Sagnir - 01.06.1995, Síða 20
sóknunum við fæðingu fyrsta barns.
Skýringanna er hugsanlega að leita í ólík-
um sóknum, þ.e. Stóra-Dalssókn var
dæmigerð íslensk landbúnaðarsókn. Það
er því hætt við að samfélagið hafi haldið
aftur af fólki og það þess vegna gift sig
seinna.11 Það sem aftur á móti hrekur
þessa kenningu er hve margar konur áttu
börn fyrir hjónaband í þessari sókn, eða
voru þungaðar á brúðkaupsdaginn. Það
gæti bent til þess að ráðamenn samfé-
lagsins hafi verið nokkuð frjálslyndir.12
Þegar þessar niðurstöður eru bornar
saman við niðurstöður Lofts Guttorms-
sonar kemur í ljós að hér er fullt sam-
ræmi á milli, en þó meðaltölin séu þau
sömu, er falinn í gögnunum mikill
breytileiki. I Reynissókn áttu konurnar
annað hvort mörg börn, á bilinu fimm til
niu eða eitt til tvö. I Stóra-Dalssókn var
svipað upp á teningnum. Meðaltölin gefa
ekki alltaf rétta mynd af því sem í raun
var, þau eru ein leið til að einfalda stað-
reyndirnar og gera þær santanburðarhæf-
ar.
Ymsir þættir geta haft áhrif á frjósemi
kvenna, má þar nefna giftingaraldur og
brjóstagjöf. Er ekki úr vegi að líta nánar
á þá.
yfir landi. Með því að takmarka aðgang
að jarðnæði var þannig hægt að koma í
veg fyrir að fólk gengi í hjónaband.13 Yf-
irvöld gátu þó vart sett lög sem bönnuðu
giftingar vinnuhjúa eða öreiga, því kirkj-
an áleit hjónabandið heilaga stofnun og
gat hún því ekki samþykkt slíkt bann.14
Árið 1829 kom út fyrsta tölublaðið af Ár-
manni á Alþingi. Þar má finna dæmisögu
sem lýsir að einhveiju leyti aðstöðu
vinnuhjúa og eignalausra.
. . .því strax um haustið ædaði eg ad
gifta mig, og bad eg Prestinn að lýsa;
en þegar buið var að lýsa fyrstu lýsing-
una, komu Hreppstjórarnir og bönn-
uðu Prestinum að lýsa optar; sögðu
þeir ad eg væri allramesti óspilunar-
maður og letíngi, en hvörugt okkar
hjónaefna ætti neitt, væri því ekkért
sjánligra, enn ad eg á fyrsta eða öðru
árinu yrði sveitarvandræði.15
Gísli Gunnarsson sagnfræðingur kemst
svo að orði í bók sinni Upp er boðið Isa-
land, urn aðstæður vinnuhjúa.: „Vinnu-
hjúaséttin var samkvæmt samfélagsnorm-
unum félagslega ófrjó, var í ófijálsu ein-
lífi.“16 Þetta þýddi að giftingartíðni hér á
landi var yfirleitt nokkuð lægri en tíðk-
aðist annars staðar. Á árabilinu 1850 —
1855 voru að meðaltali sjö giftingar á
GIFTINGAR OG
GIFTINGARALDUR
Takmark hjónabandsins er ekki að hugsa það sama,
heldur að hugsa saman.
Islenska bændasamfélagið var um margt
ólikt þvi sem tíðkaðist annars staðar í
Evrópu. Forsenda þess að samfélagið
samþykkti stofnun fjölskyldu var yfirráð
Islensk kona fœrð í brúðarskart.
Tafla III. Samanburður
Sóknir Fjöldi Fæðingarbil Aldur við Aldur við Fjöldi Gifting;
kvenna að meðaltali fæðingu fæðingu bama aldur
í mán. fyrsta síðasta að meðalt.
barns bams
Reynis- sókn 18 25,57 26,88 36,33 5,78 25,83
Stóra- Dalssókn 15 26,67 29,86 35,60 5,26 27,20
Heimild: Þjsk. Prestþjónustubók. Stóri-Dalur undir Eyjaíjöllum 1816 - 1848
Prestþjónustubók. Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum 1849 — 1886.
Prestþjónustubók. Reynissókn í Mýrdal 1816 — 1863.
Skýringar: Rannsóknin spannar tímabilið frá 1820 - 1841 í Stóra-Dalssókn og 1816 - 1842 í
Reynissókn. Þær konur sent áttu ekki fleiri en eitt barn voru ekki teknar inn í útreikning því eins
og gefur að skilja var ekki um neitt bil á milli fæðinga að ræða í þeirra tilfellum.
18 SAGNIR