Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 22
Þolir ekki að tapa róbert wessman NærmyNd föstudagur 21. september 200722 Helgarblað DV Róbert Wessman, forstjóri Acta- vis, gaf Háskólanum í Reykjavík á dögunum einn milljarð króna sem hann reiddi fram í einu lagi úr eigin vasa. DV dró af því til- efni upp nærmynd af manninum og komst að raun um að nánustu vinir hans og sam- starfsmenn eru ein- róma um að Róbert sé góður drengur og hógvær, gríðarlegur keppnismaður sem þolir ekki að tapa. Hann er með ein- dæmum skipulagð- ur og afkastamikill og gerir miklar kröf- ur til sín sem og sam- starfsfólks. „Róbert er fyrst og síðast trygglyndur og góður drengur. Það sem hann hefur hins vegar fengið í vöggugjöf eru góð- ar gáfur og dugnað- ur. Því hefur hann spilað mjög vel úr.“ R óbert Wessmann gefst aldrei upp. Hann þolir ekki að tapa, hvort sem það er í íþróttum, spilum eða við- skiptum. Hann er með eindæmum óþolinmóður sem vinir hans og sam- starfsmenn segja hans eina ókost – en jafnframt einn af hans stærstu kostum í viðskiptaheiminum. Róbert gerir kröfur. Hann gerir gríðarlegar kröfur til sjálfs sín, bæði í einkalífi og starfi, en hann gerir á sama hátt miklar kröfur til samstarfs- fólks síns. Því er haldið fram um Róbert að hann haldi aðeins einu sinni fund um tiltekið mál. Aldrei aftur. Að fundi loknum ætlast hann til þess að fólk gangi í þau mál sem þeim voru fal- in og þau séu kláruð undir eins. Þrátt fyrir þessa miklu óþolinmæði hefur hann gífurlegt úthald og gefst aldrei upp. Hann setur sér markmið og komist hann ekki beina leið að mark- miði sínu fer hann krókaleið að hlut- unum, en hættir ekki fyrr en honum hefur tekist það sem hann ætlar sér. Róbert er sagður búa yfir þeim einstaka hæfileika að fá fólk til að gera hluti án þess að biðja það um þá. Það geri hann með því að smita það af óþrjótandi áhuga sínum á þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann er vel liðinn af öll- um þeim sem hann starfar með. Hann þykir hreinn og beinn og hikar ekki við að segja fólki það sem hann meinar. Hann er sagð- ur algerlega laus við hroka og gerir aldrei mannamun. Róbert er sagð- ur skemmtilegur, léttur í lund, með góðan húmor og geta tekið stríðni en þó aðeins upp að vissu marki. Eiginkonan stoð og stytta Róbert ólst upp í Mosfellsbæ og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Sund árið 1989. Hann kynnt- ist konunni sinni, Sigríði Ýri Jens- dóttur lækni, ungur og þau voru par allt frá fyrsta ári í menntaskóla. Þau eiga tvö börn, Helenu Ýri, á níunda ári, og Jens Hilmar, 6 ára, sem Róbert er mjög stoltur af og talar mikið um. Í MS stóð hugur hans til læknis- fræði en ekki varð úr því að hann menntaði sig til læknis heldur inn- ritaði hann sig í viðskiptafræði í Há- skóla Íslands og útskrifaðist með BS gráðu árið 1992. Sigríður Ýr lauk hins vegar læknisfræði og stundar nú framhaldsnám í heilsugæslulækn- ingum. Róbert og Ýr, eins og hún er köll- uð, eru sögð mjög náin og samstiga. Hún er jafnframt sögð stoð og stytta Róberts og henni er eignaður stór hlutur í velgengni hans í viðskiptum. Róbert á ekki mikinn frítíma en nýt- ir allar þær lausu stundir sem hann fær til þess að vera með fjölskyldu sinni. Þegar hann er á landinu eða ekki bundinn vegna vinnu afþakkar hann öll þau boð sem honum ber- ast til þess að verja tíma með Ýri og börnunum. Hann leggur sig fram við að taka alla laugardaga frá svo hann geti sinnt fjölskyldunni. Hann er ný- farinn að stunda golf aftur, eftir að hafa lagt það á hilluna í nokkur ár, en spilar nú með börnunum sínum. Róbert og Ýr eru heimakær og vilja frekar eiga góða stund í heima- húsi með vinum en að fara út á lífið. Þau bjóða gjarnan í mat og eldar þá Róbert ósjaldan því hann er sagður mjög góður kokkur. Reyndar fylgir sögunni að hann eigi nú ekki langt að sækja það því pabbi hans, Wil- helm Wessman, var aðstoðarhótel- stjóri á Hótel Sögu til margra ára og síðar hótelstjóri á Holiday Inn. Þau eru sögð hógvær, jarðbundin og þakklát fyrir sitt. Þrátt fyrir að hafa efnast vel berast þau ekki mikið á en þau leyfa sér samt sem áður að njóta velgengninnar. Þau eiga meðal ann- ars sveitasetur í Suður-Frakklandi sem þau reyna að dveljast í með börnunum nokkrar vikur á sumrin og síðstliðin tvö á hafa þau dvalið þar yfir jólin. Skaraði fljótt fram úr Að loknu námi réð Róbert sig til Samskipa þar sem hæfileikar hans í viðskiptum komu fljótlega í ljós. Hann klifraði fljótt upp metorðastig- ann, vann hjá fyrirtækinu í Þýska- Róbert er sagður hógvær og jarðbundinn Hann þykir hreinn og beinn og hikar ekki við að segja fólki það sem hann meinar. Hann er sagður algerlega laus við hroka og gerir aldrei mannamun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.