Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 30
föstudagur 21. september 200730 Sport DV
Jose Mourinho er farinn frá Chelsea. Fréttin kom eins og þruma úr
heiðskýru lofti en samt hefur þetta verið að gerjast í langan tíma.
Þegar Jose Mourinho kom í ensku úrvals-
deildina árið 2004 kallaði hann sjálfan sig
hinn útvalda á fyrsta blaðamannafundinum.
Skömmu áður hafði hann stýrt Porto til sig-
urs í Meistaradeildinni. „Ég veit að það eru
hæðir og lægðir í fótboltanum og einn daginn
gæti verið að ég yrði rekinn,“ sagði Mourinho
skömmu eftir að hann tók við.
Og hann byrjaði vel hjá Chelsea. Tveir Eng-
landsmeistaratitlar á fyrstu tveimur árunum
sýndu að hann vissi hvað hann var að gera þótt
hann hefði fengið endalaust af peningum til að
kaupa þá leikmenn sem hann vildi.
En allt í einu í janúar síðastliðnum var veski
Romans Abramovich, eiganda Chelsea, lokað.
Mourinho vildi fá leikmenn til að styrkja liðið en
Roman sagði þvert nei. Eftir það fór samband
þeirra félaga að verða sífellt stirðara. Chelsea
vann reyndar deildarbikarinn og FA-bikarinn
en féll út fyrir Liverpool í undanúrslitum Meist-
aradeildarinnar í annað sinn á þremur árum.
Roman vill ekkert frekar en vinna Meistara-
deildina og nú þarf hann að gjöra svo vel að fá
mann sem getur stýrt liðinu til sigurs í stærstu
og sterkustu deild í heimi.
Roman vill að liðið vinni ekki bara bikara,
heldur spili einnig blússandi sóknarbolta.
Mourinho spilaði sóknarbolta hjá Porto en um
leið og hann settist að hjá Chelsea lét hann lið-
ið leika 4-3-3 sem oftar en ekki varð að 4-5-1.
Chelsea sótti með skyndisóknum, lá iðulega í
skotgröfunum og sótti á fáum mönnum. Vann
marga leiki 1-0. Það var nokkuð sem Roman
var ekki sáttur við.
Jose Mourinho stýrði Chelsea í 185 leikjum.
Chelsea vann 124, gerði 40 jafntefli og tapaði
aðeins 21 leik. Liðið tapaði ekki leik á Stamford
Bridge undir stjórn Mourinhos, eða 60 heima-
leikjum.
The Sun greinir frá því að Mourinho hafi
lent í heljarinnar rifrildi við John Terry, fyrir-
liða liðsins. Mourinho mun hafa verið ósáttur
við spilamennsku Terrys, lífsstíl hans og fram-
lag til liðsins. Hann á að hafa spurt læknalið
Chelsea hvort eitthvað væri að Terry og þegar
fyrirliðinn frétti það varð hann svo reiður að
eitt heljarinnar rifrildi varð úr.
Avram Grant tekur við!
Avram Grant mun stýra liði Chelsea til að
byrja með. Hann fær ekki að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur því Chelsea leikur á
Old Trafford á sunnudag þar sem gestgjafarnir
eru engir aðrir en Manchester United. Grant
hefur setið fyrir aftan Mourinho og Steve Clark
á varamannabekk Chelsea í upphafi móts.
Núna þarf hann að axla ábyrgð og stýra liðinu.
Hans fyrsta hlutverk er að sannfæra leikmenn
liðsins um að hann sé nú aðalmaðurinn hjá
Chelsea. Mourinho sé farinn og hann sé núna
við stjórnvölinn. Margir leikmanna Chelsea
skulda Mourinho töluvert því hann hafði alltaf
mikla trú á sínum leikmönnum og varði þá
fram í rauðan dauðann. Grant þarf að sann-
færa John Terry fyrirliða því ef Terry vill halda
honum munu aðrir fylgja í hans fótspor.
Grant er Ísraeli og góðvinur Romans. Hann
var við hlið Harrys Redknapp hjá Portsmouth
og stjórnaði liðum í Ísrael. Ferilskrá hans er
ekki jafn góð og Mourinhos en hann þykir
snjall í sínu fagi. En hann verður væntanlega
stjóri til bráðabirgða. Didier Deschamp, Jurgen
Klinsmann, Guus Hiddink, Marcello Lippi og
jafnvel Luis van Gaal.
Mourinho mun þó eiga fyrir salti í grautinn.
Hann mun að sögn bresku pressunnar fá sem
nemur um 3,2 milljörðum króna í starfsloka-
samning. benni@dv.is
ÁRIÐ Í HNOTSKURN
10. JANÚAR: Fréttir berast af því að Mourinho sé ósáttur
við Michael Ballack.
11. JANÚAR: Fréttir berast um að Mourinho gæti farið frá
Chelsea í sumar eftir að hafa verið neitað um að styrkja
liðið.
13. JANÚAR: Mourinho setur Andryi Shevchenko á
bekkinn gegn Wigan þvert gegn vilja Romans. Mourinho
vildi aldrei fá Úkraínumanninn til liðsins. Hann kom í
gegnum Roman.
15. APRÍL: Chelsea vinnur Blackburn í undanúrslitum FA-
bikarsins og Roman og Mourinho sjást faðmast.
1. MAÍ: Chelsea tapar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni.
Shevchenko spilar ekki vegna meiðsla og Mourinho
verður að sögn brjálaður. Hann notar ekki Shevchenko
sem spilar ekki fyrr en á síðasta sunnudag gegn Black-
burn.
26. JÚNÍ: Avram Grant er ráðinn til liðsins.
12. JÚLÍ: Mourinho segir Grant að skipta sér ekki af liðinu.
2. SEPTEMBER: Chelsea tapar fyrir Aston Villa þar sem
Roman yfirgefur stúkuna fyrir lokaflautið.
18. SEPTEMBER: Chelsea gerir aðeins jafntefli við
Rosenborg 1-1 og Mourinho segist vita af pressunni frá
stjórn liðsins um að árangur verði að nást.
Titlar Mourinhos sem þjálfari
Deildarmeistari: 2003, 2004, 2005, 2006.
Bikarmeistari: 2003, 2007.
Deildarbikarmeistari: 2005, 2007.
Meistari meistaranna: 2003, 2005.
Evrópumeistari (Meistaradeild Evrópu): 2004.
Evrópumeistari félagsliða (UEFA-bikarkeppnin): 2003.
Eyðsla Mourinhos
2007
Juliano Belletti, Barcelona 517 milljónir króna
Florent Malouda Lyon 1565 milljónir króna
Tal Ben Haim Bolton Frítt
Claudio Pizarro Bayern Munich frítt
Steve Sidwell Reading Frítt
2006
Ashley Cole Arsenal 624 milljónir króna
Khalid Boulahrouz Hamburg 1245 milljónir króna
John Mikel Obi Lyn 1885 milljónir króna
Ben Sahar Hapoel Tev Aviv 5 milljónir króna
Andrei Shevchenko AC Milan 4233 milljónir króna
Salomon Kalou Feyenoord 1254 milljónir króna
Michael Ballack Bayern Munich Frítt
2005
Michael Essien Lyon 3120 milljónir króna
Shaun Wright-Phillips Manchester City 2776 milljónir króna
Lassana Diarra Le Havre 126 milljónir króna
Scott Sinclair Bristol Rovers 21 milljónir króna
Asier Del Horno Athletic Bilbao 1056 milljónir króna
Jiri Jarosik CSKA Moscow 638 milljónir króna
Ricardo Carvalho Porto 2168 milljónir króna
Didier Drogba Marseille 3172 milljónir króna
Tiago Benfica 1057 milljónir króna
Mateja Kezman PSV Eindhoven 616 milljónir króna
Paulo Ferreira Porto 1742 milljónir króna
Arjen Robben PSV Eindhoven 1612 milljónir króna
Samtals 29.432 milljónir króna
Nýju stjórarnir avram grant og steve Clark munu sjá um
Chelsea-liðið.
Búið spil Jose
mourinho
hefur nú
yfirgefið
Chelsea.