Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 78

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 78
legt að sjá, hvernig krepan í Bandaríkjunum og heimspólitíkin grípa inn í frama- og frægð- arferil Beniamino Giglis — þess manns, sem hafði, að eigin sögn og annara áliti, ekkert vit á stjórnmálum. — Lokasetningar bókarinnar cru sennilcga táknrænar fyrir þcnnan góða söngvara: „Eg rita þcssar línur í háa turn- hcrbcrginu mínu, þaðan sem dómkirkjan blas- ir við mcr, „hæðin ócndanlcga", víngarðarnir og Adríahafið. Þessi bjarta sveit hefur alltaf átt mig allan. Þcgar ég dvaldist úti í hcimi hin- um mcgin Apenninafjalla, efldi hún mig að þrcki; þcgar ég er kominn hcim aftur, vcitir hún mér frið.“ — Því miður fékk ekki sá góði söngvari, Beniamini Gigli, að njóta þess friðar ncma alltof skamma hríð. Guðmundur Jónsson. Umburðarlyndi og hjartahlýja Ebenczer Hcnderson: Fcðabók. Snæbjörn Jónsson þýddi. Snæbjörn Jónsson W Co. H.f. Thc English Bookshop, Revkjavik, 1957. Það væri bjarnargreiði öllum, sem hlut eiga að máli, ef ég reyndi nú að efna loforðið um að minnast á bók Hendersons, — en það freist- aðist ég einhvern tíma til að gefa Dagskrá, — með því að þykjast ætla að skrifa ritdóm um hana. Til þess liggur sú einfalda ástæða, að mig skortir þekkingu til að rita svo um hana, að samboðið sé þeim, sem bókina ber fvrst og fremst að þakka, höfundi, þýðanda og út- gefendum. A hinn bóginn finnst mér, að bók- menntafræðingar þurfi ekki að stökkva upp á nef sér, þó að maður, sem hefur í þessu efni ekki annað sér til ágætis en það eitt að fagna hverri góðri bók, er hann les, segi það rétt cins og honum þykir vera, að þessi bók Hcnd- ersons ætti að vera tiltæk öllum þeim, sem á annað borð hafa gaman af að hlíta leiðsögn góðra ferða- og frásagnarmanna um þau lönd, scm ókunn eru vegna fjarlægðar tfma eða rúms. Ég held, að af þess konar uppáhalds- bókum mínum myndi ég nú einna sízt vilja sjá skarð fyrir skildi Hendersons, þar sem hann skartar í bókaskáp mínum, einkum sök- um þess, að ég vil eiga hann þar tiltækan með biblíur sínar, blessaðan, því að ég veit, að mér þarf ekki að leiðast, ef ég á þess jafnan kost að skjótast með honum nokkrar bæjar- Igiðir og heilsa þar upp á gamla kunningja okkar. Ebenezer Henderson varð fyrir margra hluta sakir sérstæður persónuleiki. Hann hefði þó trúlega aldrei crðið annað en góður skósmið- ur, cf rétttrúnaðarhreyfing hefði ekki náð stcrkum tökum á honum í æsku, en fyrir því lagði hann frá sér leistann, hóf að nema guð- fræði, tungumál og annað það, scm væntan- lcgum rrúboða mátti verða til nytsemdar. Scnnilcga myndi hann hafa orðið mikilvirkur í þeim víngarði drottins í Austurlöndum, sem hugur hans stefndi til, og aldrei til íslands komið, ef óyfirstíganlegur þröskuldur á aust- urleiðinni hefði ekki orðið til þess að beina för hans til Danmcrkur, þar sem honum óx þekking á Islandi og löngun til ferðar út hing- að, en þetta olli því, að í júlímánuði árið 1814 sér þrítugur skozkur trúboði strendur íslands fyrst risa úr sæ. Hann á hingað annað erindi og brýnna en það, að svala forvitni sinni urn þetta lítt kunna eyland. Hann er sem sé kom- inn til þess að forða því, að ljós kristninnar slokkni að fullu í því myrkri fáfræðinnar, sem fátækt þjóðarinnar er að fella yfir hana. Hann trúir því, að það sé „augljóst mál, að Islend- ingar hefðu bráðlega hlotið að hníga til frá- hvarfs, ef ekki hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess, að þeir ættu að nýju kost á heilagri Ritningu," en fyrir því hefur hann í fari sínu nýja íslenzka útgáfu Ritningarinnar, er Brezka og erlenda Biblíufélagið hafði látið gera. Þcss- um eintökum þarf hann að dreifa, selja þeim við sannvirði, er keypt gátu, en gefa öðrum. Hann ætlar sér einnig að kynnast kristnihaldi af eigin raun, þjóðinni yfirleitt og náttúru landsins, en vegna alls þessa þarf hann að gcra víðreist. Og það tekst. Hann fer þrisvar frá Reykjavík, sem er aðalbækistöð hans, í langferðir um landið, verður ótrúlega víðför- ull, fer troðnar slóðir inn til dala og með ströndum fram, kannar óbyggðir. Um þessi ferðalög á árunum 1814—15 ritar hann svo bók, sem jafnan hefur síðan verið af fræði- mönnum talin eitt hið gagnmerkasta rit, en íslendingar hafa þó ekki getað lesið á móð- urmáli sínu fyrr en núverandi eigendur Bóka- verzlunar Snæbjarnar gáfu út í fyrra þýðingu þá, er Snæbjörn Jónsson hafði gert af mikilli íþrótt og Iotningu fyrir lífi og starfi hins gagn- merka höfundar. Sumum mun einkum þykja fróðlegt að fá í bókinni aukna þekkingu á persónu höfund- DAGSKRÁ 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.