Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 33

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 33
fram ákveðin vandamál og minni (motiv). I einu leikrita sinna er hann að velta fyrir sér svipuðu og Jóhann Sigurjónsson í Galdra-Lofti: er hug- myndin að glæp jafnrefsivert fram- kvæmdinni? — gamalt viðfangsefni heimspekinga. Þjóðverjinn Giinther Eich, einhver fremsti útvarpsleikritahöfundur, sem nú er uppi, hefur að sumu leyti svip- aða afstöðu til efnis síns og Brecht, en form hans er annað. T. S. Eliot er um flesta hluti and- stæða Brechts. Hann á ekkert af upp- runaleika hins síðarnefnda, hinu hráa og djarfa. Leikrit hans eru í bundnu máli, úr hverri setningu andar menn- ing (og stundum lærdómur), kímni hans er fáguð, hugsanirnar formaðar af dómgreind og skerpu, hann lýsir yfirstéttarfólki, sem hefur vanizt því að vinna með heila og ekki höndum, og vandamál þess eru ekki, hvort það hafi ofan í sig og á þessa heims. Brecht hrópar upp frelsun sína með bumbuslætti og lúðraþyt, en þá frels- un, sem Eliot boðar, felur hann und- ir yfirborði létts og eðlilegs samtals- tóns, sem tekur sig vel út á sviði. Það er trúin, sem er hið dramatíska hreyfi- afl hjá Eliot, líkt og hjá Claudel í Partage du Midi og Le Soulier du satin og Graham Greene í The Liv- ing Room og The Potting Shed, átök- in verða oft milli þessa heims og ann- ars. í leikriti eins og The Private Se- cretary er hann að velta fyrir sér ekki óþekktri spurningu: Hver er ég, ásamt spurningunni um arf og uppeldi, hann hefur fært Ion Evripidesar í nútíma- búning. The Cocktail Party er at- hyglisverðara verk, því að lífsskoðun höfundar kemur þar skýrar fram. Trú Eliots er hlífðarlaus og krefst afneit- unar. Það eru ekki nema örfáir, eins og Celia í The Cocktail Party, sem eru færir um að fórna öllu og deyja píslarvættisdauða. Handa hinum á Eliot enga von aflögu. Nýtt leikrit cftir Eliot, „The Elder Statesman“, verður sýnt á Edinborgarhátíðinni í haust. A það hefur verið bent og þótt ein- kennandi, að verk helztu evrópsku leikskáldanna á undanförnum árum höfða oft fullt eins mikið til heila- starfseminnar, eru intellektúell, þar sem verk amerískra skáldbræðra þeirra höfða fyrst og fremst til tilfinn- inga og kennda. Undantekningar eru margar, en þarna höfum við þó eitt af einkennum „hins ameríska skóla“, og það þrátt fyrir augljósa ást hans á sálgreiningu. Eugene O’Neill ruddi þar brautina með tilraunum sínum um persónuklofningu, skiptingu tilsvar- anna í hugsaðan hluta og sagðan (The Great God Brown, Days Without End, Strange Interlude). Það er hold- ið, hið veika hold, sem framar öðru veldur dramatískum átökum hjá amerísku höfundunum, t. d. Tennes- see Williams, ekki í baráttu við trú- arlega köllun eins og hjá Claudel í Partage du Midi, sem hefur sálirnar í æðra veldi og nærfellt dregur vanda- málið yfir á svið háspekinnar, heldur er þvert á móti haldið sér við jörðina og það mót, sem þjóðfélagið setur á þessa einstaklinga. Kynhvöt og pen- ingar eða peningaskortur og hleypi- dómar verða oft tilefni dramatískra átaka, persónurnar eru mannlegar að manni finnst og oft brjóstumkenni-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.