Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 71
og skólaleysi. Minningar hans frá þroska- og
fullorðinsárunum eru úr athafnalífi vaxandi
höfuðborgar og sfðan af skiptum við dipló-
mata og hina dýrustu tignarmenn erlenda, en
ckki um átök við vatnsföll og stórviðri, strfð
og strit alþýðu í dal og við sjó. Flestar minn-
ingabækur íslenzkar fjalla um líf fyrri aldar,
margt dýrmætar bækur og frábærar, bæði sem
hcimildir um sögu og menningu, scm bók-
menntaleg verk og sem skjöl um mannleg ör-
lög. En einmitt af því að svo mikið er til af
góðum minningabókum, sem gerast í hinu
gamla menningarumhverfi, er það sérstakt
gleðicfni að fá í hendur minningar manns,
sem átti sér æviferil nútímamanns. Slíkur
maður var Sveinn Björnsson forseti. Hann var
maður hins nýja tíma í íslenzku þjóðlífi. Sú
kynslóð, sem nú lifir og man forsetann, mun
lesa minningar hans með lifandi áhuga, og
ætíð verður þeim staður búinn með hinum
merkustu í sinni bókmenntagrcin, svo sem höf-
undarins verður ætíð minnzt í íslenzkri sögu.
(E. S. Ekki veit ég hvað öðrum finnst, en
mér finnst það vera eins og hver annar hrekk-
ur við lesendur að setja ekki útgáfuártal á
bók. Ártalið 1957 stendur að visu undir eftir-
mála Sigurðar Nordals, en ekki þarf það að
vcra sama og að bókin hafi komið út þetta
ár. Annað ártal hef ég hvergi getað fundið
á hókinni cg þykir stórum miður. Svo oft hef
ég mér til skapraunar og skaða rekizt á þenn-
an sama ókost á góðum erlendum bókum. Ár-
tal á bók á að vera ófrávíkjanleg regla.)
Krislján Eldjárn.
Saga manns — héraðs — þjóöar
Arnór Sigurjónsson: Einars saga As-
mundssonar. Fyrra bindi. Bóndinn í
Nesi. Bókaúlgáfa MenningarsjóSs. —
Reykjavík 1957.
Okkar í milli sagt hef ég alltaf haldið, að
Einar Ásmundsson í Nesi, hafi verið hár mað-
ur vcxti og mikill að vallarsýn. Af Einars sögu
Ásmundssonar eftir Arnór Sigurjónsson sé ég
nú, að þessu var þeröfugt farið: Einar í Nesi
var smár á vöxt og sópaði h'tt að persónunni.
Ekki er mér Ijóst, hvað hefur í öndverðu vald-
ið þessari röngu hugmynd, enda skiptir það
ekki máli, þvf að hvort tveggja er, að ekki
er um merkilegan þátt persónuleikans að ræða,
D A G S K R Á
enda óvíst að nokkur hafi verið haldinn þess-
ari firru annar en ég.
Annað mál er það, að við lestur þessarar
bókar munu fleiri en ég standa sjálfa mig að
því að hafa verið haldnir nokkrum fordómum
um persónu Einars í Nesi. Minning hans hefur
að vonum verið mönnum fersk fram á þenn-
an dag, ekki sízt á Norðurlandi. Oft heyrði
ég þetta nafn í bernsku, og einhvern veginn
var það svo, að nokkuð var tvíbentur í því
hljómurinn. Áður cn maður vissi svo sem
nokkuð raunverulegt um þennan mann, finnst
mér hafi seytlað inn í mann vitund um eitt-
hvað tortryggilegt. „Enginn frýr þér vits o. s.
frv.“, „Mér er um og ó o. s. frv.“. Það er býsna
erfitt að losa sig með öllu undan valdi þeirra
fordóma, sem svona læðast inn í mann varnar-
lausan.
Við Iestur hinnar nýju bókar Arnórs Sig-
urjónssonar, sent þó er aðeins fyrra bindið
af tveimur, rifjast það upp fyrir mér, hvað
það að líkindum var, sem skyggt hefur á
minningu Einars: afskipti af vesturfaramálum
og stefna yfir séra Birni í Laufási undir mjög
óheppilegum kringumstæðum. En eftir Iestur-
inn sést bæði þetta og margt annað í nýju
og skýru ljósi, eins og vænta mátti, og fer því
þó fjarri, að Arnór hafi í frammi tilburði til
að hvítþvo söguhetju sína af öllum ófullkom-
leika. Hlutlægni í dómum um menn og mál-
efni er einmitt sú frumregla, sem Arnór hefur
lagt sér ríkast á minni við samningu þessarar
bókar, og kemur það ekki því máli við, að
honum er sýnilega hlýtt í þeli til gamla Einars,
og er ekki tiltökumál. Sem sagt, Einari er svo
skilmerkilega lýst í þessu riti, og honum er
sjálfum leyft að Iýsa sér svo skilmerkilega með
löngum, orðréttum tilvitnunum í ritgerðir hans
og sendibréf, að Iesandinn öðlast skýra og cf-
laust sanna hugmynd um persónu hans. For-
dómarnir þoka fyrir skilningi, eins og oft vill
verða, þegar öll gögn eru lögð á borðið og
rædd af skynscmi og stillingu. Einar í Nesi
var merkilegur maður, bæði sem fulltrúi síns
tíma og sem persóna. En víst hefur hann
verið fremur lítið skemmtilegur, hann brosir
tiltakanlega lítið, hugsar þeim mun meira og
mjög alvarlega (og mjög skynsamlega) um
landsins gagn og nauðsynjar, að vísu félags-
hyggjumaður að Iífsskoðun og alls staðar sjálf-
kjörinn til forystu sökum vits og áræðis, en
varla hefur gleði og fjör og upplyfting fylgt
honum á mannamóti. Hann hefur að vissu leyti
69