Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Síða 25

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Síða 25
Þ J Ó Ð I N 125 þrótti fólksins og þar með rutt kom- múnismanum brautina. Framsóknarmenn liafa ennfrem- ur hjálpáð kommúnistum til þess að koma upp og reka „Kron“, sem stjórnarliðar segja sjálfir að sé að- al útbreiðslutæki Stalins hér á landi. En framsóknarmenn bafa ekki látið hér við sitja. Þeir bafa bjálp- að kommúnistum um atkvæði að því lej'ti sem þeir hafa getað. Jafn- vel einn af foringjum framsóknar- manna lét svo um mælt um siðustu þingkosningar, að allir famsóknar- menn Reykjavikur, sem liefðu nokkra áb^Tgðartilfinningu, kysu kommúnista. Af þessum fáu staðreyndum er augijóst, að framsóknamönnum þýðir ekki að sverja fyrir króann, kommúnismann. — Blóðrannsókn- in befir sýnt, að hann er afkvæmi sósíalista og framsóknar. Akareyri. Þar voru kommúnistar búnir að ná þvi fylgi, sem þeir eiga þar nú, þegar sósíalisti sat á þingi fyrir það kjördæmi. Framsóknar- menn eru milliflokkur í bæjar- stjórninni, sem öllu getur ráðið. Ivaupfélag Akurevrar ræður yfir mestri atvinnu í bænum og getur ráðið öllu um vöruverðið. Það er því þýðingarlaust fyrir framsóknarmenn og sósialista, að gjöra tilraun til að losa sig undan ábvrgðinni af kommúnismanum á AkurejTÍ. Vestmannaeyjar. Fylgi kommún- ista þar byggist á tvennu: kaupfé- laginu, sem framsóknarmenn liafa lialdið uppi með þeim, og þvi, að forkólfar sósíalista í Eyjum bafa verið ónýtir og óhæfir foringjar. Þaðan er því svipaða sögu að segja og úr Reykjavik og af Akur- eyri. — Það eru framsóknarmenn og sósíalistar, sem liafa gróðursett kommúnismanu í þessum bæjum, hlúð að honum eftir beztu getu, og l)era því einir ábyrgð á honum. Nýja dagblaðið minnist ekki á kommúnismann á Austurlandi og í Þingeyjarsýslum. Og það var nú varla von lil þess. Kommúnistar eiga meira fylgi í Þingeyjarsýslum en í nokkrum öðrum sveitakjördæmum landsins. Þar eru framsóknarmenn í miklum méirihluta, eins og kunnugt er. Um Austurland er sama að segja. Kommúnistar eru liðmargir i Suð- ur-Múlasýslu, í kjördæmi fjármála- ráðherrans. í þeirri sýslu eru fram- sóknarmenn í miklum meirihluta. Engin minnsta vitglóra er því í þessari grein Nýja dagblaðsins. — Sjdlfstæðisflokkurinn er ekki í- haldsflokkur ,kommúnisminn er ekki fylgihnöttur íhaldsins, fylgis- leysi kommúnista í Finnlandi, Sví- þjóð, Noregi og Danmörku stafar ekki af því, að „vinstri“-menn fara þar með stjórn. Og hér ú landi lxafa f ramsóknarmenn og sósíalistar gróð- ursett þetta kommúnistiska illgresi. hlúð að því um mörg úr og myndað skjólgarða i kring um það. Og vöxt- ur kommúnismans iex ægitegastur þar sem framsóknarmenn eru mestu rúðandi.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.