Heimilispósturinn - 12.12.1960, Síða 8
framburðurinn afburða góð-
ur, jafnvel svo, að megnið af
okkar klassísku söngvurum
gætu þar lært mikið af.
Hljómsveit Jörn Grauengaard
leikur undir og hefur Jörn að
sjálfsögðu útsett öll lögin.
Hinar góðu útsetningar og
hljómsveitarleikur ásamt
frábærlega fáguðum söng
Hauks gera þessar plötur hik-
laust af þeim beztu, sem
komið hafa út um árabil.
Ifaukur á ensku.
Þriðja platan hefur komið
á markaðinn með Hauk, er
hún gefin út af danska hljóm-
plötufyrirtækinu Odeon og
eflaust ætlast til að hún selj-
ist erlendis því hér syngur
Haukur á ensku. Fyrra lag-
ið er eftir Hauk og er hér á
ferðinni „Simbi sjómaður" á
þriðju plötunni sunginn af
Hauki, nú heitir lagið „Lone-
some sailor boy" og hefur
ekki ómerkari maður en
Jerry Livingstone gert enska
textann. Og ótrúlegt en satt,
lagið finnst mér skemmti-
legra með enska textanum
en hinum íslenzka. Hitt lagið
á plötunni ber nafnið „Black
angel". Ekki finnst mér plata
þessi eins góð og hinar fyrri
með Hauki sem ég hefi nefnt.
Hljómsveitin, þó hún sé hin
sama, er ekki eins skemmti-
leg. Þó væri óskandi að plat-
an næði sölu erlendis, því það
gæti haslað íslenzkum lögum
völl á erlendri grund. Hér
hafa verið samin fjölmörg
lög, sem öll ættu að geta náð
metsölu erlendis, aðeins ef
reynt er að koma þeim á
framfæri.
12. sept. með 2 lög.
Enn er nýtt hljómplötu-
fyrirtæki á ferðinni, það heit-
ir Tónabandið og gefur út
6000 kr. verðlaun!
Nánari athygli skal vakin á getraun þeirri, sem minnst
var á hér á síðunni í síðasta blaði.
Á hinni nýútkomnu plötu Ómars Ragnarssonar „Botnfa"
heyrist af og til rödd sem segir: „Af hverju trúlofaðistu henni ?"
Það er að sjálfsögðu ekki ómar sjúlfur. Menn eiga að gizka á
hver það er, sem segir þetta og skai þess getið að þetta er
landskunnur maður, meira verður ekki gefið upp.
Þeir, sem koma með rétta lausn, fá fría áskrift að Heim-
illspóstinum alit næsta ár. Og síðan hefur Hljóðfæraverzlun Sig-
ríðar Helgadóttur, sem gefur út plötuna, óskað eftir að taka
þátt í þessu með því að gefa tíu elntök af plötunni hans Óm-
ars í verðlaun, þ. e. a. s. það verður dregið úr réttum lausnum
og tíu manns geta fengið fría áskrift að Heimilispóstinum og
aðrir tíu plötuna hans Ómars. Hér er þvf um heildarverðmæti
verðlauna að ræða fyrir rúmlega SEX ÞCSUND KRÓNUB. —
Sendið ágizkanir ykkar fyrir áramót merkt: Músikhornið, Heim-
ilispósturinn, Reykjavík.
SVARSEÐILL
Hver segir setninguna? ......................
NAFN (sendanda) ............................
HEIMILISFANG ................................
= MÖSfKHORNID
a
tvö lög eftir Tólfta septem-
ber. Fyrra lagið er „Hljóða-
klettar", sem nú er gefið út
undir nafninu „Bergmál hins
liðna" og hefur um leið feng-
' i ið nýjan texta. Hitt lagið
heitir einfaldlega „Halló".
Bæði eru lögin sungin af
þeim Huldu Emilsdóttur og
Sigurði Ólafssyni. Söngur
þeirra í báðum lögunum er
mjög góður enda útsetningar
vandaðar og hljómsveitarund-
irleikur fágaður, en þar eru
á ferðinni Carl Billich og
Slgurður ólafsson
nokkrir ágætir hljóðfæraleik-
arar með honum. Vert er að
geta þess að upptaka plöt-
unnar er með miklum ágæt-
um, en hún hefur farið fram
hjá Ríkisútvarpinu. Enn er
þó nokkuð í land að full-
komnun sé náð, það heyrir
maður ef maður leikur plöt-
ur Hauks á eftir þessari.
Plata þessi er með tveimur
rólegum, fallegum lögum, og
gæti ég trúað að hún eigi eft-
ir að verða vinsæl og það i
talsvert lengri tíma en 5—6
vikur, eins og viljað hefur
brenna við með sumar ís-
lenzku plötumar, sem komið
hafa út síðustu árin.
María litla var Ijóshærð hnáta — María, María —
og lífið þekkti hún fram úr máta — María, María.
Sveif sem álfnr í dansi og drakk
dáði hún hverskyns ástarmakk.
Leið hún um sali með brosið bjarta — María, María —
brennur það enn í mörgu hjarta — María, María.
Hverjum þeim reyndist voðinn vís,
er villti sú undirheimadís.
Boðorðin eru brothætt stundum — María, María —
Hún braut þau tíðum á skyndifundum — María, María.
Hörimdið ljómað hreint sem mjöll
í húminu lifnuðu blómin öll.
Svo komu döpur elliárin. — María, María —
Elskhugamir þeir felldu hárin — María, María.
Lyfti hún glasi í síðsta sinn
og sofnaði útaf við dreytilinn.
Sagt, er að ungur í öðriun heimi — María, María —
andi hennar sé nú á sveimi — María, María.
sem púki glettinn í prestafans
pent hún svífi með — elegans
María, María!
Guðm. Arnfinnsson.
Farðu frá.
Ragnar Bjamason á loks
eina plötu á jólamarkaðnum.
Hún er gefin út af Islenzk-
um tónum. Lögin á henni
heita „Farðu frá", sem er
eftir Ólaf Gauk, er einnig
samdi textann. Hitt lagið er
hið ameríska „Itsy bitsy ..",
sem nú hefur fengið íslenzk-
an texta eftir Jón Sigurðsson
og nafnið „Hún var með
dimmblá augu, dökka lokka".
Platan var tekin upp i Sví-
þjóð og annaðist sænsk
hljómsveit undirleik. Hvorki
upptakan eða hljómsveitin
standast samanburð við plöt-
ur þær, sem teknar voru upp
með Ragnari í Danmörku fyrr
á þessu ári, en söngur Ragn-
ars er alltaf jafn lifandi og
skemmtilegur. Plata þessi á
áreiðanlega eftir að afla sér
mikilla vinsælda i óskalaga-
þáttum útvarpsins, en ekki
þori ég að spá um hvort lag-
ið hlýtur meiri vinsældir.
Dimmbláu augun er líklegra
til að tryggja plötunni góða
sölu, en „Farðu frá" leynir á
sér þó lítið lag sé og textinn
ekki langur.
Á réttrl braut.
Það er ánægjulegt að sjá
hversu mikil gróska er komin
í hljómplötuútgáfu hér a
landi. Og allar bera þessar
plötur með sér, að markmið
útgefendanna er ekki Þa®
eitt að koma plötum á mark-
aðinn, heldur að koma góðum
plötum á markaðinn. Ef mað-
ur tekur jafnmargar erlend-
ar plötur, sem nýlega hafa
komið hingað og ber þær
saman, þá er söngurinn á
þeim undantekningarlaust lé-
legri, upptaka oft mjög slæm
og lögin og textarnir í sum-
um tilfellum vart fólki bjóð-
andi. Islenzkir plötuútgefend-
ur eru því svo sannarlega a
réttri braut. essg.
HEIMILISPÓSTURINN