Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 20

Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 20
sóknunum við fæðingu fyrsta barns. Skýringanna er hugsanlega að leita í ólík- um sóknum, þ.e. Stóra-Dalssókn var dæmigerð íslensk landbúnaðarsókn. Það er því hætt við að samfélagið hafi haldið aftur af fólki og það þess vegna gift sig seinna.11 Það sem aftur á móti hrekur þessa kenningu er hve margar konur áttu börn fyrir hjónaband í þessari sókn, eða voru þungaðar á brúðkaupsdaginn. Það gæti bent til þess að ráðamenn samfé- lagsins hafi verið nokkuð frjálslyndir.12 Þegar þessar niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður Lofts Guttorms- sonar kemur í ljós að hér er fullt sam- ræmi á milli, en þó meðaltölin séu þau sömu, er falinn í gögnunum mikill breytileiki. I Reynissókn áttu konurnar annað hvort mörg börn, á bilinu fimm til niu eða eitt til tvö. I Stóra-Dalssókn var svipað upp á teningnum. Meðaltölin gefa ekki alltaf rétta mynd af því sem í raun var, þau eru ein leið til að einfalda stað- reyndirnar og gera þær santanburðarhæf- ar. Ymsir þættir geta haft áhrif á frjósemi kvenna, má þar nefna giftingaraldur og brjóstagjöf. Er ekki úr vegi að líta nánar á þá. yfir landi. Með því að takmarka aðgang að jarðnæði var þannig hægt að koma í veg fyrir að fólk gengi í hjónaband.13 Yf- irvöld gátu þó vart sett lög sem bönnuðu giftingar vinnuhjúa eða öreiga, því kirkj- an áleit hjónabandið heilaga stofnun og gat hún því ekki samþykkt slíkt bann.14 Árið 1829 kom út fyrsta tölublaðið af Ár- manni á Alþingi. Þar má finna dæmisögu sem lýsir að einhveiju leyti aðstöðu vinnuhjúa og eignalausra. . . .því strax um haustið ædaði eg ad gifta mig, og bad eg Prestinn að lýsa; en þegar buið var að lýsa fyrstu lýsing- una, komu Hreppstjórarnir og bönn- uðu Prestinum að lýsa optar; sögðu þeir ad eg væri allramesti óspilunar- maður og letíngi, en hvörugt okkar hjónaefna ætti neitt, væri því ekkért sjánligra, enn ad eg á fyrsta eða öðru árinu yrði sveitarvandræði.15 Gísli Gunnarsson sagnfræðingur kemst svo að orði í bók sinni Upp er boðið Isa- land, urn aðstæður vinnuhjúa.: „Vinnu- hjúaséttin var samkvæmt samfélagsnorm- unum félagslega ófrjó, var í ófijálsu ein- lífi.“16 Þetta þýddi að giftingartíðni hér á landi var yfirleitt nokkuð lægri en tíðk- aðist annars staðar. Á árabilinu 1850 — 1855 voru að meðaltali sjö giftingar á GIFTINGAR OG GIFTINGARALDUR Takmark hjónabandsins er ekki að hugsa það sama, heldur að hugsa saman. Islenska bændasamfélagið var um margt ólikt þvi sem tíðkaðist annars staðar í Evrópu. Forsenda þess að samfélagið samþykkti stofnun fjölskyldu var yfirráð Islensk kona fœrð í brúðarskart. Tafla III. Samanburður Sóknir Fjöldi Fæðingarbil Aldur við Aldur við Fjöldi Gifting; kvenna að meðaltali fæðingu fæðingu bama aldur í mán. fyrsta síðasta að meðalt. barns bams Reynis- sókn 18 25,57 26,88 36,33 5,78 25,83 Stóra- Dalssókn 15 26,67 29,86 35,60 5,26 27,20 Heimild: Þjsk. Prestþjónustubók. Stóri-Dalur undir Eyjaíjöllum 1816 - 1848 Prestþjónustubók. Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum 1849 — 1886. Prestþjónustubók. Reynissókn í Mýrdal 1816 — 1863. Skýringar: Rannsóknin spannar tímabilið frá 1820 - 1841 í Stóra-Dalssókn og 1816 - 1842 í Reynissókn. Þær konur sent áttu ekki fleiri en eitt barn voru ekki teknar inn í útreikning því eins og gefur að skilja var ekki um neitt bil á milli fæðinga að ræða í þeirra tilfellum. 18 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.