Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 28
Þóra Arnórsdóttir hefur unnið á hinum ýmsu sviðum fjölmiðlunar frá árinu 1998. „Áhugasvið mitt hefur alltaf verið mjög vítt. Þegar ég var í menntaskóla var ég á tveimur brautum, nýmála- og náttúrufræðibraut því ég hreinlega gat ekki valið þarna á milli. Eftir menntaskólann ákvað ég að taka áhugasviðspróf og niðurstaðan varð sú að ég átti að vinna í útvarpi,“ segir Þóra sem þó tók BA próf í heimspeki áður en hún fetaði fjölmiðlabrautina. „Á háskólaárunum skrifaði ég fyrir Stúdentablaðið og Alþýðublaðið og var það mín fyrsta reynsla af fjölmiðlum.“ Vorið 1997 fór Þóra ásamt góðum hópi til að fylgjast með kosningabaráttunni í Bretlandi. „Þetta voru sögulegar kosningar og ég ásamt fjórum öðrum fylgdist með og við vorum með pistla um gang mála í morgunútvarpi Rásar 2. Stuttu eftir þetta fékk ég svo símtal þar sem mér var boðið starf á Dægurmálaútvarpi Rásar 2, þeim hlýtur að hafa litist svona vel á pistlana mína,“ segir Þóra hlæjandi. Af góðum lærimeisturum Þóra ber það með sér að vera metnaðarfull og greind kona. Hún var ekki nema tuttugu og þriggja ára þegar atvinnutilboðið úr Efstaleitinu barst. „Eftir nokkur próf og nokkur viðtöl var ég ráðin. Leifur Hauksson var þá ritstjóri Dægurmálaútvarpsins og auk hans voru þarna Lísa Páls og Ævar Örn Jósepsson. Ég var lang- yngst. Á þessum árum var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, yfirmaður samfélags - og dægurmáladeildar útvarpsins. Það var ómetanleg reynsla að vinna með þessu fólki, þessum reynsluboltum. Það er líka algjört grundvallaratriði þegar fólk byrjar í fjölmiðlun að hafa góða lærimeistara. Með góðum lærimeistara er mun líklegra að þú náir langt. En auðvitað er auk þess nauðsynlegt að hafa ýmislegt annað til brunns að bera eins og áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum,“ segir Þóra sem var á Dægurmálaútvarpinu í þrjú og hálft ár, augljóslega sællar minningar. Í einum virtasta háskóla heims Áhugasviðsprófið gaf Þóru vísbendingu um það að útvarpið ætti vel við hana. Strax tuttugu og sex ára gömul hafði hún þegar öðlast þá starfsreynslu. Þá var kominn tími til að öðlast frekari reynslu á öðru sviði en af því að spjalla við Þóru kemur fljótlega í ljós að það er henni mikilvægt að safna sem mestu í reynslubankann. „Mig langaði í framhaldsnám og ég hugsaði með mér að það væri ágætt að hafa enn meiri reynslu að baki áður en í það verkefni væri ráðist. Ég tók fréttamannaprófið og gekk afskaplega vel. Þegar ég hóf svo nám mitt í Johns Hopkins-háskólanum í Washington og Bologna kom ég heim á sumrin og vann á fréttastofu Sjónvarps,“ segir Þóra sem kláraði mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði í einum virt- asta háskóla heims. „Ég hugsaði með mér að úr því ég ætlaði í fram- haldsnám væri eins gott að gera það almennilega og fara bara í besta skólann,“ segir Þóra ákveðin. Þurfti að standa á sínu Yngst í systkinaröðinni segir Þóra það tvímælalaust hafa haft áhrif á hana. „Ég á fjóra eldri bræður og verandi yngst og eina stelpan komst ég ekki upp með neitt múður. Ég þurfti bara að standa á mínu. Bræður mínir eru allir mjög metnaðarfullir og hafa alltaf verið. Ég fékk oft að heyra það í grunnskóla, þá var gjarnan sagt við mig „já, ertu systir þeirra. Þeir fá alltaf tíu“. Ég ákvað að fara í Menntaskólann við Hamrahlíð í stað þess að fara í Menntaskólann í Kópavogi þar sem þeir voru, til þess að losna undan þessari kvöð,“ segir Þóra kímin en hún hefur eflaust ekki gefið bræðum sínum neitt eftir í námi. Foreldrar hafa eflaust ýtt undir metnað barna sinna. Pabbi Þóru er Arnór Hannibalsson heimspekiprófessor. Mamma Þóru er Nína Sveinsdóttir en föstudagur 21. september 200728 Helgarblað DV Þ DV-MYND ÁSGEIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.