Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 40
svo til við lifrarkæfu. í ölvímunni fór ég að
níða niður Tolstoj.
„Hann bugaðist þessi greifi þinn; hann varð
hræddur. Þessi trúardella var ekkert nema
hræðsla. Hann var hræddur við kulda, elli og
dauða; og hann gerði sér hlýjan feld úr trúar-
trausti sínu.“
„Haltu áfram, áfram,“ sagði Kazantsev og
riðaði til höfðinu, sem líkast var fuglshöfði.
Við sofnuðum út af á gólfinu við rúmin
okkar. Mig dreymdi Katju, fertuga þvotta-
konu, sem bjó á hæðinni fyrir neðan. Við sótt-
um til hennar heitt vatn á hverjum morgni.
Ég hafði aldrei séð greinilega framan í hana,
en í draumi áttum við saman mök, sem ekki
eru Guði þóknanleg. Við borð lá, að við bein-
brytum hvort annað með ofsalegum kossum.
Þennan morgun flýtti ég mér að sækja til
hennar heitt vatn.
Ég sá fölan og gugginn kvenmann með sjal
um herðar, öskugrátt hár og þrútnar og vinnu-
lúnar hendur.
Frá þeim degi borðaði ég morgunmat hjá
Bendersky á degi hverjum. Ný eldavél, síldar-
réttir og súkkulaði skutu upp kollinum á háa-
loftinu hjá okkur. Tvisvar sinnum bauð Raísa
mér í ökuferð í vagni sínum um ströndina. Ég
gat ekki á mér setið að segja henni allt af létta
um barnæsku mína. Mér til undrunar varð úr
því sóðafengin saga. Undan hetm sinni úr
moldvörpuskinni starði hún á mig skærum,
óttaslegnum augum. Augnhárin titruðu af með-
aumkun.
Ég var kynntur fyrir eiginmanni Raisu, sköll-
óttum og andlitsrjóðum Gyðingi, þrekvöxnum
og sterklegum. Hann gekk jafnan álútur eins
og hann væri viðbúinn að flýja.
Almannarómur sagði, að hann væri í nánum
tengslum við Raspútin. Gríðarlegur stríðsgróð-
inn, sem hann sankaði að sér, gerði hann því
nær örvita, hann leit út eins og einóður vit-
firringur. Augun voru á sífelldu flökti: hann
virtist ekki hafa hugmynd um neitt, sem í
kringum hann var. Ralsa var alltaf í vand-
ræðum, þegar hún þurfti að kynna hann nýj-
um kunningjum.
Uppúr nýjári komu tvær systur Raísu frá
Kiev. Dag nokkurn kom ég með handritið að
„L’Aveu", en þar sem Raísa var ekki heima,
gerði ég mér ferð þangað aftur á kvöldi sama
dags. Fjölskyldan sat að matborði. Hneggjandi
hlátur og æstar karlaraddir hljómuðu frá borð-
stofunni. Það er ávallt hávaðasamt við mat-
borðið hjá nýríku fólki. Raísa kom fram og
gaf sig á tal við mig, klædd samkvæmiskjól,
flegnum langt niður á bak. Hún hafði inniskó
úr tilbúnu leðri á fótunum og bar sig klaufa-
lega.
„Ég er drukkin, elskan mín,“ sagði hún og
breiddi út faðminn. Handleggimir voru hlaðn-
ir armböndum úr platínu og smaragðshringum.
Líkaminn sveigðist eins og slanga, sem dans-
ar eftir hljóðfalli. Bylgjað hárið þyrlaðist um
höfuðið og skyndilega lét hún sig falla niður
í fornan, útskorinn stól. Það hringlaði í skart-
gripunum. Það glytti á ör á dyftu bakinu.
Hlátrasköll kvennanna hljómuðu úr borð-
stofunni. Nú komu systur Raísu inn í herberg-
ið, þær voru barmmiklar og holdugar eins og
Raísa sjálf, á efri vör báru þær mjúkan skegg-
hýjung. Brjóstin stóðu fram og svart hárið stóð
í allar áttir. Báðar áttu þær eiginmenn, sem
líktust Bendersky í cinu og öllu. Herbergið
fylltist ósamstæðri, óhóflegri, kvenlegri gleði,
kæti fullþrcska kvenna. Eiginmennirnir dúð-
uðu konur sínar í selskinn og Orenburg-sjöl
og drógu svarta aurskó á fætur þeirra. Þegar
búið var að dúða þær, var með naumindum
hægt að grilla í gljámálaðar kinnar, fölbleik
nef og nærsýn, glansandi, gyðingleg augun. Þau
léku við hvern sinn fingur af kæti og höfðu há-
reysti í frammi. Loks lögðu þau af stað í leik-
húsið til að heyra Chaliapin syngja í óperunni
„Judit“.
„Mig langar að vinna," hvískraði Raísa og
teygði nakta armana í áttina til mín, „við höf-
um engu komið í verk í heila viku.“
Hún sótti flösku og tvö glös inn í borðstof-
una. Brjóstin dingluðu undir víðum kjólnum;
það sást greinilega í geirvörturnar, sem loddu
við silkið.
„Þetta er dýrasta vín,“ sagði Raísa og hellti
fleytifull glösin, „Muscatel ’83. Maðurinn
minn drepur mig, |>egar hann kemst að þessu.“
38
DAGSKRA