Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 18
Rcyniskirkja.
Með breyttum áherslum innan
sagnfræðinnar hefur fjöl-
skyldan orðið mönnum
hugleiknari en áður. Nú á dögum er ein
undirgrein hennar alfarið helguð málefn-
um fjölskyldunnar og birtast niðurstöður
rannsókna í ýmsum tímaritum því
tengdu. Miklar breytingar hafa orðið á
fjölskyldugerðinni í gegnurn tíðina. Eftir
því sem fæðingartíðni hefur lækkað hafa
fjölskyldumar minnkað. A árabilinu 1856
— 1865 áttu íslenskar konur að meðaltali
4,968 börn. Rúmum hundrað árum
seinna er þessi tala komin niður í 2,243
(1983).2 Barnmargar fjölskyldur tilheyra
ekki fortíðinni, en slíkt telst firekar til
undantekninga nú.
Stærð fjölskyldunnar ræðst af mörgum
þáttum en einn þeirra er fijósemi
kvenna. Ut frá aldursbundinni frjósemi
er hægt, með líkindareikningi, að komast
nokkuð nærri um hvað hver kona átti
mörg börn. Við þann útreikning verður
að hafa í huga háan giftingaraldur hér á
landi. Hér verður þó ekki hafður þessi
háttur á. Ein leið til að rannsaka hver
frjósemi kvenna var, er að rekja eftir
heimildum hvernig fjölskyldumar mynd-
uðust.3 Það gefur þó augaleið að ekki
koma fram upplýsingar um meðalfjöl-
skylduna í slíkum tilvikum því hver og
ein fjölskylda hefur sín sérkenni. Hitt er
þó víst að því fleiri slík dæmi sem eru
skoðuð þvi öruggari verða niðurstöðum-
ar.
Hér verða skoðaðar tvær sóknir,
Stóra-Dalssókn undir Vestur-Eyjafjöllum
og Reynissókn í Mýrdal, á fýrstu áratug-
um nítjándu aldar. Þrátt fyrir að báðar
þessar sóknir séu við suðurströndina, þá
vom þær nokkuð ólíkar. I Stóra-Dals-
sókn höfðu íbúarnir lífsviðurværi sitt nær
eingöngu af landbúnaði. Eitthvað var urn
það að vinnumenn og eiginmenn hafi
farið burt yfir vetrartímann í verið, á
Suðumesin eða til Vestmannaeyja. I
Reynissókn stunduðu menn sjóróða með
landbúnaðinum.4 I stað þess að halda
burtu í verið löbbuðu menn niður að
sjávarsíðunni í dagrenningu og heim aft-
ur að kvöldi. Fuglatekja skipti einnig
miklu máli fýrir afkomu íbúanna, en þó
sérstaklega þeirra efnaminni.5 Það er því
nokkuð forvitnilegt að skoða hvort þessi
aðstöðumunur hafi þýtt einhvern mun á
Stóra Dalskirkja, reist Í895 en rifin 1970.
fijósemi kvennanna. Einnig verða skoð-
aðir þeir þættir sem haft geta áhrif á fijó-
semi kvenna og hún borin saman við
önnur lönd.
Rannsóknin hefur þann annmarka að
aðeins eru skoðaðar þær konur sem gifta
sig í sókninni og búa í henni alla sina
bamsburðartíð. Ef konan flytur úr sókn-
inni á meðan hún er enn i barneign er
henni sleppt, þvi erfitt er að fýlgja henni
eftir. Þá var og miðað við að hjónin
stæðu sjálf fýrir búi.
Árið 1746 var prestum gert skylt að
halda kirkjubækur. I fýrstu gekk illa að fá
þá til þess, en með tímanum urðu þeir
viljugri til verksins.6 I kirkjubækumar
16 SAGNIR