Heimilispósturinn - 12.12.1960, Síða 26
í
Gleðileg jól!
JKr. HKnstjánsson
Bifreiðaumboö
Gleðileg jóll
r
(fárnvöruverzlun fjes Sotmzen
Hafnarstræti 21
Gleðileg jólí
r
oTeppi h.f.
Aðalstræti 9
Gleðileg jól!
(JerzlanasamhandiÁ
26
þar sem hnífar hafa verið not-
aðir. En það er vist eins gott
fyrir okkur að síma lýsingu á
Ross og Miller til Tagish, Þeir
gætu hafa komizt þangað í dag.
Tagish var síðasta lögreglu-
stöðin áður en komið var að
járnbrautarlínunni til suðurs.
Hérna stanzaði George Graham
lögreglumaður daginn eftir, hinn
6. janúar, fyrir framan hesthús
hótelsins. Inni í hesthúsinu stóðu
tveir rennblautir skjálfandi hest-
ar, og gríðarstór gulur St. Bern-
harðshundur.
Inni á hótelinu sat hávaxinn
maður fyrir framan eldstóna og
þurrkaði sokka sína.
— Eru þetta yðar hestar úti
í hesthúsinu? spurði Graham.
Maðurinn virtist alls ekkert
taugaóstyrkur og spurningin
kom honum ekkert á óvart.
— Já, svaraði hann. — Eg
heiti O’Brien, og ég er nýkom-
inn frá Dawson. Það brotnaði
undan mér isinn þegar ég fór
yfir ána.
— Hvers vegna fóruð þér yf-
ir ísinn ? spurði Graham. — Það
skyldi þó ekki hafa verið til að
sneiða hjá lögreglustöðinni ?
— Eg hef enga ástæðu til að
óttast lögregluna, svaraði mað-
urinn jafn rólega og áður. —
Ég keypti hestana í Staff-gisti-
húsinu. Hérna er kvittunin. 200
dollarar.
— Teppið, sem þér eruð með
á sleðanum tilheyrir rikinu, hélt
Graham áfram. — Hvemig kom
það í yðar eigu?
Maðurinn útskýrði án minnsta
óstyrks að hann hefði setið í
fangelsi í Dawson og hefði ver-
ið sleppt í september árið áður.
Lögreglan hafði gefið honum
sleðateppi.
Graham tók O’Brien með sér
og setti hann í varðhald þar til
hann hefði rannsakað til fulln-
ustu sannleiksgildi þess, sem
hann sagði. Klukkutíma síðar
staðfesti Dawson, að O’Brien
segði satt. Graham bað hann
afsökunar, og O’Brien kvaðst
myndu halda áfram strax og
hestamir væru nægilega hvíldir.
Seint sama dag kom annað
skeyti frá Dawson: — Lýsingin
af O’Brien kemur heim við
mann, sem kallar sig Miller.
Takið hann fastan fyrir þjófn-
að úr birgðageymslu hjá Sel-
kirk. Grunur leikur á að O’Brien
kimni að vera viðriðinn dular-
fullt hvarf þriggja manna á
jóladag. Yfirheyrið hann út af
félaga hans, sem kallar sig Ross,
öðm nafni Tommy Graves.
Graham flýtti sér nú aftur yf-
ir í hesthúsið, og hestamir vom
þar ennþá. O’Brien, sem nú gæti
hafa verið á leiðinni til Alaska,
hafði hitt unga Indíánastúlku,
og ákveðið að dveljast um nótt-
ina. Hann var tekinn fastur og
farið með hann á lögreglustöð-
ina.
Hann var ekki með nema um
100 dollara í vösunum. 1 snjó-
skóm hans fundust tveir hundr-
að dollara seðlar í viðbót, og í
poka á sleðanum lágu tvær
skammbyssur. Ennfremur var
hann með tvo riffla i fórum sin-
um. Loks fannst sjónauki í far-
angri hans, sem var mjög ó-
venjulegt meðal ferðamanna á
þessum slóðum, en hann kvaðst
Framh. á bls. 28.
Gleðileg jól!
TTÍálaraháSin
Vesturgötu
Gleðileg jóli
r
B~íalldór (Jónsson
heildverzlun
Hafnarstræti 18
Gleðileg jólí
r
föggert TKnstjánsson Sr Go., h.f
Hafnarstræti 5
Gleðileg jóll
r
cKappdrœtU CÖ.JK.é).
HEIMILISPDSTURINN