Sagnir - 01.06.1995, Síða 16

Sagnir - 01.06.1995, Síða 16
sendu Alþingi áskorun þess efnis að lok- að yrði fyrir sjónvarp vamarliðsins.34 Því var m.a. haldið fram að áhrif „Kana- sjónvarpsins" á íslenskt þjóðlíf væru sið- spillandi. Landsmönnum væri nauðsyn að standa vörð um tungu sína og menn- ingu, styrkja hana og efla. Otækt þótti að ungir sem aldnir Reykvíkingar horfðu lon og don á „amerískar" myndir og hlustuðu á enskt tal. Nóg væm erlendu áhrifin samt. Málvitund og hugmynda- heirnur yngri kynslóðarinnar brann ekki síst á mönnum.35 Ekki er fjarri lagi að svipuð afstaða hafi að einhverju leyti ráð- ið andúð fólks á textalausum kvikmynd- um bióhúsanna. Þannig má líta á bar- áttuna fýrir íslenskum skýringartexta sem anga af þeirri viðleitni Islendinga að veijast of miklum útlendum áhrifum á þjóðmenningu sína. Síðla árs 1964 var farið að örla á því að sum kvikmyndahúsin á höfuðborgar- svæðinu hefðu islenskan skýringartexta við þær rnyndir sem þau buðu áhorfend- um upp á. Næsta ár fjölgaði mjög í þess- um hópi og árið 1966 vom síðan flestar helstu myndir sem sýndar vom á íslandi með innlendum skýringartexta. Þegar is- lenskur skýringartexti með kvikmyndum var að ryðja sér til rúms auglýstu bíóhús- in það rækilega í dagblöðunum og sum notuðu til þess flennistóra stafi svo nýj- ungin færi ekki framhjá neinum. Auk þess var það sérstaklega tekið fram í um- sögnum blaða um einstakar myndir ef ís- lenskur texti fýlgdi henni. Sú hefð að auglýsa íslenskan texta lagðist að niestu af í upphafi níunda áratugarins enda voru auglýsingar af því tagi löngu hættar að þjóna tilgangi þar sem íslenskur texti var orðinn svo sjálfsagður að ekki þurfti að taka fram að hann væri með myndum. Áhrif textaleysis? I aldarfjórðung, 1940-1965, og raunar áratugina fýrir 1940, var það hlutskipti margra kvikmyndahúsagesta að horfa á erlendar kvikmyndir án þess að skilja að fullu það sem fram fór á hvíta tjaldinu því íslenska skýringartextann vantaði. Vegna þessa er hugsanlegt að vissar teg- undir kvikmynda hafi höfðað sterkar til margra Islendinga en aðrar, myndir sem ekki kröfðust mikillar leikni af áhorfend- um í erlendum tungumálum. Dans- og söngvamyndir sem frenrur auðvelt var að njóta án mikillar tungumálakunnáttu, ærslafullar grín- og gamanmyndir með tilheyrandi rjómatertukasti og misskiln- ingi, kúrekamyndir með löngum elting- arleikjum á hestum og hæfilegum bófa- hasar, glæpamyndir með viðeigandi skot- hríð og bílaleikjum — frekar einfaldar myndir og auðskiljanlegar. Af þeim átti Hollywood nóg. Sjaldan mátti vera dauður punktur í bíómynd og oftar en einu sinni var hneykslast á því, að Islend- ingar kysu fremur ijómatertukast en „listrænar“ kvikmyndir sem byggðu helst á löngurn samtölum. Margir lærðu vissu- lega ensku af bíómyndum (og síðan „Kanasjónvarpinu") og því kannski ekki að undra að þeir hafi litið aðrar myndir en þær engilsaxnesku homauga. En spyrja má hvort textaleysið hafi haft mót- andi áhrif á bíósmekk Islendinga til lengri tíma litið? Tilvísanir: 1 Cook, David A.: A History of Narrative Film. 2. útg. New York, 1990, bls. 438-456. - Bjöl, Erling: Vor tids kulturhistorie. 3. Vorc dagc. 1945- 86. Kaupmannahöfn 1986, bls. 23-24. 2 Sigurður Blöndal: „Ítalía: Veruleikinn kvikmyndaður.“ Landncmum 3:8-9 (1949), bls. 28. 3 Bjöl, Erling: Vor tids kulturhistorie, bls. 23. 4 Sbr.: Sigurður Blöndal: „Italía: Veruleikinn kvikmyndaður“, bls. 19. 5 Sbr.: Þjóðviljinn 22. nóv. 1944, bls. 3. — Sigurður Blöndal: „Um íslenska kvikmyndamennt.“ Landneminn 3:6 (1948), bls. 10. - Sigurður Blön- dal: „Danmörk: Vandamál lífsins gegnumlýst.“ Landneminn 3:10 (1949), bls. 12. 6 Sbr.: Erlendur Sveinsson: „Nýja bíó - A sjötugasta starfsári.“ Kvikmynd- ir á Islandi 75 ára. Afmœlisrit. Reykjavík 1981, bls. 8. - Olafur Arnason: „Gamla Bíó 75 ára.“ Kvikmyndir á Islandi 75 ára. Afmœlisrit. Reykjavík 1981, bls. 19-20. — Sjá jafnframt: Morgunblaðið 31. ágúst 1930, bls. 3. 7 Sbr.: „Saga Borgarættarinnar“. Auglýsingaspjald frá árinu 1919. Varð- veitt á Kvikmyndasafni Islands. — Morgunblaðið 1. mars 1924, bls. 1. — Morgunblaðið 1. feb. 1929, bls. 5. 8 Dagblað 28. maí 1926, bls. 1. - Auðkennt þar. 9 Morgunblaðið 6. sept. 1927, bls. 2. 10 Morgunblaðið 6. sept. 1927, bls. 2. 11 Morgunblaðið 6. sept. 1927, bls. 2. 12 Morgunblaðið 31. ágúst 1930, bls. 3. 13 Alþýðublaðið 1. sept. 1930, bls. 3. 14 Sbr.: Vísir 31. ágúst 1930, bls. 3. 15 Vísir 12. sept. 1930, bls. 3. 16 Alþýðublaðið 23. sept. 1930, bls. 2. 17 Morgunblaðið 1. nóv. 1931, bls. 2. 18 Morgunblaðið 18. ágúst 1940, bls. 6. 19 Morgunblaðið 18. ágúst 1940, bls. 6. 20 Þjóðviljinn 13. okt. 1940, bls. 3. - Auðkennt þar. 21 Nýtt dagblað 8. maí 1942, bls. 3. 22 Sbr.: Alþýðublaðið 23. ágúst 1941, bls. 3. [Bréf frá eigendum Nýja bíós]. 23 [Samningur Sigurðar Tómassonar og stjómar Gamla bíós, dags. 11. júlí 1940]. I vörslu Kvikmyndasafns Islands. 24 Upplýsingar frá Kvikmyndasafni Islands. 25 Sbr.: Þjóðviljinn 7. jan. 1981, bls. 12. 26 Sbr.: Vikan 25:30 (25. júlí 1963), bls. 9. - Vikan 25:32 (8. ágúst 1963), bls. 9. 27 Sbr.: Hagtíðitidi 53:8 (1968), bls. 146. - Tólfrœðihandbók 1974. Reykja- vík 1976, bls. 228. (Hagskýrslur íslands II, 63). - Hér em Kópavogsbíó, Hafnarfjarðarbíó og Bæjarbíó í Hafnarfirði meðtalin. 28 Sbr.: Morgunblaðið. 18. ágúst 1940, bls. 6. - Ólafur Ámason: „Gamla Bíó 75 ára“, bls. 21. — Vikati 40:19 (11. maí 1978), bls. 13. — Vikatt 40:20 (18. maí 1978), bls. 13. - Vikan 40:21 (25. maí 1978), bls. 42. - Vikan 40:22 (1. júní 1978), bls. 34-35. - Vikan 40:23 (8. júní 1978), bls. 34-35. - Vikan 40:24 (15. júní 1978), bls. 18. 29 Sbr.: Vikan 40:22 (1. júní 1978), bls. 34-35. - Vikan 40:23 (8. júní 1978), bls. 34-35. - Vikan 40:24 (15. júní 1978), bls. 18-19. 30 Sbr.: Hagtíðindi 53:8 (1968), bls. 147. 31 Sbr.: Benedikt Gröndal: „Sjónvarp á íslandi.“ Eimrciðin 77:1 (1971), bls. 21-35. — „Sjónvarp Reykjavík. Viötal við Benedikt Gröndal.“ Vikan 26:29 (16. júlí 1964), bls. 10-15, 37-41. 32 Gylfi Þ. Gíslason: Viðreisnarárin. Án útgst. 1993, bls. 221. 33 Sbr.: Morgunblaðið 9. okt. 1966, bls. 2. — Visir 10. okt. 1966, bls. 1. 34 Sjá: Ingólfur 1:1 (17. júní 1965), bls. 8. 35 Benedikt Gröndal: Örlög íslands. Reykjavík 1991, bls. 224-231. - Gylfi Þ. Gíslason: Viðreisnarárin, bls. 221-222. 14 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.