Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 28
hefur vandinn verið mjög mismunandi milli einstakra landa, en meginvandinn hefur
verið:
(1) Ofullnægjandi aðgangur að heilbrigðisþjónustu,
(2) Oásættanlegur vöxtur heilbrigðisútgjalda og
(3) Ohagkvæmur rekstur og slæleg frammistaða þjónustueininga.
Ljóst er að í framtíðinni munu miklar breytingar í aldurssamsetningu flestra þjóða og
hraðar tækniframfarir enn auka á þennan vanda.
Mikið umrót hefur því verið í aðildaríkjunum við að ná tökum á þessum vanda.
Gripið hefur verið til Qölmargra kostnaðaraðhaldsaðgerða13 og einnig hefur verið
ráðist í róttækar skipulagsbreytingar í sama skyni. í þessari vinnu hefur samanburður
milli landa komið að góðu gagni við að varpa ljósi á svipuð vandamál og svipaðar
lausnir. Þótt heilbrigðiskerfí einstakra landa séu um margt frábrugðin þá eru
íjölmargir þættir sameiginlegir og því má hafa gagn af slíkum samanburði. Með
hliðsjón af þessari framvindu er Ijóst að stefnumörkun í heilbrigðismálum verður
meginmál margra OECD-ríkja á næstu árum.
8.1.1 Markmið í heilbrigðismálum
Flest OECD-ríki keppa að svipuðum markmiðum í heilbrigðismálum. í fyrsta lagi
að jöfnuði sem felst í því að viðunandi lágmarks heilbrigðisþjónusta standi öllum til
boða án þess að ógna efnahag þeirra. Þjónustan tekur m.ö.o. mið af þörfum sjúklinga
en ekki tekjum. I öðru lagi að þjóðhagslega hagkvœmu þjónustustigi, þar sem
kostnaður við heilbrigðisþjónustu yfirstigi ekki þann ávinning sem hún gefur. Þetta
markmið er af almennum toga, oft sem ákveðið hlutfall af landsframleiðslu, og miðar
að því að draga úr umframeftirspurn og offramboði á þjónustu. í þriðja lagi að
rekstrarhagkvœmni sem felur í sér að hámarka heilbrigðisárangur og hag sjúklinga
við lágmarkskostnað. I ljórða lagi að valfrelsi sjúklinga við eftirspum eftir þjónustu
og í fimmta lagi að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk hafí sem mest faglegt
sjálfstœði í starfi sínu.
Ljóst er af þessum markmiðum að margar þjóðir eiga langt í land hvað þau varðar.
Einnig að sum markmiðin falla saman að hluta og önnur stangast á. Spurningin er ofit
um jafnvægi milli markmiða, s.s. milli jafnaðar og hagkvæmnissjónarmiða.
8.1.2 Frjáls markaður
í flestum atvinnugreinum leysir frjáls markaóur, með viðeigandi tekjudreifingu
fyrir tilstuðlan hins opinbera, það verkefni best af hendi að ná ofangreindum mark-
miðum. Samkeppnismarkaður er á flestum sviðum efnahagsstarfseminnar árangurs-
*3 Ein algengasta kostnaðaraðhaldsaðgerðin í opinberu kerfi er strangt aðhald á Jjárlögum (oft með
refsingu sé farið framúr heimildum en umbun að öðrum kosti). Einnig hefur verið gripið til strangs
aðhalds í mannahaldi og í jjárfestingu. Myndun biðlista hafa einnig verið inn í myndinni með
vissum skilyrðum. Sömuleiðis kostnaðarþátttaka sjúkiinga, bestukaupalistar fyrir lyf, fjölbreyttara
form á þjónustu o.s.frv. Þá hafa ýmis hagkvæmnishvetjandi greiðslukerfi verið notuð eins og
svokallað DRG-greiðslukerfi, en samkvæmt því er sett verð á meðferð sérhvers sjúkdóms.
Efasemdir eru um margar þvingandi aðhaldsaðgerðir (macro) þar sem þær snerta oft á tíðum ekki
hvata kerfana sem nauðsynlegt er til að árangur þeirra verði varanlegur, og hafa jafnvel neikvæð
áhrif á framleiðnina.
26