Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 27

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 27
Halldóra B. Björnsson: Tvö Ijóð Láttu þér vaxa tré Vex líka tré við gluggann þinn? Nei. Og sérðu þá ekki þegar rökkvað er orðið koma utanúr geimnum lítinn mógráan fugl, setjast á blaðlausu greinina, skorða sig þar, stinga höfði undir vœng og sofna? N ei. Og sérðu þá ekki heldur þegar morgnar litla mógráa fuglinn DAGS KRÁ lyfta höfði undan vœng núa stírur úr kringlóttum augum, teygja fyrst annan fótinn og annan vœnginn, teygja síðan hinn fótinn og hinn vœnginn, ýfa fiðrið og hrista af sér morgunhroll, hoppa uppá næstu grein, lirista sig þar enn og tína af sér óvwrð? N ei. Og hefurðu þá aldrei séð liann spyrna fótum, ramba á skjálfandi kvistinum, þeytast af stað og hverfa útí hálfnaðan morguninn? N ei aldre i. Þetta gœtirðu séð ef tréð vœri vaxið. 25

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.