Önnur fræðslumál 2.619 2.440 2.233 2.268 0,66 0,59 0,51 0,50
- þar af námslán 1.996 1.699 1.497 1.444 0,50 0,41 0,34 0,32
Opinber fræðslumál 20.696 20.755 21.235 22.213 5,20 5,05 4,89 4,87
Langstærsti hluti útgjalda hins opinbera til fræðslumála eru samneysluútgjöld, eða
80% útgjaldanna. Tilfærslur, sem eru að mestu til Lánasjóðs íslenskra námsmanna,
vega einnig þungt í útgjöldunum, eða um 8%. Þær hafa þó dregist saman síðustu árin,
eins og sést í töflu 5.3. Restin eða 12% eru fjárfestingarútgjöld. Utgjöld hins opinbera
til fræðslumála mældust um 4,9% af landsframleiðslu árið 1995 eða 22,2 milljarðar
króna.
Tafla 5.4 Heildarútgjöld til fræðslumála 1990-1995.
Ár. Hlutfall fræðsluútgj. hins opinbera afVLF Hlutfall fræðsluútgj. heimila afVLF Hlutfall fræðsluútgj. alls afVLF Hlutfall fræðsluútgj. heintila af heildar- fræðsluútgj. Fræðslu- útgjöld á fóstu verði 11 Fræðslu- útgjöld á föstu verði á mann 11
1990 4,89 0,69 5,58 12,38 100,0 100,0
1991 5,09 0,71 5,80 12,23 104,7 103,4
1992 5,20 0,71 5,92 12,07 103,3 100,8
1993 5,05 0,76 5,81 13,05 101,6 98,1
1994 4,89 0,76 5,65 13,45 102,7 98,4
1995 brt. 4,87 0,77 5,64 13,68 103,9 99,0
1) Fræðsluútgjöld staðvirt með verðvísitölu samneysiunnar.
í töflu 5.4 má lesa að heildarútgjöld til fræðslumál eru ríflega 5,6% af lands-
framleiðslu hér á landi árið 1995, en það svarar til um 25,7 milljarða króna. Arið 1990
18