Sagnir - 01.06.1995, Síða 67
Ári síðar vék Steingrímur aftur að
mannkynbótafræði í víðlesini bók sinni
um heilsufræði. Þar segir hann að eftir
marga ára reynslu í kynbótum dýra og
jurta þyki fullsannað að erfðir og ætt-
gengi fylgi fbstum reglum. I framhaldi af
því segir hann: „Þegar þessi vísindagrein
hefur náð meiri þroska er sennilegt að
benda megi á óyggjandi ráð til að koma í
veg fyrir margt erfðabölið."12 Sjá má að
Steingrímur taldi að vísindagreinin væri
ekki fullmótuð en engu að síður er sann-
færing hans augljós.
til fulls. En þá er menningarsögu vorri
lokið“.13 Hins vegar telur hún bænda-
fólkið, karla og konur, hafa bestu eigin-
leikana og sjá borgunum stöðugt fyrir
nýju blóði en ef spilling borgarmenning-
arinnar næði út í sveitirnar myndu
„frumkraftar mannkynsins" deyja út.14
Sveitasæla í stað borga
Iðnaðarsamfélög voru talin fæða af sér al-
menna fátækt og kjör þeirra fátæku
leiddu svo til þess að fólk hrörnaði miðað
illa við borgar- og iðnaðarsamfélög og
það sem helst einkenndi skrif hans er
ættjarðarsöngur, heitstrenging og hetju-
dýrkun fornmanna.16 Skólar voru að hans
mati afar mikilvæg uppeldisstofnun.
Þótti honum nauðsynlegt að staðsetja þá
í sveitunum því þannig mætti útiloka
spillingu bæjanna og skaðlegar fýrir-
myndirnar sem væru þar. Jónas lagði
áherslu á að óhóf og iðjuleysi kallaði á
úrkynjun og ráðlagt væri að skylda alla
nemendur til erfiðisvinnu að minnsta
kosti tvo tíma á dag. I einni grein sinni í
Kynblönduð lágstéttarkona.
Mikið kynblandaður glœpamaður
Kvenréttindamál voru einnig til um-
ræðu og fleiri en Steingrímur héldu því
fram að konur væru að missa móður-
hæfileikann. Árið 1915, sama ár og ís-
lenskar konur fá kosningarétt, birtist
þýddur fýrirlestur norskrar konur Huldu
Garborg í Rétti, tímariti um félagsmál og
mannréttindi. Hún hefur miklar áhyggj-
ur af því að þróunin í kvenréttindamál-
um í bæjunum verði til þess að konur af-
neiti kveneðh sínu. Telur hún afleiðing-
amar vera þegar komnar á flugskrið, „og
munar með hverri kynslóð, ef eigi er
rönd við reist, þangað til móðureinkunn-
lr og ástarhneigðir kvenna eru dofnaðar
við fýrri kynslóðir. Fólki varð að forða
frá þessum örlögunum jafnvel þótt það
kæmi niður á hagvextinum, líffræðileg
rök voru mikilvægari.15 Hugmyndir um
að hreina kynstofna væri að finna upp til
sveita komu mjög til umræðu. Slikar
hugmyndir féllu í góðan jarðveg á Islandi
enda þorri landsmanna uppalinn í sveit.
Jónas Jónsson frá Hriflu lét ekki sitt
eftir liggja í umræðunni en rétt eins og
margir aðrir samtímamenn hreifst af
fræðum um mannkynbætur. Jónas var
einn helsti leiðtogi þeirra afla sem vildu
sporna gegn vexti þéttbýlis og hverskon-
ar stóriðju í atvinnurekstri. Honum var
Skinfaxa nefnir hann aldagamlar hug-
myndir Lamarcks nokkurs um lögmál
áreynslu og iðjuleysis.
Samkvæmt þessum lögum er hveiju
líffæri og lifandi veru, sem starfar,
vinnur reynir á sig, innan hæfilegra
takmarka, spáð þroska og langlífi að
launum. En að sama skapi eru laun
iðjuleysis, afturför, úrkynjun og út-
dauði.17
„Yfirstéttimar“ áttu mesta hættu á að úr-
kynjast vegna áreynsluleysis en „lágstétt-
ir“ borganna vegna þrengsla, sólarleysis
og af daunillu lofti. Niðurstaðan gat ekki
SAGNIR 65