Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 62

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 62
Þessi grandvari læknir finnur i stöðu sinni til ábyrgðarinnar gagnvart samborgurum sínum og hann lilýðir kalli sínu út í ystu æsar, því að án heilagleika og hctjuskapar vill hann gera eins og hetjur og helgir menn, cn forgangskrafa hana er önnur cn þeirra: — Ef það cr satt, að menn varði miklu, að þeim séu gcfin dæmi og fyrirmyndir, sem þeir nefna hetjur, og ef það er óhjákvæmilegt að ein slík finnist í þessari frásögn, vill sögu- ritarinn einmitt halda frain þessari lítilmótlegu og hlédrægu hetju, sem hafði ekki annað til síns ágætis en ögn af hjartagæsku og hugsjón, sem í reyndinni var hlægileg. Þannig fær sannleikurinn það sem honum ber, dæmið tvisvar sinnum tvcir sína fjóra, og hetjuskapurinn þann bekk í annari röð, scm honum ber, á eftir en ekki á undan hinni göfugu kröfu um hamingju. Göfuga krafan um hamingju cr kjarninn í baráttu þessa fólks, sem að öðru leyti lifir lífi sínu án fram- halds og án vonar. Það hliðrar sér hjá því að heita hetjur eða dýrling- ar, þótt það starfi í anda þeirra og ávinni sér sömu verðleika. Og Cam- vis gerir sér títt um að draga marka- línurnar, hvar þessi lukta veröld hans endar, en einmitt á þeim mörk- um verður vart þeirrar freistingar að fara yfir þau og opna augun fyrir öðru og meira cn velferð augnabliks- ins. Samt þverskallast hann og ver sig með kergju gegn ásókn trúarsann- indanna, eins og í ljós kemur í þessu stutta samtali: — ... ég skil, muldraði Paneloux. Þetta kemur mönnum í uppnám (dauði saklauss unglings), af þvi að við getum engu um þokað. En kannski ber okkur að elska það, sem við get- um ekki skilið. Rieux rétti snögglcga úr sér. Hanu horfði á Paneloux mcð allri þeirri einbeitni, sem augun megnuðu, og hristi höfuðið. — Nei, faðir, sagði hann. Eg geri mér aðrar hugmyndir um kærleik- ann, og til dauðadags skal ég neita að clska það sköpunarvcrk, sem læt- ur saklaus börn kveljast. Það fór óróleikaskuggi yfir andlit Paneloux. — Æ, læknir, sagði hann dauflega, ég hcf nú komist í skilning um það, scm kallað er náð . . . — Það er nú hlutur, sem ég á ekk- ert í og hef aldrei átt. En ég get ekki rætt það við yður. Við störfum sam- an vegna einhvers, sem sameinar okk- ur ofar öllum formælingum og bæn- um. Það er hluturinn. Paneloux settist við hliðina á Ri- cux. Hann virtist vera hrærður. — Já, sagði hann, já, þér eruð líka að vinna að frelsun mannanna. Ricux reyndi að brosa. — Frelsun mannanna er of stórt orð fyrir mig. Eg geng ekki svo langt. Það er heilsa þeirra, sem ég læt mig varða, heilsa þeirra umfram allt. Paneloux hikaði. — Læknir, sagði hann. En svo þagnaði hann ... — Verið ]>ér sælir, hvíslaði hann og augu hans leiftruðu, er hann reis á fætur. Rieux hrökk upp úr draumum sínum, þeg- ar presturinn var að fara, og gekk á eftir honum. 60 D A G S K R A

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.