Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 79

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 79
arins, öðrum að afla vitneskju um það, sem honum var hugstæðast, kristnihald og erind- ið, sem hann hafði af erfiði sínu vegna rétt- trúnaðarins. Þar er af nógu, forvitnilegu og fróðlegu að taka. Einhverjir munu helzt vilja njóta þess, sem Henderson kann að segja frá náttúru landsins, en í því efni er enginn ómerk- ari Sigurði Þórarinssyni til vitnisburðar, að hann hefur verið hinn ágætasti náttúruskoð- ari. Ekkert af þessu veldur því þó fyrst og fremst, að mér finnst bókin eiguleg, heldur hitt, að mér þykir mest gaman að vera í fylgd með Henderson, þegar hann heilsar upp á fólkið, sem landið byggir, kynnir sér líf þess, dagleg störf, aðbúnað, húsakost, siði, venjur og hætti. Þetta gerir hann allt af einstakri sam- vizkusemi, stundum mikilli nákvæmni og nær- færni, oftast ótrúlegu umburðarlyndi og hjartahlýju hins sannmenntaða og góða manns. Hann hittir furðulegan fjölda fólks, leitar vitanlega fyrst uppi fyrirsvarsmenn kristnihaldsins i landinu, en á einnig margar Iróðlegar stundir með alþýðu manna, kemur á bæina og þiggur þar góðgerðir, en þegar hon- um er boðið að sofa í baðstofu, þakkar hann oftast kurteislega fyrir sig, kveðst heldur vilja láta fyrirberast í tjaldi sínu. Hinar raunveru- legu ástæður þess skýrir hann þó ekki, fyrr en komið er aftur í tólfta kapítula, en þá fer okk- ur að skiljast, hvers vegna honum þykir værð- in meiri í tjaldinu. Enda þótt Henderson leiti fyrst og fremst hins góða í fari allra sinna sainferðamanna og hafi alltaf fremur uppi það, er verða má þeim til vegsemdar en hitt, er miður fer, þá ofbýður manni að lesa um þá niðurlægingu og eymd, er þjóðin var fallin í vegna fátæktar sinnar, og það vekur furðu, hve marga lærdómsmenn og höfðingja í heimi and- ans honum auðnaðist að finna í hópi lærðra og leikra. Enginn, sem kynnist höfundi bókarinnar, lætur sér til hugar koma, að hann segi nokkurt ósatt orð að yfirlögðu ráði, og við yfirlestur fróðra manna hefur komið í ljós, að missagnir bókarinnar eru mjög smávægilegar, en fyrir því er hún ein ágætasta heimild um þjóðlíf okkar á þessum árum, og af þeim sökum alveg ómiss- andi öllum, er afla vilja sér þekkingar um þetta tímabil Islandssögunnar. Ég ætla mér ekki að skrifa ritdóm, eins og fyrr er getið, og minnist af þeim sökum ekki á margt af því, sem þar á upp að telja, en vil einungis leyfa mér að vekja athygli á því, sem dagskrá mér skilst, að mestu máli skipti fyrir bókelska Islendinga, en það er þetta: Við megum nú þakka það Snæbirni Jónssyni og þrem bókaútgefendum reykvískum, að hand- hær er vönduð íslenzk útgáfa bókar, sem rituð er af gagnmerkum útlendingi um það, sem hann sá og heyrði hér á íslandi fyrir tæpri hálfri annarri öld. Þess vegna getum við nú farið til fundar við fólk þessa tímabils, séð það og heyrt, eins og það kom þessum trúverðuga og góða guðsmanni fyrir augu og eyru. Það mun áreiðanlega koma okkur öllum — eins og honum — að einhverju leyti undarlega fyrir sjónir, en ef við reynum — eins og hann — að auðsýna því góðvild og umburðarlyndi, þá mun okkur einnig fara — eins og honum — að þykja mjög vænt um það. Og þegar við lesum um hin kröppu kjör þess, þá skiljum við hvert heljarátak það var, sem gera þurfti til þess að rykkja þjóðinni upp úr því eymdarefni, sem hún var sokkin í, en einn þeirra, sem lögðu sitt lið til þess, war hinn skozki langferðamaður og ferðabókarsmiður, Ebenezer Henderson. Af þessum sökum ætti bók hans að prýða heim- ili allra þeirra Islendinga, sem góðar bækur vilja lesa og eiga. Sigurður Magnússon Alibí Matthías Johannessen: Borgin hló. Helgajell, Reykjavík, 1958. Höfundur er 28 ára gamall Reykvfkingur, cand. mag. í íslenzkum fræðum með árslestut í bókmenntum í Höfn að auki. — Hann hefur verið starfsmaður Morgunblaðsins nokkur ár, skrifað þar viðtöl við ýmsa nafnkunna menn, sum hver af mikilli nærfærni og skemmtileg, og nægir þar að minna á viðtal hans við Stein Steinarr. Og nú hefur Matthías gefið út Ijóða- bók. — Sigurður. A. Magnússon, bók- menntagagnrýnandi Morgunblaðsins. líkir kvæðum Matthíasar við þau Ijóð, sem eirt höfuðskáld vestan hafs hafi bezt gert. — Ein- ar Bragi finnur sláandi líkingu með einu af kvæðum Matthíasar og tilteknu Ijóði Garcia Lorca, og segir, að höfundi sé helzt áfátt í byltingarhita. — Ríkisútvarpið flutti drykk- 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.