Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 23
Þegar ég skar mig
Smásaga eftir Elías Mar
Vorið reyndist kalt ]>etta ár; það var árið sem ég varð tvítugur.
A því undangengna hafði mörgum spurningum verið svarað. og til fulls. En
fleiri reyndust þær gátur sem spruttu upp í stað hverrar um sig, þó. Og litur
vors þessa, hann var hvítur og blár; í senn. Blár og livítur.
Svo, í framhaldi af þessu, skírskota ég til andstæðunnar jafnframt: til hins
dumbrauða, glóbjarta, íðilgræna: guðaveigarinnar í breytilegum myndum.
Vitið ér enn eðr hvat? var spurt; þetta vor.
Ég rifja upp: vegginn fyrir framan mig (þeir voru reyndar á alla vegu; fjór-
ir). Hann var grár.
Þetta var innanhúss. Stofan mín; litla vinalega slofan mín. Ég vissi að
gráum fletinum, það man ég; tvítugur, einum degi betur.
Hvenær stendur maðurinn á hátindi þroska síns? spurði einhver (spyr ég
— enn?).
Grár, sagði ég, en hann var annað og meira en grár; þarna. Ég hafði rist á
hann særingar, í mannsmyndnm. Þessi teikn á gráum fleti virti ég fyrir mér
öðru fremur. Barn. Hús. Ilraun. Mosa. Haf. Strönd. Sól. Mann. Allt í svartri
krít.
Frá þessum gráa fleti mcð svörtu kroti vatt ég mér að sykurkassannm til
hliðar; en þar stóð kontrapunktur veðurguða og almanaks í dæilegum lykli:
Chartreux. Og ég hvarf að glasi því á fæli, sem geymdi punktsins..
En — þá hvað? — Hvað þá?
Þá seildist gegn loðin kló.
Sem sagt, ég minnist þessa: að ég hafði virt fyrir mér svartkrítarlínurnar
á gráum veggnum og ætlaði mér að snerta glasið mitt. Og þá seildist fram
höndin. Hvaða hönd? spyrðu.
Loðin hönd mannsins scm kom of seint; sem aldrei kom. Sem lét mig bíða.
D A G S K R Á 21