Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 46
föstudagur 21. september 200746 Helgarblað DV
Reyniberjasaft
reyniber setja svip
sinn á haustmán-
uðina og þykja
einkar falleg sem
borðskraut. en
reyniber eru líka
holl og einfalt að
búa til mauk, hlaup
eða saft úr þeim.
ReynibeRjasaft:
reyniberin eru lögð í vatn í þrjá
sólarhringa til að ná úr þeim römmum
keimnum. sett í pott með vatni, þannig
að rétt fljóti yfir berin. soðin í fimm
mínútur eftir að suða kemur upp.Hellt í
þunnan línpoka á grind og saftin látin
renna hægt úr berjunum í pott. Hálft
kíló af sykri (eða örlítið meira) er sett á
móti hverjum lítra af saft. Látið sjóða í
nokkrar mínútur. froðan veidd vel ofan
af áður en sett er á flöskur.
U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s
&Matur vín
Hollusta hvítkáls
Hvítkál er fullt af andoxunarefnum
sem meðal annars verja okkur fyrir
krabbameini. Þegar hvítkálshöfuð
er hins vegar saxað, hverfur
andoxunarefnið úr því á aðeins
sex klukkustundum...
Pálmi Jónsson aðstoðaryfirkokkur veitingastaðarins Vox Meistarinn
Kjúklingaréttur
á methraða
einfaldaRi kjúklingaRétt
eR vaRt hægt að hugsa séR:
l 4 kjúklingabringur (án húðar)
l 1 dós strengjabaunir
l 1 ½ bolli ítölsk salatsósa (dressing)
setjið hluta salatsósunnar í botn á
eldföstu móti. Leggið bringurnar ofan á
og þekið þær með afgangi sósunnar.
Hellið vökvanum af baununum og
setjið þær á bringurnar. Lok eða
álpappír sett yfir.
setjið í 170 gráðu
heitan ofn í
hálftíma eða þar til
bringurnar eru
mjúkar og steiktar í
gegn.
Heilsusamleg
haustsúpa
l 2/3 bolli gulrætur í strimlum
l ½ bolli smátt skorinn laukur
l 2 maukuð hvítlauksrif
l 400 ml kjötkraftssoð (nauta,-
kjúklinga- eða grænmetissoð)
l 1 dós niðursoðnir tómatar
l 1 bolli smátt saxað hvítkál
l ½ bolli grænar baunir
l ½ tsk. þurrkað basilíkum
l ¼ tsk. þurrkað óreganó
l ¼ tsk. salt
l pipar til bragðbætis
l ½ bolli smátt skorinn kúrbítur
(zucchini)
Hitið gulrætur, lauk og hvítlauk í olíu á
pönnu við lágan hita þar til mjúkt.
(tekur um fimm mínútur.) bætið við
kjötkraftssoði, tómötum úr dós ásamt
safa, hvítkáli, baunum og kryddi. Lækkið
hitann og látið malla á vægum hita í
fimmtán mínútur. Hrærið kúrbít út í og
sjóðið í 4 mínútur til viðbótar. gott er
líka að setja sveppi, aspas eða sellerí í
súpuna.
P
álmi Jónsson lærði kokkinn í Danmörku
þar sem hann hefur búið mestalla sína
ævi. Pálmi hefur unnið á fjölda staða í
Danmörku, meðal annars Restaurant
Saison i Hellerup í Kaupmannahöfn.
Einnig hefur hann komið við í Finnlandi og var þá
á Restaurant Nokka i Helsinki. Frá því hann flutti til
Íslands í apríl 2006 hefur Pálmi unnið sem aðstoð-
aryfirkokkur veitingastaðarins Vox á Nordica Hót-
eli.
„Okkur finnst gaman á VOX að nota gamlar
hefðir og gleymt hráefni frá Norðurlöndunum og
reynum við eftir bestu getu að setja það inn á a la
carte-seðilinn á VOX. Þess vegna völdum við í
þetta skiptið að nota reykta ýsu og skessujurt, við
erum einnig með frábæra íslenska kjötsúpu upp á
nýjan máta,“ segir Pálmi sem býður lesendum upp
á reykta ýsu frá Grími Gísla í Vestmannaeyjum.
reykt ýsa frá grími gísLa með nýjum
ísLenskum smæLkikartöfLum og skessujurt.
fyrir fjóra:
l 600–800 g af reyktum ýsuflökum frá grími gísla
i Vestmannaeyjum, þau eru best á bragðið og
passlega sölt, það er líka hægt að nota aðrar týpur.
l íslenskar premierkartöflur
l smjör
l 1 búnt af skessujurt
l salt og pipar
l 2 dl g -mjólk
l Lárviðarlauf
Útvatnið fyrst ýsuna í köldu vatni í um það bil
klukkutíma (fer eftir stærð og hversu mikið flökin
eru söltuð). Sjóðið ýsuna í vatni með lárviðarlauf-
um og piparkornum í um það bil 10 mínútur. Takið
svo hluta af soðinu frá fyrir sósuna.
Sjóðið kartöflurnar í vatni með salti og skessujurt-
arstilkum (notum blöðin þegar við smökkum þetta
allt saman til).
Ýsa og kartöflur eru svo einfaldlega stappaðar
saman með gaffli og auðvitað það góða íslenska
smjör, smakkað til með söxuðum skessujurtarblöð-
um og svörtum pipar.
sósan:
Notast er við 4 dl af ýsusoði, hálfan fiskisoðstening
sem er soðið saman, út í það er svo bætt 2 dl af G-
mjólk og 50 g af köldu smjöri. Þetta er síðan þeytt
upp með sprullara eða blandara. Í kjölfarið mun
sósan freyða og verða við það létt og kremuð. Að
lokum er gott að smakka réttinn til með svörtum
pipar.
Reykt ýsa fRá GRími Gísla
styðjast við gamlar
hefðir „okkur finnst
gaman að nota gamlar
hefðir og gleymt hráefni
frá norðurlöndunum og
reynum við eftir bestu
getu að setja það inn á a
la carte-seðilinn á VoX.“