Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 69

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 69
honum. íslenzk dæmi: Jón Sigurðsson, Step- han G., Bjarni Thorarensen. Listræn útgáfa er aftur á móti það, þegar gefinn er út ein- hver dálítill úrvalsflokkur bréfa, sem öll lúta að sama umhverfi, er annaðhvort takmarkast af fjölskyldu eða vinahópi á vissu tímabili. Ut- gefandi getur ráðið því sjálfur, hvar skal byrja og hvar enda, hvaða bréf skal birta og hverj- um sleppa. Það er á valdi hans, hve margar persónur eru nefndar til sögunnar og með úr- vali sínu og niðurröðun getur hann haft hin mestu áhrif á heildarsvip verksins og ráðið töluverðu um afstöðu lesandans til persóna og atburða, sem bréfin fjalla um. Hinir gömlu bréfritarar eiga býsna mikið undir trúnaði þess manns, sem tekur sér fyrir hendur að hagræða svona úrvali sendibréfa fyrir almenna les- endur. Dæmi um þessa tegund bréfaútgáfu eru bréfasöfn þau, sem Finnur landsbókavörður Sigmundsson hefur gefið út á undanförnum árum, svo sem Húsfreyjan á Bessastöðum og Sonur gullsmiðsins, bæði viðvíkjandi Grími Thomsen og fólki hans, og Úr fórum Jóns Arnasonar og loks safn það, sem nýlega er út komið og er tilefni þessa greinarkorns, Skrif- arinn á Stapa, bréf, sem öll snúast um Pál stúdent Pálsson (án þess að vera um hann), skrifara Bjarna amtmanns Þorsteinssonar, flest frá Páli eða til hans. I bók þessari eru 127 bréf og skýringarglepsur úr fleiri eftir 25 bréf- ritara, sem flestir eru þjóðkunnir menn, skóla- bræður Páls stúdents, húsbændur, venzlafólk. Nærri má geta, að þarna kennir margra grasa, rætt er fram og aftur um menn og málefni, dagdómar felldir og gammurinn látinn geisa. Til samans er þetta frábær aldarspegill, svip- sýn af lifandi lífi fyrri tíðar og sýnir á nær- mynd ýmsa drætti í fari þjóðkunnra manna, sem hvert mannsbarn þekkir af blöðum sög- unnar. Allt er þetta bráðskemmtilegt, en það, sem hrífur mann mest, eru þó hin mannlegu örlög, sem lesin verða út úr þessum bréfum, og persónurnar, sem þessum örlögum sæta. Það þykir kannske mikið upp í sig tekið, en mér finnst bréfasafn eins og þetta hafa áþekk heildaráhrif og ættarróman á breiðum grund- velli eða eins og til dæmis Sturlunga, og má ekki leggja meira í þennan samanburð en efni standa til. Maður fylgir persónunum eft- ir frá vöggu til grafar, hrífst af örlögum þeirra og tekur afstöðu til þeirra. Bréfritararnir eru yfirleitt góðir stílistar, D A G S K R Á hafa frá nógu að segja, eru opinskáir og yfir- leitt framúrskarandi geðþekkt fólk. Ég skil, að Finnur Sigmundsson á þessum góða efni- viði mest að þakka, en ég held einnig, að hon- um hafi tekizt úrvalið úr bréfahaugunum mæta vel og vel hafi heppnazt að láta bréfritara koma fram sem frásagnarmenn og dramatis personae um leið. Einkennilega hlýtt verður manni til hins hógværa, hlédræga, ljúfa skrif- ara á Stapa. Orlaga hans sjálfs verður mað- ur naumast var í bréfasafni þessu, hans er að sitja hjá og horfa á og hlusta á vini sína og venzlamenn, hann á allra traust, til hans hverfa þeir með einkamál sín. Eins og þessu bréfi er fyrir komið verður Páll stúdent eins og miðdepill, þar sem mætast og fléttast ör- lagaþræðir margra manna. Þessir menn, bréf- ritararnir, hafa búið Finni Sigmundssyni vel í hendur, en hann hefur af smekkvísi og leikni raðað steinunum saman í þessa samstæðu mósaík. Framlag hans, auk þess að velja bréf- in og raða þeim, formáli, einkunnarorð, efnis- ágrip bréfa og skýringar með þeim, finnst mér allt með mjög hugþekkum blæ, hófsamlegt og notalegt, og á sinn hátt í heildarstemningunni í bókinni. Vinnubrögðin eru svipuð og í fyrri bréfasöfnum Finns, og virðist ekki ástæða til að breyta þeim, úr því að þau hafa gefizt vel Og náð sínum tilgangi. Að formi öllu og frá- gangi sé ég ekki betur en að þessi bók marki góða og skynsamlega stefnu fyrir bókaflokkinn Islenzk sendibréf, sem hún er fyrsta bókin í. Fróðlegt væri að vita, um hvað næsta bók verður, en það má heita nokkurn veginn víst, að þar munu aftur hittast stunar þær persón- ur, sem gamli Páll stúdent hefur nú kynnt fyrir okkur, og þá munum við ekki gleyma að segja: „Takk fyrir síðast, það gleður mig að hitta yður aftur.“ Kristján Eldjárn. Merk minningabók nútímamanns Endurminningar Sveins Björnssonar. Sigurður Nordal sá um útgáfuna. Isa- foldarprentsmiðja, Reykjavík. Það þóttu góð tíðindi, þegar fréttist, að Sveinn Björnsson forseti hefði verið kominn vel á veg að skrifa minningar sínar, þegar hann féll frá. Þar var frá að segja æviferli, sem 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.