Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Page 28

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Page 28
128 Þ J Ó Ð I N stjórnmálin fyrir fullt og allt. En fundurinn fór á annan yeg. Ihalds- flokkurinn ákvað að fella stjórn- ina. Elokkurinn myndaði siðan stjórn. Baldwin varð ráðherra. Wood fékk menntamálin til með- ferðar. Skömmu síðar varð Baldwin for- sætisráðherra. Wood varð ])á mik- ill áhrifamaður hak við tjöldin. Trú og bænrækni Woods höfðu mikil áhrif á Baldwin. Almenningi var ekki kunnugt um áhrif Woods. Blöðin gátu hans að engu. Baldwin liafði það fyrir venju að gjöra átrúnaðargoð sín að landbún- aðarráðherrum. En það er talið ó- vinsælasta ráðlierraembættið i Bret- landi. Og Wood reyndist ágætlega í þvi embætti, að minnsta kosti kvörtuðu bændur minna á meðan hann var landbúnaðarráðherra en þcir eu vanir að gjöra. Mikil tíðindi voru að gjörast i Indlandi. Gandhi var að vekja póli- líska meðvitund miljónanna ind versku. Bvlting vofði vfir. Hópsamkom- ur voru haldnar. Lögum var ekki hlýtt. Þyturinn af byssukúlu morð- ingjans þaut í loftinu. „Edward“, sagði forsætisráðherrann, „ég vil senda þig til Indlands“. Margur hefir litið á það sem kó- róiui lifs sins að verða varakon- ungur í Indlandi. — Varakonung- urinn er æðsti maður landsins, sem telur yfir 300 miljónir íbúa. Hann er skoðaður sem nokkurs konar hálfguð. Furstar, sem lifa í æfintýrahöllum, sem hyggðar voru á löngu liðnum tímum, flykkjast i kring um varakonunginn. Wood sagði við vini sina: „Mér er illa við allar „seremoniur“, en ég lield að ég geti orðið þar að gagni“. Wood var nú látinn breyta um nafn. Hann var gjörður að barón, og liét nú barón Irwin. Þegar almenningi var sagt að Ir- win lávarður væri orðinn varakon- ungur Indlands, Iiafði liann ekki hugmynd um liver maður þessi var. Þegar útlilið var alvarlegast i Indlandi, áttu þeir tal saman, Irwin lávarður og Gandhi. Samkomulag virtist úlilokað. Gandhi stóð upp og mælti: „Ég verð að bera mig saman við foringjana á þingi“. „Það gleð- ur mig“, sagði Irwin, „ég ætla að biðja guð að blessa umræður vðar.“ Dulspekingurinn, hugsjónamað- urinn og stjórnmálamaðurinn Gand- hi gekk út og var þungt hugsandi um umræður þessar. Hingað tii hafði honum fundizt háttsettir brezkir embættismenn langt í burtu, þó að verið væri að tala við þá. En þessi hávaxni Englendingur var öðruvísi. Þennan mann gal hann skilið. Að minnsta kosti kom hann aft- ur til varakonungsins og Skýrði honum frá því, að hann gæti fallizt á að fara til Englands og taka þátt i ráðstefnunni um Indlandsmálin, sem þar átti að halda. Eftir þá för dró mjög úr áhrifum Gandlhs i Ind- landi. Hér verður ekki rætt um umbæt- ur Irwins lávarðar í Indlandi. Það

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.