Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 48
föstudagur 23. september 200748 Ferðir DV
U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s
á ferðinni Vissir þú?að orðið tjald er dregið af latneska heitinu tabernacul-um? enska orðið tabernacle er dregið af latneska heitinu og í fornu máli merkti það tjald en var síðar notað yfir guðshús, musetri og samkunduhús gyðinga...
Helgi Guðmundsson rithöfundur ólst upp á Norðfirði og þekkti lítið annað en
lífið þar. Árið 1962 fór Helgi 18 ára í sína fyrstu utanlandsferð. Ferðinni var
heitið til London þar sem hann hugðist hitta sína heittelskuðu. Hér segir hann
frá ferðinni sem var ansi skrautleg fyrir óreyndan en hugaðan mann að austan.
ÓVITI Á FERÐALAGI
V
eturinn 1962 flutti
Helgi Guðmunds-
son endanlega frá
Skuggahlíð í Norð-
fjarðarhreppi til
Reykjavíkur. Þar
hitti hann stúlku, þau felldu hugi
saman og síðar varð hún konan hans.
Um vorið fór stúlkan til Lundúna og
hugðist vinna þar til haustsins. „Við
höfðum uppi mjög leyndardóms-
full plön um að ég flygi um haustið
til Lundúna þar sem við myndum
trúlofa okkur. Þar myndum við eyða
nokkrum rómantískum dögum sam-
an áður en við færum til Edinborgar
þaðan sem Gullfoss sigldi heim til
Íslands. Þessi áform voru þó þeim
skilyrðum háð að ég yrði að þéna vel
yfir sumarið til að geta borgað ferð-
ina,“ rifjar Helgi upp.
18 ára í farbann
Þegar nær dró pantaði Helgi sér
far með Flugfélagi Íslands. Hann
fékk vilyrði fyrir fari en reglurnar
voru þannig að til þess að fá að fara
úr landi varð viðkomandi að hafa
borgað skattana sína. Helgi hafði
unnið í Síldarbræðslunni á Norð-
firði yfir sumarið og hafði dágóðar
tekjur. Þegar á reyndi kom á daginn
að Helgi fékk ekki að fara úr landi.
„Skattayfirvöldum leist alls ekki vel
á þessi ferðaplön 18 ára óreynds
pilts að austan. Mér fannst ég hins
vegar fær í flestan sjó eftir dvölina í
Reykjavík, var fullur sjálfstrausts og
hafði takmarkaðan skilning á tregðu
yfirvalda. Sumarhýran dugði fyr-
ir ferðalaginu en því miður ekki til
að borga skattana,“ segir Helgi sem
reyndi allar leiðir til að eiga þess
kost að hitta kærustuna. „Ég reyndi
meðal annars að fá lán í banka en
þar sem ég var ekki einu sinni fjár-
ráða var sú tilraun árangurslaus. Ég
sá því fram á að þurfa að sætta mig
við að komast ekki utan. Þar sem
panta þurfti símtöl til útlanda með
nokkurra daga fyrirvara sendi ég
kærustunni bréf þar sem ég greindi
frá stöðu mála,“ segir Helgi.
Óvæntur bjargvættur
Aðeins fáeinum dögum áður en
vélin átti að fara hljóp á snærið hjá
Helga. „Pabbi vinar míns, sem er
reyndar vinur minn enn, sá aumur
á mér og sá að þetta gat ekki geng-
ið svo hann gekk í ábyrgð fyrir mig
gagnvart skattayfirvöldum. Það var
því ekki fyrr en á síðustu stundu
sem í ljós kom að ég gat farið, en
skilaboðunum gat ég ekki komið til
kærustunnar sem hafði nýlega feng-
ið fregnir um að mín væri ekki að
vænta,“ útskýrir Helgi sem gat ekki
beðið eftir að hitta kærustuna.
Þegar Helgi lenti á flugvellinum í
Lundúnum rakst hann á vandamál
sem hann hafði ekki hugað að. „Ég
komst að því að ég kunni ekki stakt
orð í ensku eða öðrum tungumál-
um öðrum en minni gullaldarís-
lensku,“ segir Helgi sem fékk ekki að
fara óáreittur út af vellinum. „Eftir-
litsmaður veitti því athygli að ég var
með friðarmerki í jakkaboðungn-
um. Honum leist ekki vel á þenn-
an unga mann og spurði og spurði
spurninga sem aulinn að austan gat
auðvitað ekki svarað. Eftir nokkurra
mínútna rekistefnu var mér hleypt í
gegn og ég komst út úr flugstöðinni.
Þá hugðist ég taka leigubíl til kærust-
unnar án þess að vita hvort til henn-
ar væru tíu kílómetrar eða hundrað.
Leigubílstjórinn gaf með handbend-
ingum til kynna að hann skyldi taka
við ferðatékkunum og skipta þeim
fyrir mig, ég efast um að slíkir tékk-
ar séu notaðir lengur,“ segir Helgi.
Það var þá sem annan bjargvætt
bar að. „Björn heitinn Þorsteins-
son sagnfræðingur var staddur fyrir
utan flugvöllinn og sá út undan sér
að þarna var fullkominn auli á ferð-
inni sem var í þann mund að láta
gráðugan leigubílstjóra hrifsa af sér
sumarlaunin. Hann tók í taumana,
náði tékkunum til baka og bauð mér
far með rútunni inn í miðborgina en
án hans hefði ég aldrei haldið áætl-
un. Þaðan tók ég leigubíl til kærust-
unnar.“
Fallegasti hringurinn
Kærastan varð að vonum mjög
hissa þegar Helga bar að garði. „Við
skemmtum okkur prýðilega í Lund-
únum þó að ég hafi verið óendan-
lega vitlaus og óreyndur. Ég fór til
dæmis í bakarí og ætlaði að kaupa
mér eitthvað sem ég hafði ekki
smakkað áður. Þegar ég hafði greitt
fyrir og ætlaði að borða góðgæt-
ið kom í ljós að ég hafði keypt hrátt
smjördeigsstykki sem aukinheld-
ur innihélt hrátt kjöt,“ segir Helgi
og hlær að eigin fáfræði. Loks kom
að því að þau fóru til að kaupa sér
trúlofunarhringa. „Ég kunni ekkert
á slíkt frekar en nokkuð annað og
þekkti ekki muninn á 14 karötum,
18 eða 22. Við keyptum bara falleg-
asta hringinn og hann var 22 karöt
og allt of mjúkur fyrir mann sem fór
að læra til smiðs. Þessi dýri hringur
var því orðinn handónýtur vorið eft-
ir,“ segir Helgi. Að nokkrum dögum
liðnum hélt nýtrúlofað parið með
næturrútu til Edinborgar. Ferðin var
nokkuð löng og flestir sváfu í rút-
unni yfir nóttina, þar á meðal stúlk-
an hans Helga. „Þegar flestir voru
sofnaðir var maður hinum megin
við ganginn sem vildi ólmur segja
mér eitthvað. Ég skildi ekkert hvað
maðurinn var að fara og vildi alls
ekki vekja kærustuna sem svaf vært
mér við hlið. Að lokum gafst hann
upp á mér, tók upp hlýlegt teppi og
breiddi yfir sig. Það var ekki fyrr en
við komum á áfangastað sem ég
skildi hvað manninum gekk til. Ég
hafði setið á teppinu okkar alla leið
frá Lundúnum til Edinborgar.“
Sjóveikur sjóari
Eftir nokkurra daga dvöl í Edin-
borg kom að heimferðinni. „Í ljós
kom að ég hafði keypt mér miða
á fyrsta farrými en hún var á öðru.
Stéttaskiptingin var mikil á þessum
tíma og því var þetta mikið púslu-
spil. Ég mátti heimsækja hennar far-
rými en hún mátti ekki koma yfir til
mín,“ segir Helgi. Þrátt fyrir að hafa
lengi verið á sjó var hann sjóveikasti
maðurinn um borð í Gullfossi. „Ég
man sérstaklega eftir einu skiptinu
þar sem ég sat við borð með fínum
frúm á fyrsta farrými. Ég hafði borð-
að óvarlega og fann að ég þurfti enn
einu sinni að kasta upp. Ég bað þær
að afsaka mig, hljóp út á þilfar og
tæmdi magann. Að svo búnu kom
ég inn aftur, settist við borðið og
át annað eins af mat. Kerlingarnar
voru stórkostlega hrifnar af þess-
ari hetjudáð, að geta troðið í mig
kræsingum milli þess sem af sjó-
veiki ég kastaði öllu upp aftur,“ segir
Helgi léttur í bragði. „Ég mun aldrei
gleyma hversu mikill auli ég var á
þessum árum. Ég kunni fátt annað
en það sem ég hafði lært í Skugga-
hlíð í Norðfjarðarhreppi en sú vitn-
eskja dugði mér skammt í stórborg-
um Evrópu, þó að hún hafi orðið
mér holl í lífinu að öðru leyti,“ seg-
ir Helgi að lokum en þau skötuhjú
giftu sig sumarið eftir.
Saltfiskssetur
í Grindavík
Á reykjanesi er lögð mikil áhersla á
heilsufars- og náttúrutengda ferða-
þjónustu og setur bláa lónið
punktinn yfir i-ið. en á reykjanesi
eru líka mörg markverð söfn eins
og bátasafnið í reykjanesbæ,
byggðasafn suðurnesja, fræða-
setrið í sandgerði, saltfiskssetur
Íslands í grindavík, byggðasafnið á
garðsskaga og Jarðfræðisetur Hita-
veitu suðurnesja í svartsengi.
Gengið
á Búrfell
Á sunnudaginn efnir Útivist til
gönguferðar á topp búrfells í
Þjórsárdal. Lagt verður af stað frá
bsÍ klukkan níu að morgni. gangan
hefst á móts við sámsstaðamúla en
þaðan liggur leiðin upp á skálarfell
og síðan á topp búrfells. Þetta er
sjötta og síðasta ferð Útivistar þetta
haust á fjöll sem heita búrfell.
göngutími er áætlaður fimm til sex
klukkustundir.
Sumri hallar,
hausta fer
Vert er að brýna fyrir ökumönnum
að huga vandlega að undirbúningi
haustferðalaga. Nú er sá tími
kominn að veðrið getur skipt um
ham nær
fyrirvaralaust. Því
er mikilvægt að
bæði bíllinn og
toppstykkið séu í
lagi. Nauðsyn-
legt er að athuga
ástand dekkja og
meta hvort
snjódekkin gætu verið öruggari
kostur en sumardekkin. Þá þarf að
huga vel að olíu, loftþrýstingi og
ljósabúnaði, enda dimmir með
hverjum deginum sem líður. Þeir
sem þurfa að láta athuga
toppstykkið ættu að leita til
fagmanna, enda er andlegt
jafnvægi mikilvægasta öryggisat-
riði ökumanna.
Skötuhjúin nýgift myndin er tekin árið eftir ferðina.
Helgi Guðmundsson fór óharðnað-
ur en fullur sjálfstrausts til London.
Skíðagöngu-
mót í Blá-
fjöllum
Á morgun, laugardaginn 22. sept-
ember, stendur nýstofnað
skíðagöngufélag Útiveru fyrir
fyrsta skíðamóti vetrarins
í bláfjöllum.
um er að
ræða 10 km
göngu á
hjólaskíðum
en þau hafa
notið vaxandi
vinsælda til
æfinga utan
vetrartíma
þegar lítið er um snjó. mótið er
opið öllum sem lagt hafa stund á
göngu á hjólaskíðum. mótið fer
fram á bláfjallavegi og hefst
gangan klukkan ellefu á móts við
sandskeið og lýkur við bláfjalla-
skála, en þátttakendur mæti við
bláfjallaskála kl. 10.30. skráning
fer fram á skidagongufelagid@
hotmail.com