Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Qupperneq 34

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Qupperneq 34
134 Þ J Ó Ð I N Fyrir opnum tjöldum. Nokkur orð um rœðu Knúts Arngrímssonar að Eiði. Ræða sú, er Knútur Arngrímsson kennari flutti að Eiði á frídegi versl- unarmanna, hafði þau áhrif á menn- ina, sem stýra blöðum rauðu sam- fylkingarinnar, að þeir mistu alla stjórn á skaj)i sínu og skynsemi. . Þeir ræddu að sjálfsögðu ekki um efni ræðunnar. Og þeir reyndu ekki að svara þeim þungu — en réttmætu — ásökunum, sem þar voru hornar á ríkisstjórnina og flokka hennar. Aftur á móti slitu þeir nokkrar setn- ingar úr samhengi og hafa japlað á þeim siðan. En þó að þær séu slitn- ar úr samhengi, geta þeir ekki not- að þær til þes að blekkja hugsandi menn, eins og nú skal sýnt. Þeir kveinka sér sérstaklega undan því: 1. Að Knútur virðist ekki telja það rangt, undir vissum kringum- stæðum, að harist sé með „ofstæki“ fvrir góðum málstað. 2. Að hann segist ekki vilja gefa andstæðingunum rétt. 3. Að hann óskar þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn verði svo voldug- ur, að stjórnmálin losni úr hinum þrönga stakki þingræðisskipulags- ins, eins og það er nú á landi liér. Um 1. er þess þá að geta, að orð- ið ofstæki er áreiðanlega notað þarna til áherslu. Það er auðskilið mál, að hér lilýtur það að þýða sama og eldmóður. En rauðu pennarnir vilja nú heldur misskilja en skilja og þess vegna lianga þeir í bókstaf- legri merkingu orðsins. En setjum svo, að þeir hafi rétt fyrir sér og Knútur vilji berjast með ofstæki gegn þeim og þeirra liði. Hafa þeir ástæðu til þess að kveina og kvarta vfir því? Hvernig hefir l>arátta þeirra verið gegn Sjálfstæð- isflokknum ? Það hefir verið rauði þráðurinn i stjórnmálastarfsemi rauðu flokk- anna, að g.jöra Sjálfstæðisflokknum bölvun. Fvrir þá hugsjón hafa þeir fórnað hagsmunum stétta. lands- liluta og allrar þjóðarinnar. Barátta j)eirra gegn Islandsbanka, Kveldúlfi og Reykjavik sannar það meðal margs annars. Og hviað er það ann- að en blint og ski(lningslaust of- stæki, sem ráðið hefir allri þesari baráttu? Um 2. Er liægt að halda j)ví fram i alvöru, að rauðu flokkarnir „hafi gefið Sjálfstæðisflokknum rétt“? Þeir ættu nú bara að reyna að halda þvi fram. Hafa þeir gefið honum þann rétt á Alþingi, sem kjósendafjöldi hans veitir honum að réttu lagi? Eru þeir

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.