Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 24

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 24
Sem ekki var vinur í raun á köldu vori. Sem sveik það upprunalegasta í barn- inu, sjálfum sér; mér. Þáði hvað ég veitti, loks er hann birtist; án samvizku, smámennið. Kom og kom ekki. Var og var ekki. Og: Loðin KIó hremmdi glasið á fæti með íðilgrænum drukk. En ég — hló. Ég hló við; lágt. (Vitið ér enn eðr hvat? var spurt.) Ég hafði gleymt honum. Þetta er sannleikur: ég hafði gleymt honum; það hafði mér tekizt. Svo vissi ég aftur nærveru hans. Fáum orðum sagt: hann saup út. Dásamlegt! Gaman að sjá Loðna KIó stinga út úr glasi! sagði ég. Þá hafði ég ekkert sagt lengi. Við bræður tölum yfirleitt fátt. En nú hlýt ég að viðurkenna: að ég man ógjörla hvað gerðist næst þessu Ég hef aðeins grun um það; óljósa hugmynd; en hana set ég fram: Ég snéri mér að gráa veggnum með svarta krotinu og jók við; glereygðum kvenmanni, með sprengjur í stað brjósta........(Er þetta rétt? spyr ég enn.) Þetta vor reyndist kalt; og hvítblátt. Og ég benti á vegginn og sagði, við sjálfan mig: Tat tvam así! Síðan? Síðan skirpti ég á Loðna Kló. Þá gekk hún út, L. K.. og kvaddi með þög- ulli hneigingu; því hann kann sig. Hann hneigði sig djúpt, eins og Kínverji. En(?) ... Ég var ekki einn. Nota bene: handan við Loðna Kló sat Herra S. X.; sem fastast („Stritaðist hann við að sitja.“) Og andartak hvarflaði að mér — að skirpa á hann líka; en það gerði ég ekki. Ég skirpti ekki. En hann stóð nú upp; loksins. Hann stóð upp og sagði: Ég fer líka. Jæja, sagði ég. Já (sagði hann). Gott og vel. Good-bye, sagði ég. Étlann! sagði Hr. S. X. Púnktum.-----------Hann stóð reikull um stund, á miðju gólfi, og ég sagði: Sástu Loðna Kló? Loðna KIó hvað? sagði hann. Sástu Loðna Kló? endurtók ég. Þú ert fullur; útúr, sagði hann. (Stutt þögn.) Þetta er stofan mín; litla stofan mín, sagði ég lágt. (Stutt þögn, aftur.) Svo var hann að fara, að mér fannst. Þetta vor reyndist hvítblátt, og kalt; mjög svo. Og þó hafði einhver sagt. að Nóttina tæki að stytta! Og þá varð það: að ég leit enn gráa flötinn með svartkrítinni. í biblíustíl. 22 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.