Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Page 33

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Page 33
Þ J Ó Ð 1 N 133 tækilega. Þessi reynsla er samtvinn- uð sérstökum ytri eiginleikum eða liáttum, svo sem augnalit, háralit, ilmi af fegurðarmeðölum, röddum og líkamsúthti. Þetta grí'pur Ijdir revnslu vora af hamingjunni ■— verður symbol. Allt lífið reynum vér að höndla aftur þetta symbol. Og ef vér finn- um það, er oss öllum lokið. Vér get- um ekki að því gjört, því að vér erum á valdi ósjálfráðra hvata. „Að verða ástfanginn“, mundi ekki vera svo hættulegt, ef afleið- ingar þess væru ékki eins sorgleg- ar og þær stundum eru. Ef elskendurnir tækju sig til, þeg- ar vonbrigðin cg óhamingjan hafa gjört vart við sig, og reýndu að skiija hvort annað, eins og þau eru í raun réttri, og reyndu að ráða sem bezt fram úr þvi, sem orðið er, þá mundi betur fara. Sálfræðingarnir komast samt sem áður oftast að raun um, að von- svikinn elskandi lætur sér ekki nægja, að verða óánægður. Hann fer út á þá braut, að hefna sín á maka sínum fjTÍr það, að hann hafi svikið sig. Það er rétt, að þessi víma, er myndast, þegar fólk verður ástfang- ið, rennur ekki af öllum hjónum, þegar hveitibúauðscjagárnir eru á enda. En mikill hluti af óhamingju hjúskaparlifsins stafar af þvi, að fólk trúir því statt og stöðugt, að það „að verða ástfangið“, sé örugg- asta tákn þess, að hjónaband milli þeirra ástfangnu, muni verða ham- ingjusamt. Meðan mannkynið er uppi, munu konur og karlar verða ástfangin, þrátt fyrir allar áminningar sál- fræðinganna. Þegar brjálsemin kemur yfir yður, er yður sjaldnast viðbjargandi. En sem sálfræðingur segi eg við þá, sem eru ástfangnir eða að því komnir, að verða ást- fangnir: „Látið tilfinningarnar og undirvitundina leiðbeina yður í leit að félaga. Njótið brjálseminnar, þvi að engin veraldleg hamingja er sambærileg við hana. En, áður en þér gangið í hjóna- band, áður en þér kastið teningun- um í síðasta sinn, skuluð þér reyna að skilja þá veru, sem lifir og hrær- ist bak við þá fyrirmynd, sem þér hafið húið til i huga yðar. Látið tilfinningarnar leiðbeina yður. En látið skynsemina ráða hinni endan legu ákvörðun. Ungfrú Eliza Banks, i Birminghani í Missouri, hefir iátið smiða handa sér iik- kistu, sem er með loftaugum til þess að hún geti fengið hreint loft, ef hún skyldi vakna upp frá dauðum í kistu sinni, en í kistunni er komið fyrir tœkjum, sem standa í sambandi við næstu simastöð og gefa tæki þessi strax til kynna, er hún byrjar að draga andann. Tvö hundruð tuttugu og tveggja ára gömlu meti hefir nýlega verið hnekkt í Boston í Ameríku. Vitavörðurinn i aðal- vita hafnarinnar varð að láta þeyta þoku- lúðurinn i 61 klst. samfleytt. Hermannasambandið i Arizona, Colo- rado, Oklahama og N.-Mexikó hefir sam- þykkt að skifta um félagsmerki. Gamla merkið var.bakakross, eins.og sá þý?ki.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.