Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Page 19
Robert Wessman, forstjóri Actavis,
dró upp einn milljarð króna úr vasa
sínum og gaf Háskólanum í Reykja-
vík til að auðvelda honum að komast
í röð fremstu háskóla. Róbert kvaðst
hafa áhuga á starfi háskólans og þekk-
ing væri undirstaða velgengni í fram-
tíðinni. Róbert gladdist. Hann er hæfi-
leikamaður og á heiður skilinn.
Samt eru hér nokkur atriði til um-
hugsunar, sem fyrst og fremst bera
vott um djúpristar og hraðar þjóðfé-
lagsbreytingar. Líklega hefði framlag
úr vasa einstaklings af þessari stærðar-
gráðu vart verið mögulegt fyrir aðeins
fáum árum.
Í fyrsta lagi nefndi Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra, þegar greint var frá rausnarskap
Róberts, að hér væri kominn vísir að
nýrri leið til að afla fjár til þróunar og
starfrækslu háskóla. Vitanlega hlaut
Þorgerður Katrín að vera afar þakklát.
Og því skyldi hún ekki vera það? Því
meir sem Róbert lætur af hendi rakna
til æðri menntunar, því minna mæðir
á buddum skattborgaranna.
Hver „á“ að fjármagna?
Róbert Wessman hlýtur líka að hafa
rétt HR einn milljarð að yfirlögðu ráði.
Sjálfsagt hefur hann skoðað reglu-
gerð númer 483, en þar er tilgreint
hvaða gjafir megi draga frá tekjum. Í
stuttu máli er leyfilegt að draga gjaf-
ir til menningarmála, líknarmála, vís-
indastarfa, trúfélaga og stjórnmála-
flokka frá tekjum og lækka þannig
skattgreiðslur. Í reglugerðinni eru
beinlínis tilgreindar gjafir til byggingar
skólahúsa og reksturs skóla. Þegar Ró-
bert gaf HR einn milljarð króna er að
sjá sem að minnsta kosti 800 milljón-
ir króna af heildarupphæðinni drag-
ist frá tekjum hans. Restin verður víst
hlutur Róberts í HR.
Vera má að Þorgerður Katrín
menntamálaráðherra hafi hugsað
með sér, þar sem hún sat með Róbert,
Svöfu Grönfeldt rektor og fleirum, að
betra hefði verið að fá meira af aurum
Róberts í ríkissjóð. Þá hefði hún sjálf
getað ráðið einhverju um það á Al-
þingi hvernig peningunum væri var-
ið, rétt eins og Alþingi ráðstafar öllu
öðru skattfé án þess að spyrja skatt-
greiðendur beint. Og kannski hafði
hún innra með sér áhyggjur af því að
ör vöxtur háskólanna í krafti kapítals-
ins frá sjóðum stórfyrirtækja og stein-
ríkra einstaklinga yrði til þess að auka
rekstrarkostnað háskólanna. Skatt-
borgararnir borga 60 prósent af árleg-
um rekstrarkostnaði HR og má ætla
að það hlutfall sé hærra í dýfum efna-
hagslífsins.
Ógn við lýðræðið?
En skyldi menntamálaráðherra
hafa hugleitt að með þessum nýju
hneigðum í hagkerfi auðmannanna
færðust áhrif og völd með ógnarhraða
frá kjörnum fulltrúum skattborgar-
anna til þeirra sem eignast hafa auð-
inn. Því peningar eru völd og „mon-
ey talks“. Hefðbundin þýðing á orðinu
„kapítalismi“ er „auðvald“ eða „auð-
valdsstefna“ hafi einhver verið búinn
að gleyma því.
Í stuttu máli. Auðmönnum þyk-
ir vitanlega huggulegra að fá að gefa
samfélaginu brot af auði sínum að
eigin geðþótta heldur en að láta hirða
hann af sér í formi skatta. Það er vitan-
lega hundleiðinlegt eins og skattpínd-
ur almúginn veit sem að mestu hefur
staðið undir skólakerfinu til þessa, líka
með kaupum á happdrættismiðum.
Markaðssinnar halda því að alþýð-
unni að ef menn skattleggi auðmenn-
ina og stórfyrirtækin til jafns við venju-
lega skattborgara fari þeir með auðinn
úr landi. Aldrei hefur hvarflað að þeim
að almúginn hyrfi líka úr landi ef hann
yrði skattpíndur um of. Það er sjálfsagt
að minna þá á að í því felst valdaafsal
að svipta Alþingi smám saman mögu-
leikanum til þess að soga upp fé frá
auðmönnum og endurdreifa því til al-
mannaþarfa. Eftir standa auðmenn-
irnir keikir og reiðubúnir að láta fé af
hendi rakna til menntunar eða lista að
eigin geðþótta. Þeir uppskera orðstír
velvildar og munu njóta vaxandi áhrifa
líkt og höfðingjar á þjóðveldisöld. Það
er kannski það endurgjald sem þeir
vilja fá; viðskiptavild í markaðsþjóðfé-
lagi þar sem allt hefur verðmiða. Æ sér
gjöf til gjalda.
Allir eru þeir eins
Þessi þróun er knúin áfram af
markaðshyggju og frjálshyggju sem
gegnumsýrir veröld þar sem hnatt-
væðing er lausnarorðið og einkavæð-
ing aðgangsorðið. Einar Már Jónsson
hefur lengi fylgst með stjórnmálum
og þjóðfélagsþróun í Frakklandi þar
sem hann býr og starfar. Í bráðmerki-
legri bók, Bréfi til Maríu, segir hann að
einu gildi nú orðið hvort hægrimenn
eða jafnaðarmenn séu við völd. „Þess-
ir svokölluðu vinstri þjóðarleiðtogar
reyndust jafnvel vera enn meiri frjáls-
hyggjudólgar en íhaldsmennirnir á
undan þeim, þeir héldu áfram á sömu
braut, og skiptu bara yfir í hærri gír.
Eftir það hefur í meginatriðum gilt sú
regla, í Frakklandi a.m.k., að sérhver
stjórn sé jafnan meiri frjálshyggju-
stjórn, en sú sem næst var á undan,
og skipti þá engu máli hvað flokkurinn
heiti.“
Á endanum eru þetta átök um völd.
Verða stjórnmálamenn í framtíðinni
að sýna stórfyrirtækjum og auðmönn-
um tilhlýðilega stimamýkt og greið-
vikni til þess að afla fjár til að rekstrar
velferðarkerfisins? Jafnaðarmenn í rík-
isstjórn, sem búnir eru að setja í „hærri
gírinn“, mættu hafa þetta bak við eyr-
að.
Loftmynd Hvítá í Borgarfirði liðast eftir sléttlendinu og birtan getur oft verið sérkennileg. Áin var glitrandi hvít. Ljósmyndari DV var á flugi yfir landinu
á dögunum. DV-MYND ÁSGEIRmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Egill Helgason fær plúsinn fyrir
bókmenntaþátt sinn Kiljan.
Þeir hafa farið vel af stað þó
að annar þátturinn hafi ekki
verið jafngóður og sá fyrsti.
Spurningin
„Allir hafa líklega einhverja fordóma
en við erum almennt á móti þeim,“
segir Dane Magnússon, einn af fimm
stofnendum
félags anti-rasista.
Í gærkvöldi stóð
félagið fyrir
tónleikum til að
vekja athygli á
boðskap sínum
og skapa
umræður. Dane
er frá Jamaíka en
hefur verið
búsettur á Íslandi í 16 ár. Hann er
sáttur og segir flesta Íslendinga án
kynþáttafordóma. Betur megi þó ef
duga skal.
Fordæmið þið
FordÓmA?
Sandkassinn
Mikið óskaplega er gott að sofa
undir berum himni. Þá unaðs-
legu tilfinningu upplifði ég um
daginn. Nei, konan henti mér
ekki út og ég var heldur ekki á
fylliríi. Ég var staddur úti á landi,
í minni heimasveit, þar sem tím-
inn er afstæður og borgarstressið
heyrir sögunni til. Ég var stadd-
ur fjarri tölvum, sjónvörpum
og gsm-símum. Ég var staddur
á gæsaveiðum. Þvílíkur unað-
ur sem það er að kúpla sig burt
frá amstri hversdagsins, leggjast
milli þúfna og lúra.
kyrrðin var eiginlega óþarflega
mikil á köflum. Þegar lítið var
um að vera sváfum við félagarnir
sem ungbörn. Stundum dottuð-
um við í fáeinar mínútur, stund-
um sváfum við í dágóða stund
en í eitt skiptið sváfum við á milli
þúfna svo tímunum skipti. Við
höfðum sofnað um hádegisbilið
en rumskuðum ekki fyrr en það
fór að rigna undir kvöldmat. Ég
vissi reyndar ekkert hvað klukkan
var þá, en fann
að ég hafði sof-
ið heilan svefn.
Veiðin var eðli
málsins sam-
kvæmt engin
en gervigæs-
irnar stóðu
sína pligt í
túnjaðrinum.
Kyrrðin var algjör og okkur leið
dásamlega þegar við keyrðum
úthvíldir heim eftir 12 tíma legu
milli þúfna.
Ég er æðislega áhugasam-
ur um veiðar, sem er svo sem
ágætt í september og október.
Aðra tíma ársins er átakanlegt
að vera veiðimaður í landi þar
sem lítið sem ekkert er hægt að
veiða 9 mánuði ársins. Sérstak-
lega þegar maður býr í borg þar
sem bráðin flýgur í friðhelgi
fyrir framan þig allan liðlangan
daginn. Ég þurfti meira að segja
að nauðhemla um daginn til að
keyra ekki yfir gæsir sem voru á
gangi yfir Sæbrautina.
Þvílík Þvæla. Ég gæti trúað að
mér líði eins og konu sem leggst
með bónda sín-
um síðla hausts.
Fyrstu mánuðir
meðgöngunn-
ar eru ekki svo
erfiðir en eftir
því sem vetur-
inn líður verður
biðin óbæri-
legri. Að lokum
er maður alveg
að springa og getur ekki beðið
eftir því að komast á veiðar, líkt
og konan sem getur ekki beðið
eftir að barnið komi í heiminn.
Stóra stund veiðimannsins er
þó væntanlega öllu notalegri en
fæðingin sem konan gengur í
gegnum. Eða hvað?
Baldur Guðmundsson
svaf úti um daginn
Í mjúkum faðmi
fjármagnsins
JÓHAnn
HAuksson
útvarpsmaður skrifar
„Verða stjórnmálamenn í framtíðinni
að sýna stórfyrirtækjum og auðmönn-
um tilhlýðilega stimamýkt og
greiðvikni til þess að afla fjár
til að rekstrar velferðarkerf-
isins? Jafnaðarmenn í
ríkisstjórn, sem búnir eru
að setja í „hærri gírinn“,
mættu hafa þetta bak við
eyrað.“
DV Umræða föstuDAgur 21. septeMBer 2007 21
DV fyrir
25 áruM