Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Page 14
Í skýrslu ríkissaksóknara sem
lögð var fram í sumar voru settar
fram niðurstöður starfshóps
sem falið var það verkefni að
kanna meðferð nauðgunarmála,
rannsókn mála og ákærumeðferð á
árunum 2002 til og með 2006.
Á þessu fimm ára tímabili bárust
ríkissaksóknara alls 156 kærumál
vegna nauðgana. Í þeim var gefin
út ákæra í 51 máli og voru því 105
nauðgunarmál felld niður. Eitt af
hverjum þremur málum leiddi
samkvæmt þessu til ákæru og tvö af
hverjum þremur málum voru látin
niður falla.
Ef einungis er horft til niður-
stöðu dómstóla í þeim málum sem
ákært var í kemur í ljós að á tíma-
bilinu sem var til skoðunar hafði
verið ákært í 51 máli. Sakfellingar-
dómar voru 24, en sýknudómar 20.
Fjórar ákærur útgefnar árið 2006
voru enn ódæmdar þegar skýrslan
kom út.
Ákæruhlutfallið var um 33 pró-
sent og sakfellingarhlutfallið 47
prósent. Ef skoðað er næsta 5 ára
tímabil á undan var ákæruhlut-
fallið lítið lægra, eða um 31 pró-
sent, en sakfellingarhlutfallið ívið
hærra, eða 60 prósent. Í skýrsl-
unni kemur fram að þegar þessar
tölur eru skoðaðar verði að hafa í
huga að nokkur mál frá árinu 2006
voru ódæmd. Auk þess var ólok-
ið tveimur eldri málum, sem að
framan greinir. Þó virðist mega
draga þá ályktun að þróun sé í þá
átt að ákæra í vafatilvikum. Sýknu-
dómum virðist fjölga hlutfalls-
lega.
föstudagur 21. september 200714 Helgarblað DV
alls Niðurfellt Ákært sýknað í
héraðsdómi
sakfellt í
héraðsdómi
Áfrýjað sýknað í
Hæstarétti
sakfellt í
Hæstarétti
Ódæmt í
Hæstarétti
Ár Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi
2002 23 14 9 3 4 4 1 3 0
2003 41 28 13 9 4 4 1 3 0
2004 23 19 4 1 3 3 0 3 0
2005 27 17 10 4 5 2 0 2 0
2006 42 27 15 3 8 8 0 3 5
alls 156 105 51 20 24 21 2 14 5
starfshópurinn miðaði athugun sína við öll kærumál vegna nauðgunar sem bárust ríkissaksóknara á 5 ára tímabili frá 1. janúar
2002 til ársloka 2006. málin reyndust 156 talsins. fjöldi kærumála sem bárust ríkissaksóknara og afdrif þeirra voru sem hér segir:
AFDRIF NAUÐGUNARMÁLA 2002-2006
Ný kynferðisbrota-
deild fengið 118
mál á árinu.
Kynferð-
isbrota-
málum
fjölgar
milli ára
Kynferðisbrotadeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu
var stofnuð um síðustu áramót.
Við hana starfa sex manns, tvær
konur og fjórir karlar. Að sögn
Björgvins Björgvinssonar, yfir-
manns kynferðisbrotadeildar-
innar, var langur aðdragandi að
stofnun hennar. „Það kom í ljós
fyrir nokkrum árum að kynferðis-
brot eru málaflokkur sem kallar á
töluverða sérhæfingu. Málin eru
þess eðlis að þau ganga svo nærri
fórnarlambinu að fá dæmi eru
um annað eins,“ segir Björgvin.
Spurður um árangurinn til
þessa segir Björgvin of snemmt
að dæma um það því erfitt sé að
gera beinan samanburð við fyrri
ár fyrr en deildin hefur starfað í
heilt ár. „Það hefur samt sem áður
komið í ljós að við höfum fengið
til okkar fleiri mál en reiknað var
með í upphafi. Við höfum tekið
á móti 118 málum alls. Af þeim
voru 19 nauðgunarkærur, 36 brot
gegn börnum, 15 mál sem varða
barnaklám sem oftast tengjast
tölvum, 20 mál sem flokkast sem
ýmis blygðunarbrot og 21 mál
sem flokkast undir önnur mál,“
segir Björgvin. „Þessi málaflokk-
ur var áður á herðum ríkissak-
sóknara sem flokkaði málin ekki
nákvæmlega eftir þessum hætti
og gerir það samanburðinn ögn
erfiðari. Þó sýnist mér á heild-
armagni mála að við séum með
fleiri mál heldur en á sama tíma
í fyrra,“ segir Björgvin. Aðspurð-
ur segir hann ástæðuna fyrir
fjölgun málanna sennilega þá að
almenningur hafi meiri tiltrú á
meðferð lögreglunnar á kynferð-
isafbrotamálum. „Ég er með því
að sjálfsögðu að geta í eyðurnar
en það var eitt af helstu mark-
miðum við stofnun deildarinnar
að auka tiltrú almennings á lög-
reglunni þegar kemur að þessum
málaflokki. Ég er að vona að það
hafi á einhvern hátt tekist,“ segir
Björgvin. Hann bendir að auki
á að sú sérhæfni sem deildin
býr yfir skili sér vonandi í því að
ákærum fjölgi. „Hér eru allt sam-
an mjög reyndir rannsóknarmenn
á þessu sviði sem hafa rannsak-
að kynferðisafbrot í langan tíma
og leitað sér sérmenntunar hér á
landi sem erlendis,“ segir hann.
Ein þeirra breytinga sem kom-
ið var á við stofnun deildarinnar
snýr að því hvernig fórnarlömb
kynferðisafbrota eru yfirheyrð.
„Við höfum komið á því verklagi
að allar kærur og skýrslutökur af
brotaþola eru teknar upp á hljóð
og mynd í sérstöku umhverfi sem
við höfum útbúið hér og vonumst
til þess að verði til þess að and-
rúmsloftið sé ekki eins spennu-
þrungið. Þá höfum við tök á að
bregðast strax við ef einhver vill
koma og kæra og reynum að
koma til móts við hans óskir. Í
kjölfarið reynum við einnig, ef
möguleiki gefst, að handtaka
kærða eins fljótt og kostur er.“
Aðspurður segir Björgvin að verk-
lagið hafi ekki verið svona skýrt
áður. Helsta skýringin á því sé að
kynferðisbrotadeildin hafi verið
innan ofbeldisdeildar lögreglunn-
ar sem hafi haft mjög mörg mál á
sinni könnu og því ekki jafnmik-
ið tóm til þess að grípa strax inn í
eins og ástæða sé til.
Skýrsla um meðferð nauðgunarmála:
Tvær af þremur nauðgunarkærum felldar niður
Tæplega 500 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrra. Þriðjungur kom vegna nauðgun-
ar eða afleiðinga hennar. Alþekkt er að nauðgun og önnur kynferðisleg misbeiting hefur
alvarleg áhrif á sálarlíf þolanda. Um 19 prósent skjólstæðinga Stígamóta í fyrra höfðu
gert eina eða fleiri tilraunir til sjálfsvíga. Rúmlega helmingur fórnarlamba hafði hug-
leitt sjálfsvíg. Meðal nauðgaranna voru vinir, kunningjar, feður, afar, samstarfsmenn og
vinnuveitendur. Umfjöllun um nauðganir verður haldið áfram í næsta helgarblaði.
NAUÐGUNARDÓMAR AÐ ÞYNGJAST
„Það er gífurlegur fjöldi mála sem
er felld r niður,“ segir Anna Guðný
Júlíusdóttir héraðsdómslögmaður.
Hún segir sorglegt hversu oft
hún lendi í því að fá inn á borð til
sín nauðgunarmál sem hún viti
fyrirfram að ekki verði ákært í vegna
skorts á sönnunargögnum.
„Nauðgun er yfirleitt þess eðlis að
aðeins tveir eru til frásagnar. Þetta er
þá orð gegn orði,“ segir hún. Því lenda
margir í því að vera nauðgað en horfa
síðan upp á ofbeldismanninn ganga
út, lausan allra mála.
Sjálfsvígstilraunir
Tæplega 500 einstaklingar leit-
uðu til Stígamóta í fyrra. Þar af voru
um 270 sem leituðu sér aðstoðar í
fyrsta skipti. Þriðjungur kom vegna
nauðgunar eða afleiðinga hennar.
Alþekkt er að nauðgun og önnur
kynferðisleg misbeiting hefur
alvarleg áhrif á sálarlíf þolanda.
Um 19 prósent skjólstæðinga
Stígamóta í fyrra höfðu gert eina
eða fleiri tilraunir til sjálfsvíga.
Rúmlega helmingur fórnarlamba
hafði hugleitt sjálfsvíg.
Mikill meirihluti, eða um 75
prósent, þeirra sem leituðu til
Stígamóta í fyrra vegna nauðgunar
þekktu misindismanninn. Meðal
nauðgaranna voru vinir, kunningjar,
feður, afar, samstarfsmenn og
vinnuveitendur.
Undarlega mikil áhersla er á það
í réttarkerfinu að meta alvarleika
nauðgana út frá líkamlegum áverk-
um. Anna Guðný bendir á að þeir
séu oft minnsta tjónið út frá sjónar-
hóli þess sem nauðgað var.
Af hverju nauðga karlar?
Guðrún Margrét Guðmunds-
dóttir mannfræðingur gerði nauð-
ganir að rannsóknarefni sínu í
lokaverkefninu Af hverju nauðga
karlar? Þar skoðaði hún sérstaklega
íslenska löggjöf og komst að þeirri
niðurstöðu að í henni sé kynja-
slagsíða þar sem halli á konur.
„Það er ekki orsakasamband
á milli nauðgunar og kæru,“ seg-
ir Guðrún. Hún bendir á að afar
lágt hlutfall kvenna kæri ofbeldis-
menn sína. Áætlað er að í Evrópu
séu nauðganir aðeins tilkynntar í 1
til 12 prósentum tilfella. Af þessum
fáu tilfellum enda enn færri með
sakfellingu og í þeim undantekn-
ingartilfellum sem nauðgarar fá
dóm eru þeir vægir.
Stígamótakonur segjast vita að
lágt hlutfall kvenna sem þangað
leita vegna nauðgunar leiti réttar
síns. Þær telja ástæðurnar meðal
annars vera þær að þær veigri
ErlA HlynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Meðal nauðgaranna
voru vinir, kunningjar,
feður, afar, samstarfs-
menn og vinnuveit-
endur.
Hækka lágmarkið anna guðný Júlíusdóttir vill fá fram lögbundið lágmark nauðgunardóma.