Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 35
DV Sport föstudagur 23. september 2007 35
KR VERÐUR AÐ VINNA
KR-ingar hreinlega að verða að vinna Fram-
ara í Laugardalnum ef ekki á illa að fara fyrir
liðinu. Þrátt fyrir að vera með eitt best mann-
aða liðið á pappírunum hefur það ekki náð
saman innan vallar og hefur verið við og í
botnsætinu í allt sumar.
KR rak Teit Þórðarson á dögunum sem
margur stuðningsmaður KR sætti sig illa við.
Teitur var búinn að gera marga góða hluti
með félagið á bak við tjöldin en langtíma-
verkefni hans, Landsbankadeildin, gekk ekki
sem skyldi og því fór sem fór. Framarar mega
einnig illa við ósigri á sunnudag. Liðið hefur
róið lífróður nánast í allt sumar en þökk sé
Jónasi Grana Garðarssyni hefur liðið fengið
stig hér og þar í sumar.
Allir vilja stjórna,
enginn vill taka ábyrgð
Ólafur Þórðarson lét hafa eftir sér snemma
í sumar að hans lið kynni hreinlega ekki að
skora mörk. Jónas hefur heldur betur troð-
ið upp í harðjaxlinn og skorað heil 11 mörk
í sumar og er markahæstur ásamt Helga Sig-
urðssyni úr Val. KR vann HK í síðasta leik
en er samt enn á ísköldum botninum. Lið-
ið hefur þótt leika leiðinlega knattspyrnu í
allt sumar og eftir að Logi fékk starfið hefur
hann hent inn gömlu jálkunum í liðið þar
sem áður blómstruðu ungir og bráðefnilegir
KR-ingar. KR talar mikið um að eiga mikinn
efnivið, en sé stigatafla annars flokks skoð-
uð kemur í ljós að liðið var nálægt falli þar.
Það er ekki ofsögum sagt að leikmenn í öðr-
um liðum, sem áður óttuðust að taka á móti
svart hvítum KR-ingum, brosi út í annað þeg-
ar þeir mæta þeim. Virðingunni, sem KR var
búið að skapa sér með langri og glæstri sögu,
hafa leikmenn liðsins hent út um gluggann
og þurfa að svara fyrir það eftir lokaleikinn,
hvort sem liðið verður áfram meðal þeirra
bestu eða ekki.
Framarar hafa lagt ógrynni af peningum
í liðið en ekki hitt á réttu blönduna. Vitur
maður sagði að Fram væri skipað of mörgum
mönnum sem þekktu ekki neitt annað en
fallbaráttuslag. Þannig hafa þeir líka verið í í
allt sumar. Enn einu sinni er liðið að ströggla
þrátt fyrir að mannskapurinn sé nægilega
góður til að keppa á allt öðrum stað en á
botninum. Hins vegar eru draugar fortíðar
yfir félaginu. Sumir vilja gera hlutina svona
á meðan aðrir vilja gera hlutina hinsegin.
Stundum er sagt að Fram skiptist í nokkr-
ar fylkingar sem séu eins og höfuðlaus her.
Enginn tekur ábyrgð en allir vilja stjórna.
Arnar Grétars í banni
Víkingar, með sitt góða ellefu manna byrj-
unarlið, fara upp á Akranes og mæta þar ÍA.
Liðið hefur tvo af betri miðvörðum landsins
í liðinu, einn albesta leikmann Íslands, Sinis-
ha Kekic, innan sinna raða en samt er liðið við
botninn. ÍA varð Íslandsmeistari árið 2001 en
fáir muna hvaða leikmenn voru í því liði aðrir
en Baldur Aðalsteinsson, Grétar Rafn Steins-
son og Ólafur Gunnarsson. Víkingur held-
ur bráðlega upp á 100 ára afmælið og er það
ekki á stefnuskrá félagsins að halda upp á það
í fyrstu deild. ÍA hefur komið mörgum á óvart
í sumar með gríðarlega öguðum og fáguðum
leik. Aðdáendur góðs varnarleiks eru vænt-
anlega ekki hrifnir af leikstíl liðsins en þar er
mottóið einn fyrir alla, allir fyrir einn. Allir
verjast saman og allir taka ábyrgðina. Guð-
jón Þórðarson, þjálfari ÍA, veit upp á hár hvað
hann ætlar með liðið og hefur náð því besta
út úr mörgum leikmönnum í sumar. Þeir hafa
vonarstjörnu Íslands, Björn Bergmann, sem
er aðeins 16 ára en hefur heldur betur sleg-
ið í gegn í sumar. Hann skorar, leggur upp og
leggur sig fram í verkefni dagsins. Fjölmörg lið
eru á höttunum eftir Birni en „fjölskylduráð-
ið“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björn
fari hvergi. Það verður forvitnilegt að sjá slag
hans og miðvarða Víkinga, Grétars og Milos-
ar.
Í Kópavogi mætast svo grannaliðin HK og
Breiðablik. Blikar hafa spilað vel í sumar, yf-
irleitt ofspila þeir því það kom sjaldan skot á
markið frá þeim í fyrri umferðinni. Liðið spil-
ar einn allra besta fótbolta hér á landi og fyr-
ir utan FH er það best spilandi lið landsins.
Ólafur Kristjánsson hefur komið með fersk-
an blæ í liðið og breytt Blikum úr því sem var
grænt og féll á hausinn í alvöru og gott fót-
boltalið. HK, eins og búist var við, hefur verið
við botninn í allt sumar. Liðið er byggt á hjarta
sem slær fyrir HK og er ekkert að breyta þeim
hugsunargangi í bráð. Gunnar Guðmunds-
son, þjálfari liðsins, er einhver albesti þjálfari
hér á landi og vill spila fótbolta. Árangur hans
er eftirtektarverður fari svo að liðið falli ekki
um deild. Það yrði mikið hrós fyrir Gunnar því
ekki var búist við miklu af HK í sumar. Það er
skarð fyrir skildi að einn besti leikmaður sum-
arsins, Arnar Grétarsson, er í leikbanni eftir
að hafa tuðað í dómara gegn FH þegar liðið
var að vinna 2-1. Arnar hefur stýrt miðjuspili
Blika af miklum myndarskap í allt sumar og er
söknuður að honum á fótboltavellinum.
Kristján að taka við ÍR?
Í Árbæ taka heimamenn á móti Keflvík-
ingum. Keflavík er að fara að byggja upp nýtt
lið á næstu árum og spurning hvort Kristj-
án Guðmundsson verður þeirra skipstjóri.
Heyrst hefur að ÍR-ingar vilji fá hann til liðs-
ins en Kristján er uppalinn ÍR-ingur. Frá
leiknum umdeilda gegn ÍA 4. júlí hefur lið-
ið aðeins krækt sér í þrjú stig og virkar and-
laust. Fyrir þann leik var Keflavík í baráttu á
toppnum og spilaði glimrandi skemmtileg-
an fótbolta. Allt í einu mæta leikirnir þeirra
afgangi varðandi pláss hjá blöðum og tíma í
sjónvarpi. Fylkir er á þeim stað sem það ætl-
aði sér. Þeir eru ekki nægilega góðir til að
fara í stóru tvö liðin en eru nægilega góðir til
að vera í baráttu um Evrópusæti. Liðið hef-
ur á köflum leikið afbragðsfótbolta þar sem
færi eftir færi koma en nýtingin hjá þeim er á
við byrjendur í íþróttinni. Liðið hefur aðeins
skorað 18 mörk á tímabilinu og þarf nauð-
synlega alvöruframherja til að hefja liðið á
hærra plan. Varnarleikurinn hefur verið til
fyrirmyndar í sumar þar sem Fjalar Þorgeirs-
son hefur oftar en ekki farið á kostum í mark-
inu.
Allir leikirnir hefjast á sunnudag klukkan
17. benni@dv.is
Staðan í deildinni
1. fH 16 10 4 2 39:23 34
2. Valur 16 9 5 2 38:20 32
3. Ía 16 7 5 4 30:24 26
4. fylkir 16 7 4 5 18:17 25
5. breiðablik 16 5 7 4 26:17 22
6. Keflavík 16 5 5 6 23:25 20
7. HK 16 4 3 9 16:33 15
8. fram 16 3 5 8 22:28 14
9. Víkingur 16 3 5 8 14:26 14
10. Kr 16 3 5 8 15:28 14
Fjórir aðrir leikir fara fram á sunnudag í Landsbankadeild karla. KR, sem setið hefur á botninum lengst af
í sumar, tekur á móti Fram í algjörum lykilleik fyrir liðið ef ekki á illa að fara. Víkingar, sem berjast einnig
á botninum, fara upp á Akranes og etja kappi við ÍA. Þá er grannaslagur af bestu gerð í Kópavogi þar sem
HK tekur á móti Breiðabliki. Fylkir og Keflavík mætast í Árbæ í leik þar sem hvorugt liðið hefur að nokkru
að keppa.
BenediKt BóAs hinRiKsson
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Fögnuðu síðast, hvað gerist
nú? Kr-ingar hafa ekki fagnað í
tveimur leikjum í röð í sumar. Þeir
eiga erfiðan leik gegn fram á
sunnudag.
Blómstrað í sumar Jónas grani garðarsson hefur slegið í gegn í sumar.
spennan að magnast í Kópavogi spennu-
stigið verður væntanlega hátt hjá áhorfendum á
Kópavogsvelli.