Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 23
skringileg týpa, með ofsalegan sjálfs- aga í öllum sínum gerðum, svo er hann líka mikill sprellikarl. Hann er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki,“ segir Svafa. Sigurður Óli tekur undir með Svöfu. „Hann tekur vinnuna alvar- lega, en hann tekur sjálfan sig ekki mjög alvarlega.“ Hann segir að Ró- bert sé mikill húmoristi í sínum nán- asta vinahópi en sýni ekki þá hlið á sér gagnvart þeim sem hann þekki ekki vel. Haggast aldrei „Hann er ákveðinn og harður í viðskiptum en honum er annt um að þeir sem starfa með honum og í kringum hann eru njóti ávaxtanna af velgengninni ekki síður en hann sjálfur. Hann ætlast að sjálfsögðu til þess að fólk sigli í gegnum súrt og sætt með honum,“ segir Svafa. „Og fólk er ávallt tilbúið til þess.“ Svafa segir að það sem Róbert hafi ef til vill fram yfir marga aðra sé að hann hefur mjög mikið jafnaðargeð. „Hann haggast ekki, sama hvað gef- ur á skútuna. Hann tapar sér aldrei, sama hvað gengur á. Hann er eins og öndin, allt að gerast á fullu und- ir yfirborðinu en á yfirborðinu poll- rólegur.“ Svafa segir að einn af kostum Ró- berts sem stjórnanda sé að hann velji í kringum sig fólk sem komi hlutun- um í verk. „Hann raðar aldrei í kring- um sig prímadonnum sem sækjast eftir frægð og frama heldur miklu frekar duglegu, ósérhlífnu og jarð- bundnu fólki.“ Hún segir að stór hópur fólks eigi þátt í velgengni Actavis en að öllum öðrum ólöstuðum sé Róbert hug- myndasmiðurinn að framtíðarsýn og framkvæmd þess árangurs sem fyrirtækið hefur náð. Sigurður Óli er á sama máli. „Ró- bert á stóran hlut í velgengni Act- avis. Hann hefur verið sá sem rek- ur fyrirtækið áfram og hann hefur fengið þetta góða fólk með sér. Hann er leiðtogi. Hann er aðeins á und- an öllum öðrum, eins og ljósapera sem lýsir veginn,“ segir Sigurður Óli. Hann segir að Róbert eigi mjög auð- velt með að fá fólk til að fylgja sér eft- ir. „Hann er orkubolti sem allir vilja vinna með.“ Eitt það fyrsta sem allir viðmæl- endur nefna í fari Róberts er hversu mikill keppnismaður hann er. Hann keppir í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Magnús Jaró Magnússon er náinn vinur Róberts. Vinskapur þeirra hófst á fyrstu árum þeirra í MS. „Hann er með ofboðslegt keppnisskap en er jafnframt ægilega tapsár. Hann þol- ir ekki að tapa, í hverju sem það er,“ segir Magnús. Hann segir hlæjandi að til að mynda hafi oft mikið geng- ið á þegar þeir spiluðu spilið Risk hér áður fyrr, en í því er keppt um heims- yfirráð. „Svo keppum við stundum í skvassi. Það er afskaplega gaman DV Helgarblað föstudagur 21. september 2007 23 Róbert Wessman Róbert Wessman, f. 4.10. 1969. forstjóri í Reykjavík Wilhelm Willys Guðmundur Wessman, f. 2.10. 1942, hótelstjóri í Reykjavík Ólöf Svavarsdóttir Wessman, f. 5.4. 1949, snyrtifræðingur í Reykjavík Elof Villy Arvid Wessman, f. 12.11. 1907, klæðskeri í Rvík Guðríður Dagný Guðmundsd., f. 19.2. 1913, húsfreyja Svavar Helgason, f. 30.8. 1920, bókari á Sauðárkr. Gunnhildur Abelína Magnúsd., f. 27.4. 1926, starfsm. Pósts og síma. Wilhelm Wessman, f. um 1870, klæðskeri i Kaupm.h. Anna Maria Wessman, f. um 1875, húsmóðir. Guðmundur Jónsson yngri, f. 22.3. 1879, sjóm. og verkam. í Rvík, og Helgastöðum Jónína Sigríður Jónsdóttir, f. 28.4. 1878, húsmóðir Helgi Kristinsson, f. um 1896, bóndi á Hamri Gunnhildur Kristjánsdóttir, f. 5.11. 1896, húsmóðir Magnús Konráðsson, f. 28.9. 1897, verkam. á Sauðárkr., Steinunn Ingibjörg Ólafsdóttir. Upplýsingar um framætt landi og Bretlandi, en eignaðist um leið góða vini innan fyrirtækisins, vini sem hann heldur tryggð við enn þann dag í dag. Samstarfsmenn Róberts í Sam- skipum tóku fljótt eftir því að hann bjó yfir einstökum hæfileikum í samningatækni. Að sögn Kjart- ans Ásmundssonar, vinar Róberts og fyrrverandi samstarfsmanns hjá Samskipum, þykir Róbert með allra hörðustu samningamönnum. „Á fyrstu árum hans í Samskipum keyrði hann málin oft fram á fremstu brún. Stundum svo langt að okkur fannst hann hafa gengið of langt og væri nú kominn fram af brúninni. En hann hafði þann dásamlega eiginleika að draga í land á elleftu stundu og ná samningum,“ segir Kjartan. Róbert þykir sérstaklega fljótur að átta sig á kringumstæðum og af- burðamaður að lesa í stöðu mála. Kjartan segir hann afskaplega at- orkumikinn og duglegan og fljótan að skilja aukaatriði frá aðalatriðum. Sigurður Óli Ólafsson, aðstoðar- forstjóri Actavis, kannast við þennan eiginleika í fari Róberts. „Hann hef- ur einstaka framsýni og er fljótur að sjá sóknarfæri í samningaviðræðum. Hann er einstaklega fær í að sjá fyrir endann á hlutunum,“ segir hann. „Það var ljóst, um leið og hann kom til Samskipa, að þar var á ferð afburðamaður,“ segir Kjartan. „Ró- bert er samt fyrst og síðast trygglynd- ur og góður drengur. Það sem hann hefur hins vegar fengið í vöggugjöf eru góðar gáfur og dugnaður. Því hefur hann spilað mjög vel úr,“ seg- ir Kjartan. Eins og að lenda í stormi Matthías H. Johannessen, sam- starfsfélagi Róberts hjá Actavis, seg- ir að Róbert geri fyrst og fremst mikl- ar kröfur til sjálfs sín en ekki síður til samstarfsfólks. „Að vinna með Ró- berti er stundum eins og að lenda í góðum íslenskum stormi. Það blæs hressilega á meðan varir og það er betra fyrir fólk að vera vel búið. Fólk sem vinnur með honum vill hins vegar standa af sér storminn og Ró- berti tekst á einstakan hátt að koma mönnum lengra en það taldi mögu- legt. Honum tekst að draga það besta fram í fólki og það stundum án þess að menn átti sig á því sjálfir,“ segir Matthías. Hann segir að Róbert kunni að láta fólk vinna sjálfstætt. Hann skipti sér ekki af minnstu smáatrið- um heldur láti fólk standa fyrir sínu. „Hann gefur fólki vopnin til að berj- ast með en fólk verður sjálft að kunna að nota þau,“ segir Matthías. Róbert treystir samstarfsfólki sínu fyrir þeim verkefnum sem þeim eru fengin. „Hann lætur fólk finna að því sé treyst og leyfir því að taka ábyrgð. Það er ekki alltaf auðvelt en Róbert gerir það vel,“ segir Matthías. „Hann er hins vegar skelfilega tapsár og mikill keppnismaður,“ segir Matthí- as. „Róbert hefur til að mynda ekki enn fyrirgefið mér það að hafa unnið hann á kappakstursbrautinni, ég er einfaldlega rólegri og það er stund- um gott á brautinni. Það hentar mér vel að vinna í svona ati en ég er ekki viss um að það sé fyrir alla,“ segir Matthías. Vinnusamur með sjálfsaga Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, starfaði náið með Ró- berti í Actavis í rúm fjögur ár þar til hún færði sig um set fyrir skömmu. Hún segir að Róbert biðji fólk ekki um að gera neitt sem hann sé ekki tilbúinn til að gera sjálfur. „Hann er gríðarlega vinnusamur og með mik- inn sjálfsaga. Hann er skemmtilega „Ég man aldrei eftir að hafa farið með honum í veiði án þess að hann næði að veiða eitthvað.“ „Róbert byrjaði ungur að vinna í eldhúsinu á Hótel Sögu, þar sem pabbi hans var aðstoðarhótelstjóri. Róbert skrældi kartöflur í mörg ár. Á einum af stjórnendafundum Acta- vis Group, þar sem saman voru komnir 300 stjórnendur alls staðar að úr heiminum sagði Róbert langa sögu af því hvernig ætti að skræla kartöflur. Markmiðið með sögunni var að koma fólki í skilning um að ef það skrældi kartöfl- urnar ekki vel, ef smæstu hlutirnir væru ekki gerðir vel, þá hefði það keðjuverkandi áhrif í fyrirtækinu. Reyndar seg- ist Róbert sjálfur hafa lært mest í stjórnun við að vinna í eldhúsinu á Hótel Sögu vegna hraðans sem þar var í allri vinnu, snerpunnar, skipulagsins og nákvæmninnar sem þurfti að viðhafa. Þetta lærði hann af því að skræla kart- öflur. Reyndar segist hann hafa fengið stöðuhækkun eftir langan tíma í kartöflunum og hafa verið færður yfir í sós- urnar. Það þótti honum mikil upphefð.“ Svafa Grönfeldt, rektor HR og fyrrverandi samstarfsmaður Róberts hjá Actavis: Lærði stjórnun af því að skræla kartöflur Sigurður Óli Ólafsson, aðstoðarforstjóri Actavis: Á ekki að vera hægt „Við vorum einu sinni sem oft- ar að ferðast saman. Vorum á leið til Flórída þar sem ætlunin var að kaupa eitthvert fyrirtæki. Hann var á leið frá London og ég var í Bandaríkjunum og við mæltum okkur mót á flugvellin- um í New Jersey. Ég var á undan hon- um á flugvöllinn og beið eftir honum í langa stund en ekkert bólaði á hon- um. Ég var farinn að ókyrrast verulega þegar hálftími var í flugið og ég hafði ekki enn náð sambandi við hann og fór að hafa verulegar áhyggjur af því að hann missti af fluginu. Þegar 20 mínútur voru í brottför og ég beið óþreyjufullur við hliðið kom SMS frá honum: „Var að lenda, er á flugbrautinni. Haltu flugvélinni með öllum mögulegum ráðum.“ Það er nú ekkert auðvelt að ætla að tefja heila flugvél, sérstaklega ekki í Bandaríkjun- um, þannig að ég gekk vingjarnlega til konunnar í hlið- inu hjá American Airlines og sagði henni stöðu mála, að vinur minn væri lentur og á leiðinni, hvort hægt væri að hinkra eftir honum. Hún skipaði mér hreinlega að koma mér um borð, vélin væri að fara, það væri búið að kalla lokakall í brottför. Ég reyndi aðeins að malda í móinn en þorði loks ekki öðru en að hlýða og fór um borð í vélina og settist í sæti mitt. Sætið við hliðina á mér var að sjálfsögðu autt því þar átti Róbert að sitja. Svo var vélinni lokað og raninn tekinn frá. Það var smá bið á meðan verið var að hlaða vélina, en ég var búinn að afskrifa Róbert en ímyndaði mér að hann hlyti að redda sér niður til Flórída næsta dag þótt það yrði leiðinlegt að hann kæmist ekki til að semja um kaup á þessu fyrirtæki. Þegar búið var að dreifa dagblöðum til farþega og flugþjónar voru búnir að fara yfir öryggisatriðin var hins vegar bankað á flugvélardyrnar. Ég kippti mér ekkert sérstaklega upp við það þótt það sé síður en svo algengt að bankað sé á hurðir flugvéla. En hurðin var að minnsta kosti opnuð og inn í vélina kom enginn annar en Ró- bert. Hann hljóp eftir ganginum að sæti sínu og spurði mig forviða: „Gastu virkilega ekki stoppað vélina?“ Þá hafði hann á 20 mínútum, sem á ekki að vera hægt, tek- ist að semja sig í gegnum vegabréfaskoðunina, fram úr öllum röðum, komast á milli terminala, semja við kon- una, sem rak mig um borð, um að tengja ranann aftur við vélina, semja við flugstjórann um að opna vélina og hleypa honum um borð. Þetta er lýsandi fyrir Róbert. Hann var staðráðinn í að komast um borð í þessa vél og gerði það sem þurfti til þess að takast það. Við vor- um að fara að kaupa fyrirtæki í Flórída og hann ætlaði sko ekkert að láta einhverja flugvallarstarfsmenn í New Jersey hafa áhrif á það.“ að vinna hann þar því hann verð- ur snarvitlaus í skapinu þegar hann tapar,“ segir Magnús og hlær. Sigurður Óli kann margar sögur af keppnisskapi Róberts. „Við höfum ferðast ótal mörgum sinnum sam- an og það er nú þannig, sérstaklega í Austur-Evrópu, að það eru langar raðir í gegnum vegabréfaskoðunina. En það er alltaf keppni á milli okkar um hvor er á undan í gegnum vega- bréfaskoðunina. Það er örugglega mjög fyndin sjón að sjá tvo bindis- klædda menn í kapphlaupi úr flug- rútunni í röðina í vegabréfaskoðun- inni til þess að keppa hver er fyrstur í gegnum skoðunina,“ segir hann. Hann segir að Róbert þurfi líka að keppa í líkamsræktinni, sem hann stundi reglulega. „Við þurfum líka að keppa þar, sem er ekki jafnskemmti- legt því hann er í miklu betra formi en ég,“ segir Sigurður Óli og hlær. Róbert fer í líkamsrækt á hverj- um einasta degi, hvar sem hann er staddur í heiminum. Hann er sagður fyllast óeirð komist hann ekki. Elskar hraða Róbert hefur áhuga á öllu sem tengist hraða. Bílum, mótorhjólum, körtubílum. Hann og vinur hans, Magnús Jaró, eiga saman körtubíla sem þeir keppa á sín á milli. Þeir fara einnig í ferðir til Þýskalands og fleiri landa í Evrópu þar sem þeir aka kappakstursbílum á lokuðum braut- um. Róbert á einnig stórt, kraftmik- ið Harley Davidson-mótorhjól. „Svo gat hann ekki hugsað sér að vera minni maður en ég,“ segir Magnús og hlær. „Ég á stóran jeppa á 44 tommu dekkjum sem ég nota meðal annars í fjallaferðir og Róbert þurfti að kaupa sér risastóran Ford 350 sem hann lét setja 49 tommu dekk undir,“ segir Magnús. „Hann er farinn að myndast aðeins við að fara í fjallaferðir.“ Róbert hefur ekki síður gaman af að veiða. Hann er góður laxveiði- maður en hefur ekki síður áhuga á gæsa- og hreindýraveiðum. Kjartan er einn af þeim sem hann veiðir með. „Hann er líka keppnis- maður þegar kemur að veiðinni,“ segir Kjartan. „Ég man aldrei eftir að hafa farið með honum í veiði án þess að hann næði að veiða eitthvað.“ Kjartan var eitt sinn með Ró- berti og fleirum í veiði í Stóru-Laxá í Hreppum með viðskiptavinum Samskipa. „Eftir að hafa verið í veiði í heilan dag án þess að fá nokk- uð fóru menn í kvöldmat. Að hon- um loknum var setið í heita pottin- um dágóða stund og rætt hve léleg veiðin hefði verið. Þá sagði Róbert: „Þetta er nú bara, strákar mínir, af því að þið kunnið ekkert að veiða. Á morgun ætla ég að fara niður á þennan klett þarna,“ og benti á klett niðri við ána, „og þar ætla ég að veiða.“ Mönnum fannst þetta nú stórkarlalega sagt en fóru fljótlega eftir þetta að sofa. Morguninn eftir rölti hann niður að klettinum, það var svona hálftíma gangur. Hann fór upp á klettinn og henti út og fékk 18 punda lax í fyrsta kasti. Það fékk enginn neitt næstu tvo daga, en síð- an ræða menn ekki mikið við hann um laxveiði.“ sigridur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.