Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 25
Ég tók krítina í hönd mér, braut í tvennt, gerðist klökkur og sagði: Tök-
um allir hér af. Og vér munum öðlast glóbjart vor, grænt vor og dumbrautt,
ogsvo.
Allir átu krítina: ég, og Herra S. X.
Drjúg stund leið. í þögn. í gleymni; óskýranlegri því miður. Þá mun hafa
orðið vendipúnktur. Talaði S. X. og sagði: Ég fer. (Loðin Kló var farinn, svik-
arinn. Og S. X. vildi fara; einnegin . . .)
Nei, sagði ég auðmjúkur. Hvað hef ég gert? Hví viltu fara?
Mælti þá S. X., lágróma, og ýgur í augum hans: Síðan tók hann kaleikinn,
var það ekki?
Við hvað áttu?
. . . og sagði: þetta er mitt blóð, ha? Eða eigum við aðeins að éta brauðið?
Krítina? Hvað um vínið á eftir?
Þá var það (það man ég vel) sem þetta gerðist: Ég seildist að kassanum;
s.vkurkassanum mínum: stofuborðinu. Chartreux? Nei: enginn íðilgrænn
drukkur meir. Engin flaska meir. Ekkert glas á fæti lengur, — heldur næfur-
þunnur hlutur stáls, bláhvítur í eggina: rakvélarblað hárbeitt, sem ég hélt upp
að andliti Herra S. X., auðmjúkur í smæð minni (Hvenær stendur maðurinn
á hátindi þroska síns?) og sagði: Vínið.
Hann sá ekki.
Vínið, sagði ég aftur.
Hann sá ekki; heyrði ekki. Hvað gat ég gert?
Ég . . ..
Ég skar mig.
Ég skar mig;
ég skar mig,
ég skar mig
ég skar mig í handlegginn, sjöþumlunga langan skurð í framhandlegg ut-
anverðan. Með hárbeittri egg sem var hvítblá eins og vorið (Andstæðan:
íðil- etc. Hvílíkt grín!).
En — þá sagði S. X.: Uss! Hversvegna skerðu þig ekki alminlega, mað-
ur? Ha? Hversvegna skerðu þig ekki á púlsinn?
(Púlsinn!)
Hvað ég þá gerði — það man ég. Ég skar mig á púlsinn.
(Vitið ér enn eðr hvat? Hvenær stendur maðurinn á hátindi þroska síns?)
Ég skar.
Ég skar;
ég skar,
ég skar
þveran skurð yfir hörund, sinar. og æð æða (Daginn eftir fékk ég móral,
að vísu). Svo þegar S. X. hélt áfram og sagði: Why don’t you put it in a
glass, you fool! þá skar ég betur og dýpra; skar og sargaði inn í bein. Og dó.
DAGSKRÁ
23