Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 17
70 ára ártíð Ravels
Franski meistarinn Désiré N´Kaoua minnist sjötugustu ártíðar Maurice
Ravels með heildarflutningi píanóverka hans í Salnum á morgun kl. 17 og
á sama tíma á sunnudag. N’Kaoua var nemandi Marguerite Long sem
hafði lært hjá Ravel og er hann einn af mjög fáum sérfræðingum í tónlist
Ravels. Jónas Ingimundarson flytur stutt formálsorð á hvoru tveggja
tónleikunum um Ravel og verkin sem eru á efnisskránni. Miðaverð er
2.000 kr. en 1.600 kr. fyrir 67 ára og eldri, námsmenn og öryrkja.
DV Menning föstudagur 21. september 2007 17
Hrund fékk
Barnabóka-
verðlaunin
Hrund Þórsdóttur hlýtur
Íslensku barnabókaverðlaunin
árið 2007 fyrir bók sína Loforðið
en greint var frá þessu í fyrradag.
Að mati dómnefndar lýsir
sagan á einstakan hátt þeim
tilfinningum sem bærast
með ellefu ára stelpu sem
verður fyrir því að missa bestu
vinkonu sína. Hrund er 26 ára,
menntuð í stjórnmálafræði og
blaðamennsku og starfar hjá
útgáfufélaginu Birtíngi. Loforðið
er fyrsta bók hennar. Verðlaunin
nema 400 þúsund krónum, auk
hefðbundinna ritlauna. Þrettán
handrit bárust í keppnina.
Vatnið og eig-
inleikar þess
„Vatnið og hin duldu skila-
boð þess“ er heitið á bók sem
komin er út hjá Sölku. Höfund-
urinn, japanski vísindamaður-
inn Masaru Emoto, komst að
því eftir áralangar rannsóknir
að vatn skynjar ekki eingöngu
og bregst
við nátt-
úruöflun-
um heldur
líka við
því sem
mannfólk-
ið segir og
gerir. Em-
oto byggir
tilraun-
ir sínar
á myndum sem hann tekur af
kristöllum í frosnu vatni við
ólíkar aðstæður. Bók Emotos
hefur verið þýdd um allan heim
og kenningar hans hafa vakið
gríðarlega athygli og hreyfa
sannarlega við þeim sem bera
umhverfismál og andlega vel-
ferð fyrir brjósti.
Villi naglbítur
með mál-
verkasýningu
Á morgun opnar Vilhelm
Anton Jónsson, einnig þekkt-
ur sem Villi naglbítur, fjórðu
einkasýningu sína. Sýningin
verður í Deiglunni á Akureyri,
en Vilhelm hefur ekki verið
með sýningar í tvö ár. Vilhelm
málar kraftmikil verk, hrá og lif-
andi og þau fjalla um snertingu
og losta. Ekkert verkanna hefur
verið sýnt áður. Sýningin stend-
ur frá kl. 14 á morgun fram til 7.
október.
Lokabókin um Rebus
Sala á bókinni Exit Music eftir Ian Rankin hefst í fyrramálið í verslunum Eymundsson
og í Bókabúð Máls og menningar. Exit Music er síðasta bókin um ævintýri Johns
Rebus í undirheimum Edinborgar en að þessu sinni finnst rússneskt skáld myrt og
fara þá ýmsir draugar fortíðar á stjá. Aðdáendur Rebusar hafa væntanlega beðið
þessarar lokabókar með viðhlítandi eftirvæntingu en Rankin nýtur mikilla vinsælda
meðal íslenskra unnenda glæpasagna, ekki síst eftir að hann heimsótti landið í fyrra.
Bókin Mæling heimsins eftir Daniel Kehlmann kom út á íslensku á dögunum:
FYNDIN MÆLING HEIMSINS
Bókin Mæling heimsins eftir hinn
þýsk-austurríska Daniel Kehlmann
kom út á dögunum í þýðingu Elísu
Bjargar Þorsteinsdóttur. Henni hef-
ur verið hampað í hástert bæði af al-
mennum lesend-
um og mörgum
gagnrýnandanum
og var hún næstmest selda skáldsaga
heimsins á síðasta ári. Þetta er sjötta
bók hins rúmlega þrítuga Kehlmanns
sem var gestur Bókmenntahátíðar í
Reykjavík í síðustu viku.
Mæling heimsins er söguleg
skáldsaga og segir frá tveimur af
virtustu vísindamönnum í sögu
Þýskalands, heimaalningnum
Carl Friedrich Gauss og og
heimsmanninum Alexander von
Humboldt, sem rannsaka heiminn
hvor á sinn máta. Annar fer víða á
jarðarkúlunni, hinn fer ekki út úr
heimahéraði sínu. Byrjun sögunnar í
hinum kafkaísku aðstæðum, þar sem
prófessorinn Gauss reynir að komast
hjá því að fara fram úr rúmi sínu, er afar
fyndin og gefur fyrirheit
um það sem koma
skal. Umfjöllunarefnið
hljómar nefnilega
afskaplega þurrt og lítt til
þess fallið að skemmta
lesandanum – þýskir 19.
aldar vísindamenn að
mæla heiminn – en raunin er önnur.
Sá sem þetta ritar skellti oft upp
úr og getur því fyrir sitt leyti sagt að
Kehlmann hafi tekist það sem hann
sagðist í viðtali við DV í liðinni viku hafa
ætlað sér, að skrifa þýska bók
sem – merkilegt nokk – er
fyndin. En bókin er ekki bara
einhver allsherjar brandari
heldur er að finna í henni
þó nokkrar athyglisverðar
pælingar og punkta. Minnir
hún að mörgu leyti á Birting
Voltaires, jafnvel Don Kíkóta, og varla
leiðum að líkjast. Tíminn verður hins
vegar að leiða í ljós hvort hún muni lifa
jafngóðu lífi og þær.
Kristján Hrafn Guðmundsson
dómur
hins vegar til að taka fleiri skref í
lífinu,“ segir Hlín og svarar aðspurð
að hún skilji algjörlega í góðu við
leikhúsið.
„Okkur Tinnu gekk mjög vel að
vinna saman. Það er ekkert út á
okkar samstarf að setja. Mér hefur
fundist fólk vilja reyna að finna ein-
hverja aðra fleti á þessu máli en ég
held að það sé alveg ástæðulaust.
Ég vinn þannig með fólki að ef ég
er ósammála því þá segi ég það. Og
þá eru hlutirnir bara ræddir. Þannig
var samstarf okkar Tinnu. Við vor-
um alls ekkert alltaf sammála en
við ræddum hlutina. Þegar upp var
staðið fannst okkur það það besta í
þessu samstarfi.“
Klæjaði í fingurna
Hlín hyggur nú á frekara nám
en hún er menntaður leikstjóri og
leiklistarfræðingur. Að þessu sinni
varð meistaranám í bókmenntafræði
við Háskóla Íslands fyrir valinu og
settist Hlín á þann skólabekk nú
í haustbyrjun. „Ég ætla að leggja
áherslu á leikhúsið og skrifa um
íslenskt nútímaleikhús. Það er svo
lítið skrifað fræðilega um leikhús
hér á landi,“ segi Hlín en haft var
eftir henni í fjölmiðlum á dögunum
að hana langaði að skrifa meira.
Hún segir það eiginlega eiga bæði
við skáldskap og fræðileg skrif. „Ég
hef bæði skrifað leikrit og skáldsögu
og hef alltaf haft fræðilegan áhuga.
Þetta hefur alltaf blandast svolítið
mikið saman hjá mér. Mig langar til
dæmis að skrifa meira fyrir leikhús.
Kannski var það líka ástæðan
fyrir því að ég dró mig í hlé frá því
starfi sem ég var í að ég vildi hafa
möguleika á að koma inn í leikhúsið
aftur sem leikritahöfundur og
leikstjóri. Þegar þú vinnur sem
dramatúrg eða listrænn ráðgjafi
hefurðu ekki sömu möguleika því
þú ert það viðriðin stjórn hússins.
Mér fannst það allavega ekki vera
rétt að koma mínum verkum á
framfæri. Ég gaf sjálfri mér frí frá
eigin sköpun þessa þrjá vetur, en
svo fer mann að klæja í fingurna,“
segir Hlín og líkir eftir áslætti á
lyklaborð með bros á vör.
Leikstýrir hjá Stúdentaleikhús-
inu
Eftir að hafa skráð sig í
háskólann hafði Hlín samband við
Stúdentaleikhúsið og bauð fram
krafta sína. Viðbrögðin voru jákvæð
og vinnur leikhópurinn nú að því að
setja upp verk sem Hlín skrifaði fyrir
um áratug en endaði í skúffunni.
„Ég er að endurskoða verkið
núna í samvinnu við leikhópinn
og það er mjög skemmtilegt. Það
heitir Fundaherbergið og fjallar
um fólk sem rekur fyrirtæki sem
selur námskeið í mannlegum
samskiptum, en það sjálft kann
ekkert í mannlegum samskiptum.
Það er svona grunntónninn í
verkinu en það samanstendur af
þremur fundum hjá starfsfólki
fyrirtækisins. Mig minnir að ég hafi
skrifað það eftir óskaplega mikla
fundaþreytu sem hrjáir mjög oft
vinnustaði, kannski sérstaklega
vinnustaði þar sem margir þurfa að
vinna mikið saman og leysa mál, til
dæmis í leikhúsi. Ég hafði verið að
vinna í Borgarleikhúsinu í þrjú ár og
verið á mjög mörgum fundum. Mér
var farið að finnast þessi fundahöld
tilgangslaus, þau drógust á langinn
og fólk var kannski ekki alltaf að tjá
sig um það sem skipti máli. Upp úr
því spratt þessi hugmynd sem síðan
varð að leikriti. Og það sem ég er
að fást svolítið mikið við í þessu er
allt það áreiti sem einn fundur, eða
fundarmenn, geta orðið fyrir. Þetta
var skrifað fyrir tíu árum og þá var
bara einn í hópnum sem var með
farsíma. Nú eru allir með farsíma
og gleyma oft að slökkva á þeim,
allir eru með tölvur og eru að senda
tölvupóst, fólk er að fara fram, fá
sér kaffi, tala um sín persónulegu
mál og svo framvegis. Einbeitingin
fer út um allt, fundirnir verða ekki
skilvirkir og fókusinn á það sem er
aðalatriðið glatast. Krakkarnir lásu
gamla handritið mitt, könnuðust
við þetta allt og sögðu að þetta væri
orðið þúsund sinnum verra í dag.“
Framandi sýningarstaður
Að sögn Hlínar verður leikritið
sýnt í kjallara Norræna hússins
og er frumsýning 26. október.
„Áhorfendurnir koma eiginlega inn
á fund og horfa á þetta fólk funda um
ákveðin málefni,“ segir Hlín. „Þarna
í kjallaranum eru sýningarsalir
fyrir myndlistarsýningar og þetta
er í einum af þeim sölum. Þetta er
ekki mjög stórt, enda ætlum við
þetta bara fyrir 50 til 60 manna
hóp áhorfenda,“ útskýrir Hlín en
þetta er líklega í fyrsta sinn sem
leikrit er sýnt í kjallara Norræna
hússins. Hlín segir hinn nýja
forstjóra hússins, Max Dager, hafa
tekið afar vel í þá hugmynd að
leyfa Stúdentaleikhúsinu að sýna
í Norræna húsinu, enda vilji hann
hleypa nýju fólki og nýju lífi inn í
húsið.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Hlín kemur að starfsemi
Stúdentaleikhússins því árið 1984
stóðu hún og Edda Björgvinsdóttir
að leiksýningu þar sem hét Láttu ekki
deigan síga, Guðmundur. „Ég kom
upphaflega inn í Stúdentaleikhúsið
í kringum 1982 en þá var mikill
uppgangur og mikið fjör. Andrés
Sigurvinsson hafði þá endurvakið
starfsemi þess og það var mjög mikið
af skemmtilegum sýningum sem
voru settar upp á þessum tíma, það
er frá 1982 til ´85, og fékk leikhúsið
meðal annars menningarverðlaun
DV. Það fólk sem er kannski mest
aktívt í íslensku leikhúsi í dag var í
Stúdentaleikhúsinu á þessum tíma,“
segir Hlín og kveðst geta nefnt
fullt af nöfnum í því sambandi, til
dæmis Stefán Jónsson, leikstjóra
í Þjóðleikhúsinu, Þorvald
Þorsteinsson, leikskáld, rithöfund
og myndlistarmann, og Þór Tulinius,
leikara í Borgarleikhúsinu.
Hlín segir ekki mikinn mun á
því að vinna við Stúdentaleikhúsið
núna og fyrir um aldarfjórðungi.
„Aðalatriðið er þessi gífurlegi
áhugi og löngun til þess að gera
skemmtilega hluti saman. Ef það er
einhver munur er það hvað miklu
fleiri hafa margt til brunns að bera
núna, en þó voru þeir margir áður.
Það er mjög ánægjulegt að sjá það
og að vinna með þessu fólki,“ segir
hún.
Þarf að fjárfesta í íslenskri
leikritun
Sumir hafa furðað sig á því
að leiklistarstofnun eins og Þjóð-
leikhúsið, jafnvel Borgarleikhúsið
líka, hafi ekki fastráðin leikskáld
innanborðs. Hlín segir þetta mikið
hafa verið rætt í Þjóðleikhúsinu.
„Ég sat líka í stjórn Leikskáldafélags
Íslands í nokkur ár og þá var stöðug
umræða um þetta í félaginu. Við
fengum meðal annars leikhússtjórana
til að koma og ræða við okkur um
þeirra sýn á íslenska dramatík. Allir
leikhússtjórarnir hafa lýst því yfir að
þeir vilji veg íslenskrar leikritunar
sem mestan, en það er ekki nóg. Það
þarf að setja raunverulegt fjármagn í
það að halda úti leikritaskrifum, hvort
sem það væri með því að fastráða
höfunda í einhvern ákveðinn tíma
eða búa til einhverjar áætlanir fram
í tímann. Ég veit ekki hvernig best
væri að leysa það. Hins vegar má
alveg taka undir þá gagnrýni sem
meðal annars hefur komið fram í
haust á verkefnaval allra leikhúsanna
að hlutur íslenskra leikrita er mjög
rýr, en þó stærstur í Þjóðleikhúsinu.
Ég held að þetta sé bara spurning
um að leikhúsin ákveði að ætla sér að
sinna þessari frumsköpun í einhvern
ákveðinn tíma. Þetta sé ekki svona
tilviljanakennt, kannski þessi og
kannski hinn og kannski þetta, heldur
að leikhúsin ákveði að eyða einhverju
tilteknu fjármagni í íslenska leikritun
næstu fjögur árin og sjá hvað komi út
úr því. Og ég hugsa nú að það sé stutt
í þetta, alla vega í Þjóðleikhúsinu.“
Leikstýrir Dósastöðum
Hlín hefur líka leikstýrt mikið í
gegnum tíðina eins og greint var frá í
upphafi. Hún segir hug sinn standa til
þess að láta einnig til sín taka á þeim
vettvangi, en ekki bara í skrifunum.
„Ég er náttúrlega að leikstýra núna í
Stúdentaleikhúsinu og svo leikstýri
ég verki eftir Steinunni Sigurðardóttur
í Þjóðleikhúsinu næsta vor sem ber
heitið Dósastaðir. Það er allavega
vinnuheitið. Í stuttu máli fjallar
leikritið um það að eiga ekki heimili.
Þetta er mjög frumlegt verk, alls ekki
hefðbundið og ekki raunsæislegt
en í því er fullt af þeim húmor sem
Steinunn er fræg fyrir. Það fjallar um
fólk sem býr í íslensku samfélagi og
á ekki í sig eða á en er samt að reyna
að halda sjálfsvirðingunni. Dósastaðir
er fyrirtæki sem endurvinnur dósir og
aðalpersóna leikritsins er dósasafnari,“
segir Hlín en sú persóna er kvenkyns.
Hlín gefur ekki upp hver muni fara
með aðalhlutverkið né hvaða aðrir
leikarar taki þátt í uppfærslunni. „Ég
má því miður ekkert segja um það
ennþá, enda verður það ekki sýnt fyrr
en næsta haust. Við Steinunn erum
hins vegar byrjaðar að vinna saman,“
segir Hlín en þetta er fyrsta leikrit
Steinunnar fyrir leiksvið.
Kvíðvænleg leikstjórn
Fimm ár eru síðan Hlín setti síðast
upp leiksýningu. „Það er töluvert
langur tími og þegar líður svona langt
á milli finnst manni maður vera á
einhverjum byrjunarreit aftur. En svo
finnur maður mjög fljótt hvað maður
kann, hvað maður hefur í farteskinu.
Reynslan er nefnilega þarna þó
maður hafi ekki notast við hana í
fimm ár,“ segir Hlín og þvertekur ekki
fyrir að það sé jafnvel smá beygur í
sér. „Ég neita því ekki að það er dálítið
kvíðvænlegt. Kannski ekki beygur en
þetta er mjög töff vinna. Að leikstýra
er töff.“
Í ljósi þess að staða Borgar-
leikhússtjóra losnar á næsta ári verður
ekki hjá því komist að spyrja Hlín að
lokum hvort hún ætli að sækja um. „Ég
held ekki,“ segir Hlín og hlær. „Ég hef
sótt reglulega um þessi störf síðustu
tuttugu ár og held að ég sé hætt þessu
umsóknarstandi. Það kæmi mér á
óvart ef ég gerði það.“
Hlín Agnarsdóttir „Okkur tinnu gekk
mjög vel að vinna saman. Það er ekkert
út á okkar samstarf að setja. mér hefur
fundist fólk vilja reyna að finna einhverja
aðra fleti á þessu máli en ég held að það
sé alveg ástæðulaust.“