Sagnir - 01.06.1995, Side 63
Fom hefð virðist fyrir því að tjalda
kirkjur að innan, að þvi er ráða má af
máldögum. Er hún talin rekjanleg til
fyrirmæla í tuttugasta og sjötta kafla ann-
arrar Mósebókar. Hugsanlega er þetta
einnig arfur gemianskrar kristni þar sem
höfðingjar litu á sig sem arftaka hetja
Gamla Testamentisins, Davíðs og
Salomons.37 Heimildir eru um að reflar
hafi hangið bæði í kór og framkirkju.38
Margar kirkjur munu hafa verið svo vel
búnar tjöldum að þær hafi átt til skipt-
anna eftir hátíðum kirkjuársins. Auðvelt
er að ímynda sér til hvílíkrar prýði þau
hafa verið þar sem þau gátu verið bæði
skraut- og glitofln.3,,
Skreyttir glergluggar hafa hleypt ljósi
inn í dómkirkjurnar.40 Um það vitna
bæði ritaðar heimildir og fornleifar.
Einnig má ætla að aðrar kirkjur hafi haft
á glergluggum að skipa þótt óvíst sé
hvort þeir hafi verið skreyttir.
Um myndskreytingar á veggjum
kirkna eru nær eingöngu til skriflegar
heimildir, ef frá em taldar leifar af út-
skornum þiljuni sem taldar eru hafa verið
í Hóladómkirkju.41
Dýrlingadýrkun var mikil innan mið-
aldakirkjunnar og var Island engin
undantekning. Mjög mikið hefur verið
af líkneskjum ýrnissa dýrlinga í kirkjum
landsins á miðöldum. I stærri kirkjum er
fjöldi þeirra hátt á annan tug og mikið
virðist vandað til gerðar þeirra. Getur
bæði um þau máluð og gyllt.42
Á miðöldum þurfti söfnuðurinn að
vera hreyfanlegur sökunt þess hve helgi-
hald var oft og tíðum fjölskrúðugt og
mikið um helgigöngur og helgileiki.
Kirkjubekkir tíðkuðust ekki fýrir al-
menning eins og nú er, heldur vom ein-
ungis sæti fýrir klerka og klausturfólk,
heldri menn og konur, í eða við kór.43
Af framansögðu má ráða að umgjörð
helgihalds í landinu á miðöldum hefur
verið með mikilli reisn. Hér risu glæstar
timburkirkjur og dómkirkjurnar voru
þær stærstu sinnar tegundar á Norður-
löndunum. Beita verður imyndunarafl-
inu af nokkm afli til að gera sér kirkjurn-
ar og búnað þeirra i hugarlund þar sem
svo mikið er nú horfið sjónum. Má þar
annars vegar sakast við íslenskt veðurfar
en hins vegar dugleysi í steinbyggingum.
Þótt myndmál hinna íslensku miðalda-
kirkna geti ekki talist skráð á hreinni lat-
ínu steinsins er samt sem áður ljóst að
notast var við latneskt stafróf vesturkirkj-
unnar við mótun á islenskum stíl.
Tilvísanir
1 Ame Berg: „Stavbygning.“ Kulturhistorisk Leksikon XVII (1972), 85-90.
2 Biskupasögur I. Gefnar út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Kaup-
mannahöfn 1858, 67.
3 Gísli Gestsson: „Alnir og kvarðar.“ Arbók hins ísletiska fortileifafélags
1968. Reykjavík 1969, 76
4 Hörður Agústsson: Dómsdagir og helgir tnenti á Hólutn. Reykjavík 1989,
74-75.
5 Biskupasögur I, 77.
6 Biskupasögur I, 81.
7 Biskupasögur I, 132.
8 Magnús Már Lámsson: „Auðunn rauði og Hólakirkja“. Arbók hitis ís-
lenska fortileifafélags 1960. Reykjavík 1960, 5-6.
9 Hörður Agústsson: Dómsdagur og helgir menn á Hólum, 71-74.
10 Magnús Már Lárusson: „Kyrka. Island.“ Kulturhistorisk Lcksikon IX
(1964), 638.
11 Hörður Ágústsson: Skálholt. Kirkjur. Reykjavík 1990, 279-283.
12 Hörður Ágústsson: Dómsdagur og helgir menn á Hólum, 71.
13 Gísli Gestsson: Álnir og kvarðar, 63-64.
14 Hörður Ágústsson: Skálholt. Kirkjur, 275-277
15 Hákon Christie: „Kirkjugmnnar.“ Skálholt. Fornleifarantisóktiir 1954-
1958. Reykjavík 1988, 28 og 21.
16 Hörður Ágústsson: Skálholt. kirkjur, 231 og 267-268.
17 Sigilla Islandica I. Reykjavík 1965, 11 og 21.
18 Sigilla Islandica I, 165.
19 Hörður Ágústsson: „Islensk kirkjubygging að fomu og nýju.“ Kirkjulist
á Kjarvalsstöðutn. Reykjavík 1983, 46.
20 íslenzkt fombréfasafn IX. Reykjavík 1909-1913, 305; Guðrún Harðar-
dóttir: Munkaþverárklaustur. Ritgerð til BA-prófs við HI, feb. 1995, 5.
21 Margrét Hallgrímsdótdr: Viðey. Fornleifarannsóktiir 1988-1989. Reykja-
vík 1989, 48-49.
22 Margrét Hallgrímsdóttir: Húsakostur Viðeyjarklausturs. Utn byggð i Viðey
fratn á 18. öld. Reykjavík 1993. (Skýrslur Árbæjarsafns XXIX), 138-
140.
23 Margrét Hallgrímsdótdr: Húsakostur Viðeyjarklausturs, 143.
24 íslenskt fombréfasafn IX, 317
25 Þjskjs. Leyndarskjalasafn (Danska sendingin) 4. Supplement II, 47.
26 Hörður Ágústsson: „Fjórar fomar húsamyndir.“ Arbók hins íslenska fom-
leifafélags 1977. Reykjavík 1978, 144-147.
27 Daniel Bmun: Fortidsminder og nutidshjem i Island. Kaupmannahöfn
1928, 118-119.
28 Hörður Ágústsson: Islensk kirkjubygging að fornu og nýju, 46.
29 Sveinbjörn Rafnsson: „Kirkja frá síðmiðöldum að Vamiá.“ Arbók hins
islenska fomleifafélags 1970. Reykjavík 1971, 37-39.
30 Kristján Eldjám: „Kirkjurúst á Krossi á Skarðsströnd.“ Arbók hins ís-
letiska fomleifafélags 1973. Reykjavík 1974, 142-144.
31 Hörður Ágústsson: „Minnisgrein um kirkjugmnnsleifar á Stómborg.“
Árbók hitts ísletiska fomleifafélags 1987. Reykjavík 1988, 41-43.
32 Hörður Ágústsson: Islensk kirkjubygging að fornu og nýju, 39-40.
33 Hjalti Hugason: „Kristnir trúarhættir.“ Islcnsk þjóðmcnning V. Reykjavík
1988, 115-117.
34 Hjalti Hugason, Kristnir trúarhætrir, 124-125;Hörður Ágústsson, Is-
lensk kirkjubygging að fomu og nýju, 44.
35 Hjalti Hugason: Kristnir trúarhættir, 122.
36 Hjalti Hugason: Kristnir trúarhætdr, 132. - Islenzkt fornbréfasafn IX,
305.
37 Björn Th. Bjömsson: „Myndlistarsaga.“ Saga Islands II. . Reykjavík
1975, 272. — Joseph H. Lynch: The Medieval Church. London og New
York 1992, 185.
38 Elsa E. Guðjónsson: Reflar í islenskum tniðaldaheitnildutn fratti til 1569.
Reykjavík 1991, 17-18.
39 Bjöm Th. Bjömsson: Myndlistarsaga, 272 og 275.
40 Kristján Eldjám: „Fomgripaskrá.“ Skálholt. Fomlcifarannsóktiir 1954-
1958. Reykjavík 1988, 47 og 56c.
41 Hörður Ágústsson: Dómsdagur og helgir menn á Hólum, 80.
42 Bjöm Th. Bjömsson: Myndlistarsaga, 277; Islenzkt fombréfasafn IX,
305.
43 Hjald Hugason: Kristnir trúarhættir, 129.
SAGNIR 61