Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 4
föstudagur 21. september 20074 Fréttir DV
Sandkorn
n Framsóknarmaðurinn og borg-
arfulltrúinn fyrrverandi Alfreð
Þorsteinsson ákvað að gera sér
ekki mikla rellu út af því að Guð-
laugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra
skyldi víkja
honum frá
því að stjórna
byggingu
nýs sjúkra-
húss Land-
spítalans. Í
stað þess að
ergja sig á
málinu hélt hann til veiða. Í gær
stóð Alfreð svo vaktina, ekki í
framkvæmdanefnd um byggingu
hátæknisjúkrahúss, heldur úti í
Brúará í Árnessýslu.
n Alfreð Þorsteinsson og Guð-
laugur Þór Þórðarson elduðu
gjarnan grátt silfur þegar báðir
voru borgarfulltrúar. Þá fór sér-
staklega fyrir brjóstið á Guðlaugi
Línu.Nets-ævintýri Orkuveit-
unnar og
kostnaðar-
söm bygging
Orkuveitu-
hússins sem
fór langt fram
úr kostnað-
aráætlun-
um og vakti
því furðu að
Alfreð, sem stjórnaði því verki,
skyldi eiga að stýra byggingu nýs
spítala. Það hefur Guðlaugur Þór
nú komið í veg fyrir.
n Leiðin sem Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðisráðherra
fór til að losna við Alfreð Þor-
steinsson sem aðalmanninn í
nýrri byggingu hátæknisjúkra-
húss er gömul og þekkt. Frekar en
að reka manninn er ráðist í skipu-
lagsbreytingar. Þannig stendur
nú engin framkvæmdanefnd að
byggingu
sjúkrahússins
heldur færist
hún annað.
Vandinn
leystur. Davíð
Oddsson
beitti þessari
aðferð stund-
um, eins og
þegar hann lagði niður Þjóðhags-
stofnun og losnaði þannig við
gagnrýni hennar.
n Stjórnarþingmaðurinn Árni
Johnsen segir mótvægisaðgerðir
ríkisstjórnarinnar vegna niður-
skurðar á kvóta vera óboðlegan
dónaskap og bendir á að fleiri
þjáist en Vestfirðingar. Dulnefnis-
bloggarinn Mengella snýr dæm-
inu við og
spyr hvers
vegna verð-
launa eigi
kvótaeig-
endur fyrir
að kaupa
köttinn í
sekknum.
Hann bendir
á að útgerðarmenn tækju því vart
þegjandi að fá á sig auknar álögur
ef kvótinn yrði aukinn, bara af því
að þeir hefðu efni á því.
n Fáir þingmenn landsins eru
jafn önnum kafnir og þeir sem
sitja í fjárlaganefnd Alþingis nú
þegar styttist í að Árni M. Mathie-
sen fjármálaráðherra kynni fjár-
lagafrumvarp sitt. Áður en það
frumvarp
lítur dagsins
ljós eru sveit-
arstjórnar-
menn og aðr-
ir þó á fullu
að fá fram
breytingar á
frumvarpinu
þrátt fyrir að
það hafi ekki enn litið dagsljósið.
Gunnar Svavarsson, formaður
nefndarinnar, og aðrir nefndar-
menn hafa því nóg að gera þessa
dagana.
PDF af baksíðu 2. maí 2007
DV11573200907
DV11572200907
Umfjöllun DV 2. maí
Valgeir
Reyndur lögmaður segir orðróm lengi hafa gengið meðal lögmanna um barnagirnd
Róberts Árna Hreiðarssonar héraðsdómslögmanns. Fyrrverandi sundlaugarstarfs-
maður segir Róbert hafa berað sig við stúlkur í sturtuklefa. Róbert getur misst lög-
mannsréttindin verði hann sekur fundinn.
Lengi grunaður um
afbrigðiLegar hvatir
Tjáir sig ekki róbert
Árni Hreiðarsson
neitaði að tjá sig við
Jóhannes Kr. Kristjáns-
son ritstjóra Kompáss.
Lögmannsstofan róbert Árni hefur starfað á
lögmannsstofu í Hafnarstræti 20. Nafn hans prýddi
glugga skrifstofunnar þar til fyrir örfáum dögum.
„Ég hef heyrt þann orðróm mjög
lengi að hann sæki í unglingsstúlk-
ur og það fer af honum það orð að
hann sé perri. Hann hefur alls ekki
gott orð á sér miðað við að vera lög-
maður,“ segir mjög reynslumikill
lögmaður um Róbert Árna Hreið-
arsson héraðsdómslögmann. Orð-
rómur um barnagirnd Róberts Árna
hefur lengi verið kreiki, meðal ann-
ars vegna ferða hans til Tælands og
gruns um að hann hafi verið í fé-
lagsskap vafasamra manna. Um
tíma rak hann einnig nektarstaðinn
Þórskaffi.
Grunsemdir um kenndir Ró-
berts Árna hafa ekki eingöngu ver-
ið meðal lögmanna. Fyrrverandi
starfsmaður í Laugardalslaug sagði
DV frá því hvernig hann hefði seint
á áttunda áratug síðustu aldar rekið
Róbert Árna burt frá lauginni, eftir
að hann hafði berað sig fyrir framan
þrjár ungar stúlkur í kvennaklefan-
um. Þegar starfsmenn heyrðu óp í
stúlkunum var Róbert Árni að sögn
kominn fram á gang og aðeins með
handklæði vafið um sig miðjan.
Hann neitaði allri sök. Róbert Árni
mun hafa kynnt sig sem lögfræðing
og þetta væru alvarlegar ásakanir á
hendur honum. Þegar starfsmaður-
inn sagðist ætla að kalla lögregluna
til mun Róbert Árni hafa lofað að
þetta gerðist ekki aftur.
Ósáttur við ákæruna
Ríkissaksóknari ákærði Róbert
Árna fyrir kynferðisbrot gegn fjór-
um stúlkum, líkt og DV sagði frá 2.
maí. Róberti er gefið að sök að hafa
tælt stúlkurnar til kynlífs við sig,
meðal annars í gegnum MSN-sam-
skiptaforritið. Honum er gefið að
sök að hafa villt á sér heimildir og
þóst vera sautján ára piltur og kall-
aði sig Rikki.
Yngsta fórnarlamb Róberts Árna
er stúlka sem var fjórtán ára þegar
meint brot voru framin. Hinar stúlk-
urnar voru örlítið eldri. Róbert sagði
í samtali við DV í maí síðastliðnum,
skömmu eftir að ákæran gegn hon-
um var þingfest fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur, að hann væri ósáttur
við hana. „Mér finnst hún röng,“
sagði hann. Róbert Árni kvaðst hafa
kynnst stúlkunum í einkalífi sínu
og þvertók fyrir að um nokkra mis-
notkun hefði verið að ræða. Róbert
Árni kynntist stúlkunum í gegn-
um netið, en hann fullyrðir að ein
þeirra hafi haft samband við sig að
fyrra bragði. Í viðtali við DV í fyrra
viðurkenndi hann jafnframt að hafa
haft kynmök við eina af stúlkunum,
en neitaði því alfarið að hafa blekkt
hana eða viðhaft nokkuð óeðlilegt
athæfi í málinu.
Keypti kynlífsþjónustu
Róbert Árni er ákærður
fyrir mörg brot gegn fjór-
um stúlkum. Ákæran birtist
í fréttaskýringaþættinum
Kompási á Stöð 2 í vikunni
þar sem fjallað var um mála-
ferlin gegn Róberti Árna og
þá staðreynd að hann hefur
tekið að sér að verja ákærða
kynferðisbrotamenn meðan
hann sjálfur sætir ákæru.
Í ákærunni er Róberti Árna
meðal annars gefið að sök að hafa
hitt fjórtán ára gömlu stúlkuna tví-
vegis í kyrrstæðum bíl á höfuð-
borgarsvæðinu, eins og fram kom
í fréttaskýringaþættinum Kompási
í vikunni. Í fyrra skiptið hafði hann
við hana bæði óbeint og beint sam-
ræði. Í það seinna fróaði hann sér
yfir henni og lét hana að auki fróa
sjálfri sér með gerfilim. Þá kemur
fram í ákærunni gegn honum að
í júlí árið 2005 sýndi hann sömu
stúlku lostugt og ósiðlegt athæfi
með því að senda henni ljósmyndir
af nöktum karlmanni að fróa sér.
Þá er hann sakaður um að hafa
um fimmtán sinnum tælt aðra
stúlku sem þá var fimmtán ára,
meðal annars með því að greiða
henni peninga gegn kynlífi. Í fyrstu
skipti sem hann hitti hana hafði
hún við hann munnmök, en síðar
höfðu þau samræði. Í fyrsta skiptið
sem hann hafði kynmök við stúlk-
una afhenti hann henni og vinkonu
hennar nokkur þúsund krónur fyrir.
Eftir það greiddi hann henni allt að
tuttugu þúsund krónur fyrir hvert
skipti. Róbert er einnig sakaður um
að hafa greitt stúlku fyrir að sýna
brjóst sín og fróa sér í gegnum vef-
myndavél á meðan þau áttu í sam-
skiptum í gegnum spjallforrit.
Sendi peninga og vildi kynlíf
Sumar stúlknanna höfðu ánetj-
ast eiturlyfjum og áttu við önnur
vandamál að stríða. Róbert Árni
er grunaður um að hafa notfært
sér þessa veiku stöðu stúlknanna.
Fyrsta málið kom upp í Keflavík fyr-
ir tæpum tveimur árum og þegar
rannsókn þess hófst kom mál hinna
stúlknanna í ljós.
Þegar Róbert Árni framdi þessi
meintu brot, var ólöglegt að hafa
kynferðismök við börn yngri en
fjórtán ára. Lögunum var breytt á
Alþingi nú í mars þegar fumvarp
um kynferðisbrot sem dómsmála-
ráðherra lagði fram var samþykkt.
Það felur í sér að aldurinn hækk-
ar upp í fimmtán ár. Í málinu gegn
Róberti Árna verður þó miðað við
fjórtán ára aldur, þar sem brotin
voru framin áður en nýju lögin tóku
gildi.
„Þetta mál er mjög erfitt, fyrst og
fremst vegna fjölskyldunnar, barn-
anna og vegna starfsins,“ sagði Ró-
bert Árni í samtali við DV 2. maí.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjöl-
miðla hefur Róbert Árni ekki viljað
tjá sig opinberlega um málið síðan
þá. Eins og fram kom í Kompási,
föluðust fréttamenn eftir viðtali við
Róbert, en hann neitaði að tjá sig
um ákæruna.
Mikið af barnaklámi
Róbert Árni er jafnframt ákærð-
ur fyrir að hafa haft undir höndum
umtalsvert magn barnakláms. Árið
2005 lagði lögregla hald á barna-
klám úr vörslu hans. Á heimili hans
fundust nokkrar myndbandsspól-
ur sem sýndu börn á klámfeng-
inn hátt. Þá fundust rúmlega tvö
hundruð klámfengnar ljósmynd-
ir af börnum, bæði á hörðum diski
í tölvu á heimili hans og í tölvu á
vinnustað hans.
Það hefur vakið athygli vegfar-
enda við Lækjartorg undanfarið að
nafn hans hefur verið fjarlægt úr
glugga á vinnustað hans.
Ver aðra níðinga
Róbert Árni hefur haldið áfram
lögmannsstörfum síðan mál-
ið kom upp. Eftir að hann
sætti ákæru fyrir kynferðis-
brot gegn stúlkunum hefur
hann meðal annars tekið að
sér að verja nokkra meinta
kynferðisbrotamenn fyrir
rétti. Þann 5. september síð-
astliðinn var Róbert Árni til
að mynda verjandi manns í
lokuðu þinghaldi í Héraðs-
dómi Vestfjarða. Maður-
inn var ákærður fyrir kyn-
ferðisbrot gegn börnum. Í starfi
sínu sem verjandi meintra barna-
níðinga er Róberti Árna heimilt
að vera viðstaddur skýrslutöku af
börnum.
Í annarri grein í siðareglum
Lögmannafélags Íslands um góða
lögmannshætti almennt segir að
lögmaður skuli gæta heiðurs lög-
mannastéttarinnar, jafnt í lög-
mannsstörfum sínum sem og öðr-
um athöfnum. Ingimar Ingason,
framkvæmdastjóri Lögmannafé-
lagsins, segir að ekki hafi verið tekin
afstaða til málsins ennþá. Málið er
hins vegar á dagskrá félagsins. „Við
munum ræða málið á stjórnarfundi
þann 27. september.“ Það er degi
eftir að dómur fellur í máli Róberts
Árna. Viðurlög við alvarlegum brot-
um á siðareglum Lögmannafélags-
ins geta varðað sviptingu lögmanns-
réttinda. „Ef lögmenn fá dóm sem
nær því að þeir hafa ekki óflekkað
mannorð á eftir hafa þeir ekki tök á
því að fá réttindin aftur fyrr en þeir
hafa hlotið uppreisn æru.“
Dómur í máli Róberts Árna
verður kveðinn upp í Héraðsdómi
Reykjavíkur miðvikudaginn 26.
september.
VaLgeiR ÖRn RagnaRSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Róbert Árni Hreiðarsson héraðs-
dómslögmaður hefur verið ákærður
af ríkissaksóknara fyrir kynferðisbrot
gegn fjórum stúlkum. Sú yngsta er
fjórtán ára og hinar þrjár litlu eldri.
„Ég er ósáttur við ákæruna, finnst
hún vera röng,“ segir Róbert Árni
en ákæran var þingfest fyrir stuttu.
Hann segist ekki hafa tekið afstöðu
til ákærunnar fyrir dómi og eiga eft-
ir að fá sér lögmann til þess að verja
sig. Aðspurður segist hann ekki ætla
að verja sig sjálfur. Róbert segir stúlk-
urnar ekki hafa verið skjólstæðinga
sína heldur hafi hann kynnst þeim
í sínu einkalífi. Hann segist yfirleitt
hafa kynnst þeim í gengum internet-
ið en þó ekki í öllum tilfellunum og
segir hann allavega eina þeirra hafa
haft samband við sig að fyrra bragði.
„Þetta mál er mjög erfitt, fyrst og
fremst vegna fjölskyldunnar, barn-
anna og vegna starfsins,“ segir Ró-
bert Árni.
Heimildir DV herma að Róbert
Árni hafi notfært sér bága stöðu
stúlknanna en einhverjar þeirra voru
fastar í viðjum fíkniefna og er hann
grunaður um að hafa nýtt sér þörf
þeirra fyrir peninga. Ýmist er hann
grunaður um að hafa greitt þeim fyr-
ir einhvers konar kynlífsþjónustu eða
fyrir að hafa sent þeim peninga og
síðan viljað kynlífsgreiða í staðinn.
Fyrsta málið kom upp í Keflavík fyr-
ir um einu og hálfu ári og vatt rann-
sókn þess máls upp á sig og komu
þrjú önnur mál upp á yfirborðið.
Heimildir segja að Róbert hafi verið í
sambandi við stúlku á Suðurnesjum
í gegnum samskiptaforritið MSN og
hafi í framhaldinu ekið til Keflavík-
ur og hitt hana. Kæra barst einhverju
síðar.
Þegar meint brot voru framin var
ólöglegt að hafa samræði eða önnur
kynferðismök við börn yngri en fjór-
tán ára. Lögunum var þó breytt á Al-
þingi nú í mars þegar samþykkt var
frumvarp dómsmálaráðherra um
kynferðisbrot og var aldurinn hækk-
aður upp í fimmtán ár. Í máli Róberts
verður þó miðað við fjórtán ára ald-
urinn þar sem brotin voru framin
fyrir lagabreytingarnar.
Aðspurður sagðist Róbert ekki
muna hvaða lagagreinar almennra
hegningarlaga hann er ákærður fyr-
ir að brjóta, né heldur hversu margar
þær eru.
„Má ég fara að mála núna,“
spyr Daníel Ólafur Spano, þriggja
ára íbúi í Grjótaþorpinu í miðbæ
Reykjavíkur. Daníel hefur tekið ást-
fóstri við þá iðju að mála yfir veggja-
krot í miðborginni.
Faðir hans, Stefán Cramer, segir
Daníel fylgjast grannt með því hvort
búið sé að krota á veggina í nágrenni
við heimili þeirra. „Hann hleypur
oft fyrir hornið á morgnana, áður en
lagt er af stað í leikskólann, og vill
sjá hvort búið sé að krassa á vegg-
inn,“ segir Stefán. „Ef það er búið að
krota á vegginn heimtar hann að fá
að mála yfir það.“
Stefán telur að Daníel ungi hafa
heyrt sig blóta yfir veggjakrotinu í
miðbænum og hreinlega ákveðið
ð taka málin í sínar hendur. „En
það er náttúrulega algjör skandall
hvernig miðbærinn er orðinn,“ seg-
ir Stefán.
Daníel Ólafur lætur málið sig
miklu varða og hefur nokkrar
áhyggjur af því að þeir sem krota
á veggina séu kannski hættulegir
náungar. „Hann spurði nágranna
okkar um daginn hvort hann hafi
séð strákana sem krota á veggina,
og hvort hann væri ekki örugglega
stærri og sterkari en þeir,“ segir Stef-
án. „Nágranninn sagðist nú ekki
vera alveg viss, en sennilega réði
hann nú við veggjakrotarana.“
Á síðasta ári varði Reykjavík-
urborg um 30 milljónum króna til
þess að laga til eftir veggjakrotar .
Á þessu ári er reiknað með því að
bæta um betur og verja 100 milljón-
um til verksins. Borgin málar þó að-
eins yfir eigin eignir, húseigendur
verða sjálfir að standa straum af því
tjóni sem þeir verða fyrir, enda er
ekki hægt að tryggja sig gegn krot-
inu.
Í lögum telst veggjakrot vera
eignaspjöll og því lögbrot. Sam-
kvæmt almennum hegningar-
lögum eru viðurlögin við því að
skemma eigur annarra með þess-
um hætti, sektir eða fangelsi allt að
tveimur árum. Í síðasta mánuði var
svissneskur maður dæmdur í tíu
ára fangelsi í Tælandi fyrir veggja-
krot. Það var þó á þeim forsendum
að með kroti sínu hafi maðurinn
móðgað Tælandskonung, en það
telst alvarlegt brot.
sigtryggur@dv.is
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 Dagbl
aðið vísir stofnað 1910
Fréttaskot
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem
leiðir til frétta.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.0
00 krónur.
Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir be
sta fréttaskot hvers mánaðar.
Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir be
sta fréttaskot mánaðarins.
Sómi er af Daníel Ólafi...
LÖGMAÐUR ÁKÆRÐUR
FYRIR KYNFERÐISBROT
Daníel Ólafur spano
Þriggja ára þolir ekki veggjakrot
Þrettán ára þjófar
Í gærkvöldi var brot-
ist inn í á alda-
geymslu Hita-
veitu Suðurnesja
við Bakkastíg. Lö-
greglan á Suður-
nesjum fór þegar
á staðinn og stóð
þar þrjá 13 ára pilta að
verki við það að reyna að
brjótast inn í geymsluna.
Drengirnir voru færðir á lögreglu-
stöðina og sóttir þangað af for-
eldrum.
Klipptu
tuttugu númer
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
in hélt áfram að klippa númer
af óskoðuðum og ótryggðum bif-
reiðum í nótt. Að þessu sinni var
klippt af tuttugu bílum þar sem
eigendur þeirra höfðu ekki sinn
skyldu sinni þrátt fyrir ítrekanir af
hálfu tryggingafélaga og lögreglu.
Listinn yfir óskoðaðar og ótryggð-
ar bifreiðar er langur. Lögreglan
hvetur ökumenn til að taka sig
á í þessum efnum því það getur
verið kostnaðarsamt ef númer er
klippt af.
Bush beitir
neitunarvaldi
Vilji meirihluta bandarískra þing-
manna um setja ströng skilyrði fyrir
auknum fjárveitingum til hernaðar-
starfa í Írak verð-
ur ekki ofan á.
George W. Bush,
forseti beitti í gær
neitunarvaldi
sínu gegn þeirri
ákvörðun þings-
ins að fjárveiting-
in yrði háð því að
föst dagsetning
yrði sett á brotthvarf hersins frá Írak.
Forsetinn heftur ávallt haldið því
fram að það yrðu afdrífarík mistök
ef ákveðin dagsetning yrði fest í lög.
Þetta var í annað skiptið síðan Bush
tók við forsetaembættinu að hann
beitti neitunarvaldinu.
ræður bót á veggjakroti Daníel Ólafur Spa
no, þriggja ára, lætur ekki sitt eftir liggja o
g heimtar að fá að fara út og mála yfir
veggjakrot í Grjótaþorpinu í miðborg Rey
kjavíkur. Daníel hefur tekið sérstöku ástfó
stri við þrjá veggi í miðborginni og gerir s
ér far
um það að athuga á morgnana hvort búið
sé að krota á þá.
Óttuðust ekki
aðstæður
Tveir stangveiðibátar urðu vélar-
vana á Skutulsfirði er þeir áttu
skamma leið eftir í höfnina við Suð-
ureyri. Alls voru á siglingu saman
8 nýsmíðaðir stangveiðibátar frá
Akureyri til Suðureyri. Fyrirtækið
Hvíldarklettur ehf. rekur þar um-
svifamikla ferðaþjónustu og festi
fyrirtækið kaup í 22 bátum nýver-
ið. Bátarnir 8 voru þeir fyrstu se
afhentir voru. Einn þeirra varð vél-
arvana og kom annar bátur til að-
stoðar með því að taka hann í tog.
Vildi ekki betur til en svo að hinn
báturinn varð líka vélarvana. Björg-
unarskipið Gunnar Friðriksson frá
Ísafirði var sent á vettvang og sigldi
með bátana í togi inn til hafnar á
Ísafirði. Bátarnir eru sjö og hálfur
metri á lengd og tveir og hálfur á
breidd og hafa 160 hestafla vélar.
Einn maður var í hvorum bát og
hvorugan sakaði við atvikið.
Lárus Jóhannsson, vakstjóri
Landhelgisgæslunnar, segir tilkynn-
ingu hafa borist til Vakstöðvar sigl-
inga rétt fyrir miðnætti í gær. Hann
segir að veður hafi verið gott til
björgunar. „Það var ekki mikil hætta
á ferðum og björgunin gekk vel fyrir
sig. Það er alltaf gott þegar vel tekst
til og ekki verða slys á fólki,“ segir
Lárus.
Elías Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hvíldarkletts, er
ánægður með hversu vel björgun-
in gekk. „Þetta var ekkert til að hafa
áhyggjur af. Um var að ræða olíu-
stíflu í báðum bátunum. Það var
stutt í land og björgunarskipið dró
þá síðustu kílómetrana. Það er mildi
að ekki fór verr. Ég held að menn-
irnir hafi ekki óttast aðstæður,“ segir
Elías.
Héraðsdómur reykjavíkur Málið
gegn Róberti Árna var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stuttu.
Vill flýta
kosningum
Það er útlit fyrir að Tyrkir muni
ganga að kjörborðum í sumar. Recep
Erdogan, forsætisráðherra landsins
hy gst leggja það
til við þingið í
dag að kosning-
unum verði flýtt
um nokkra mán-
uði. Hann mun
einnig gera það
að tillögu sinni
að þjóðin kjósi
framvegis um
forseta landsins en ekki þingmenn.
Ástæðan er ákvörðun stjórnarskrár-
réttar landsins um að fella úr gildi
kjör þingsins á Abdullah Gul í for-
setaembættið.
„Þetta mál er mjög
erfitt, fyrst og fremst
vegna fjölskyldunnar,
barnanna og vegna
starfsins.“
HjörDís rut sigurjÓnsDÓttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
2. Maí.