Sagnir - 01.06.1995, Page 11
Erlendu hermennimir vom líðir gestir i bíó á stríðsámnum.
og gefið tilefni til enn almennara ensku-
náms en þegar tiðkaðist.
Skilningsleysi og tungumálaerfiðleikar
gerðu þó augljóslega vart við sig í kvik-
myndahúsum Reykjavíkur en þrátt fyrir
það virtust áhorfendur fylgjast „furðan-
lega vel með“ framvindu myndanna. Sú
var a.m.k. skoðun forstjóra Gamla bíós
þegar dálitil reynsla var komin á sýningu
talmyndanna.17 Forsvarsmenn kvik-
myndahúsanna gátu hins vegar ekki stað-
ið fyrir því að setja íslenskan skýringar-
texta við erlendar kvikmyndir fyrr en
forsendur fyrir rekstri bíóhúsa á Islandi
breyttust og því var danski textinn áfram
ráðandi. Forsendurnar breyttust ekki fyrr
en kvikmyndahúsunr i Reykjavík og um
landið fjölgaði og markaðurinn stækkaði.
Og markaðurinn óx snarlega. Tugþús-
undir hermanna sem tóku sér bólfestu í
Reykjavík og nágrenni í kjölfar her-
námsins 1940 og á árum síðari heims-
styijaldarinnar áttu dijúgan þátt í því að
aðsókn að kvikmyndahúsum bæjarins
stóijókst, jafnvel svo mikið að til vand-
ræða horfði (sjá töflu I).
Við nýjum kringumstæðum varð að
bregðast. En fyrst þurfti að leita nýrra
leiða við útvegun kvikmynda eftir að
tengslin við Danmörku rofnuðu. Síð-
sumars 1940 voru myndir með dönskum
texta á þrotum. Af þeim sökum var hafist
handa urn innflutning mynda beint frá
Bandaríkjunum og Bretlandi en þær
voru sýndar textalausar. Fyrsta bandaríska
kvikmyndin án skýringartexta var sýnd í
Ganrla bíói á afmælisdegi Reykjavíkur
18. ágúst 1940. Þar var á ferðinni Beit
Geste með Gary Cooper í aðalhlutverki
og fjallaði um útlendingahersveit Frakka
i Marokkó.18
Eftir þetta rak hver engilsaxneska
myndin aðra. Kvikmyndir án skýringar-
texta á íslensku urðu síðan viðvarandi í
kvikmyndahúsunum fram á miðjan sjö-
unda áratuginn. Kæmu hins vegar bíó-
myndir þar sem talað var annað tungu-
mál en enska var oft danskur skýringar-
texti með þeim og þegar slíkt gerðist var
það sérstaklega tekið fram í auglýsingum
bíóanna. Þannig rofnuðu ekki alveg
tengslin við Dani á kvikmyndasviðinu
enda þótt bíóeigendur hafi að mestu
haldið áfram að skipta beint við bresk og
bandarísk fyrirtæki að stríði loknu.
A styijaldaráranum gætti nokkurrar
Tafla I Fjöldi bíógesta í Reykjavík 1928-1951
1928: 260.000 1940: 400.000 1944: 1.255.000 1948: 1.453.000
1933: 292.000 1941: 669.000 1945: 1.248.000 1949: 1.516.000
1934: 282.000 1942: 928.000 1946: 1.109.000 1950: 1.579.000
1938: 321.000 1943: 1.296.000 1947: 1.219.000 1951: 1.375.000
Heimildir: Arbók Reykjavíkurbcejar 1940. Reykjavík 1941, bls. 102. — Arbók Reykjavíkurbæjar
1945. Reykjavík 1945, bls. 108. — Arbók Reykjavíkurbœjar 1950-1951. Reykjavík 1953, bls. 164.
SAGNIR 9