Heimilispósturinn - 12.12.1960, Qupperneq 6
Gleðileg jól!
sr,
rU99in9 H
Vesturgötu 10
aðfangadagskveldið til þess
að ná í aptansönginn, eins
og þá var siður til, og ætl-
aði að koma heim aptur á
jóladaginn eptir messu.
Skipuðu hjónin nú Helgu að
vera heima til þess að mjalta
kýmar, og gæta peningsins,
og til að sjóða hangikjötið
til jólanna. Sögðu þau, að
það væri þá enginn skaði,
þó hún hrykki upp af, ef
svo vildi að bera. Að því
búnu fór kirkjufólkið, og
var Helga alein heima.
Gegndi hún þá fyrst pen-
ingnum og mjólkaði kým-
ar á aðfangadagsmorgun-
inn. Því næst sópaði hún
allan bæinn rækilega, og fór
að því búnu að sjóða jóla-
kjötið. Þegar hún var langt
komin að sjóða, sér hún
hvar stálpað barn kemur
inn í eldhúsið með nóann
sinn í hendinni. Bamið
heilsar henni, og því tekur
hún vel. S,ðan biður bamið
Helgu að gefa sér ögn af
kjöti og dálítið af floti í nó-
ann sinn, og réttir henni
um leið. Helga gerir það,
og hafði þó móðir hennar
strengilega bannað henni að
eta eða gefa nokkra ögn af
kjötinu eða flotinu, áður en
hún fór burtu um daginn.
Þegar Helga var búin að
gefa baminu, kvaddi það
hana og vappaði út aptur
með nóann. Leið nú svo dag-
urinn og lauk Helga af öll-
um útiverkum um kveldið.
Að þvi búnu kveikti hún
sér ljós í baðstofunni, tók
af sér skóna og settist upp
í rúmið foreldra sinna og
fór að lesa í bók.
Þegar lítil stund var lið-
in, heyrir hún hávaða mik-
inn úti fyrir og mannamál,
og verður þess brátt vör, að
fjölgar í bænum. Kemur
nú inn allramesti sægur af
ókunnugu fólki; fyllist bað-
stofan af gestum þessum og
rúmin öll, svo Helga komst
varla fyrir, fyrir þrengsl-
um, og þess varð hún á-
skynja, að eins var fullt
frammi í bænum, og í öll-
um bæjarhúsunum. Þegar
fólk þetta var búið að koma
sér fyrir, fór það allt að
skemmta sér með allskonar
leikaraskap og gleði. Ekki
lagði það neitt til Helgu,
heldur en það sæi hana ekki,
eða hún væri engin til. Ekki
skipti hún sér heldur neitt
af gestunum, og var alltaf
að lesa í bókinni sinni. Þeg-
ar Helga hélt, að viðlíka
vaka væri komin og vant
var, vildi hún fara út að
mjólka kýrnar, því þar var
siður að mjólka eptir vöku,
eins og víða er gert. En hún
gat ekki snúið sér við fyrir
þrengslum. Einn maður var
í baðstofunni miklu stærri
en allir aðrir; hann var
roskinlegur og hafði mikið
skegg. Þessi maður kallar
nú upp, og biður ókunnuga
fólkið að hliðra til, lofa
Helgu að ná skónum sínum,
og gefa henni rúm til að
ganga um baðstofuna og
bæinn. Fólkið gerir það. Fer
þá Helga út í myrkrinu; því
hún skildi ljósið eptir hjá
fólkinu. Þegar hún er kom-
in út í fjósið og farin að
mjólka kýrnar, heyrir hún,
að þar kemur einhver. Sá
heilsar henni; hún tekur
því vel. Sá sem inn kom,
biður hana þá, að lofa sér
að hvíla hjá henni uppi í
moðbásnum. En Helga þver-
neitar því. Itrekaði hann
bæn sína nokkrum sinnum,
en hún neitar því allt af. Fer
hann burtu við svo búið, en
Helga heldur áfram að
mjólka. Skömmu eptir heyr-
ir hún, að gengið er inn í
f jósið að nýju. Er henni enn
heilsað, og heyrir hún, að
það er kvenmaður. Hún tek-
ur kveðjunni vel. Hin að-
komna þakkar þá Helgu al-
úðlega fyrir bamið sitt, og
fyrir það, að hún hafi ekki
orðið við bón mannsins síns
í fjósinu. Og um leið réttir
hún að henni fataböggul,
sem hún biður hana eiga
fyrir hvomtveggja þennan
greiða, sem hún hafi sýnt
sér. „Ætla eg svo til“, segir
aðkomna konan, ,,að í böggli
þessum séu föt handa þér,
sem þú verður sæmd af að
bera á þínum heiðursdegi,
og er þar í belti, sem ekki
mun verða þér til minnk-
unnar. En þú munt verða
gæfukona", segir hún, ,,og
eignast biskup fyrir mann.
Skaltu aldrei farga fötum
þessum, og ekki bera þau
fyr en þú giptist“. Helga
tekur við bögglinum, og
þakkar fyrir gjöfina. Geng-
ur nú konan út, og Helga
fer inn, þegar hún er búin
í fjósinu. Amaðist enginn
við henni, heldur gaf fólkið
henni gangrúm í bænum.
Settist hún upp í rúmið apt-
ur, og fór að lesa í bókinni
sinni. Undir daginn fór fólk-
ið að smáfara burtu, og með
degi var það allt farið, og
lét eins og það hvorki sæi
Helgu né heyrði, og eins
gerði hún við það. Þegar
hún var ein orðin, fór hún
að skoða í böggulinn, og sá
hún, að álfkonan hafði gef-
ið sér allramestu dýrindis-
föt, en þó bar beltið langt
af öllu öðm. Geymdi hún nú
böggulinn vandlega.
Helga lauk því næst af
öllum morgungegningum á
jóladaginn, og var búin að
öllu, þegar fólkið kom frá
kirkjunni. „Það lá alténd að,
að hún mundi lifa, af því
enginn söknuður var að
henni, þó hún hefði farið“,
sögðu foreldrarnir, þegar
þau komu heim og sáu, að
Helga var heil á hófi. Var
nú Helga spurð spjömnum
úr, hvað fyrir hana hefði
borið um nóttina. En hún
sagði undan og ofan af því.
Þó sýndi hún foreldmm
sínum og fólkinu öllu fötin,
sem álfkonan hafði gefið
henni. dáðust allir að fötun-
um en einkum þó beltinu, og
vildu nú bæði móðir hennar
og systir taka þetta af
henni, því þeim þótti henni
ekkiekki hæfa slíkt skraut.
En Helga lét ekki klæðin,
heldur geymdi þau vandlega
niður í kistu, sem hún átti.
Nú leið og beið, og bar
ekkert til tíðinda, þangað
til næstu jól komu. Þá vildu
þær vera heima, móðir
Helgu og systir, til þess að
verða fyrir gjöfum álfa-
fólksins, ef það kynni að
koma. Og það varð út úr á
endanum, að húsmóðirin
sjálf varð heima, en hitt
fólkið fór allt til kirkjunn-
ar. Er ekki sagt frá aðgerð-
um húsfreyju, annað en það,
að á meðan hún var að
sjóða jólakjötið, kom dálít-
ið stálpað bam til hennar
inn í eldhúsið, og hélt á nó-
anum sínum í hendinni.
Bamið heilsaði konunni, og
bað hana gefa sér dálítinn
kjötbita og ögn af floti í
nóann sinn. Konan brást illa
við, og aftók með öllu að
gefa því neitt; „því eg veit
ekki, hvað miklu ríkari þeir
kimna að vera en eg, sem
að þér standa“, segir hún.
Bamið ítrekaði bænina, en
konan varð þá svo æf, að
hún barði það frá sér, og
sló á handlegg barnsins,
sem það rétti nóann fram
með, svo handleggurinn
brotnaði, en nóinn hraut of-
an á gólfið. Bamið fór þá
að gráta, tók nóann sinn
upp með hinni hendinni, og
gekk burtu skælandi. Segir
ekki meira af konukindinni,
eða aðfömm hennar. En
þegar fólkið kom heim á
jóladaginn, lá konan á
gólfinu, beinbrotin, barin
og blóðug, og aðeins með
svo miklu lífi, að hún gat
sagt frá komu barnsins og
viðtökum sínum við því, og
dó síðan. En öllu var um-
tumað innanbæjar, brotið
allt og bramlað; maturinn
lá til og frá, og allur ónýt-
ur. En svo brá þó við, að
aldrei varð neinn neins var
á bænum um nokkur jól ept-
ir þetta.
En það er frá Helgu að
segja, að hún var enn nokk-
ur ár hjá föður sínum, og
fór síðan frá honum í Skál-
holt. Þar giptist hún síðan
biskupinum, þó hér sé ekki
sagt frá, hver þá var bisk-
up í Skálholti. Á sínum
heiðursdegi var hún í klæð-
unum, sem álfkonan gaf
henni forðum, og dáðust
allir að þeim, en þó um fram
allt beltinu, því slíka ger-
semi þóttist enginn fyrri séð
hafa. Varð Helga hin mesta
lánskona, og lifði bæði lengi
og vel. Og kann ég nú ekki
þessa sögu lengri.
Jón granni
6