Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 85

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 85
betur íþróttum búinn, en jafnframt drjúgum heimskari. Báðir hafa þeir kaupsýslumennirnir mjög einsteyptan persónuleika. Og alla jafna sleppa skáld mun betur frá sköpun slíkra persóna, en þeirra, sem margræðari eru. Enda fatast höf- undi þá að marki tökin, er hann hyggst leggj- ast djúpt í sálarlífslýsingum fólks, svo að ekki sé talað um sköpun þeirra, sem eiga við sálklofning eða geðflækjur að stríða. Þorlákur og Hallmundur eru dugnaðarmenn, sem hafizt hafa af sjálfum sér, ekki djúpvitrir, en ærið spaugilegir í framagirnd sinni og bægslagangi. Slíkir nótar hafa crðið íslenzkum skáldum efni, allt síðan höfundur Banda- mannasögu lýsti Oddi Ófeigssyni, til þess er Agnar Þórðarson tók ástfóstri við Ebba sinn og Begga. Stefáni tekst ekki illa að lýsa þessum grunnfærnu kaupahéðnum. Lýsing þeirra er hið skásta í mannlýsingum bókar- innar, þótt frumleika gæti lítt. En allmjög sígur á ógæfuhlið, þegar kemur að aðalpersónu sögunnar, Áka Geirssyni skáldi. Á bls. 196 gefur höfundur þessa lýsing: „Hér gekk Áki Geirsson frá Hellisvík. Heims- borgin lukti hann í lófa sér, reikulan í ráði, tvíráðan í stefnu, hvarflandi í lund.“ Af þessum beinu orðum svo og gangi sög- unnar dreg ég þá ályktun, að það sé ætlun höfundar að lýsa með ferli Áka reynslu, við- brögðum og þroska ungs manns af þeirri gerð, sem kennd hefur verið við sveimhygli, tvíhyggju og jafnvel geðflækjur, skapa með þessum uppeldissyni verklýðshreyfingarinnar í Hellisvik eins konar sósíaldemókratiskan Hamlet. Áki er glæsimenni, kvenhylli hans án tak- marka og gáfur einstæðar. Einkum leggur höfundur áherzlu á fágæta enskuþekking þessa eftirlætisbarns síns. Víða er get- ið um sérstaka smekkvísi hans á kvenfatnað og matar- og víntegundir. Þá dást aðrar per- sónur bókarinnar stórum að fyndni hans, en höfundur hefur fallið í þá freisting að láta þá kímni á þrykk út ganga, og ekki verður sagt, að gneisti af gamanseminni. Þá biðja vinkonur Áka hann hver eftir aðra að vera ekki með „spekiorð". Hver ástæðan er til þeirra bóna, verður þó flestum lesendum hulið, því að mest af orðræðum „spekingsins" er næfurþunn bjánafyndni. I sjálfu sér væri það síður en svo ámælis- vert ætlunarverk skálds að lýsa leiðinlegu og DAGSKRÁ gerðarlitlu ungmenni eins og Áka þessum, en það fyllir mæli syndanna að gefa það sf og æ í skyn, að persónan sé bæði gáfuð og skemmti- leg þvert ofan í þær staðreyndir, er blasa við í hverri setningu, sem út gengur af hennar munni. Yfirleitt verður þess ekki vart í sög- unni, að þessi íslenzki Manhattan-Hamlet sé nokkurn tíma í vafa um ætlunarverk sitt. Því hljómar það sem herfileg mótsögn að þrástag- ast á tvíhyggju hans og marglyndi. Það hefur með öðrum orðum skipt um þennan sveim- huga og skáld í höndum skapara síns. Með Áka hefur honum sízt af öllu tekizt að skapa margræðan persónuleika, þótt svo sé sagt beinum orðum í bókinni, heldur þrautleiðin- legan metnaðarsjúkling, sem puðar af þráa og eljusemi við að skrifa skáldsögur. Með Erlu Ólafs hefur höfundur skapað til muna skemmtilegri og sjálfri sér samkvæmari persónu. Hún er einbeitt heimskona, glæsileg og gáfuð sem Áki, vefur karlmönnum um fingur sér, en býr dýpst yfir því áformi að geta hinum forna gilmanni sínum, lækninum, barn. Með öðrum orðum eins konar Bryn- hildur Buðladóttir í nælonkjól. Konan Helena hin ameríska hefur öllu blíðari svip, en er þó ekki jafntrúverðug per- sóna frá hendi höfundar sem Erla. Helena er hin eilífa, mjúklynda kona, fremur móðir elsk- huga síns en ástkona og þó mikil í elsku sinni, Guðrún Gjúkadóttir með ritvél og bíl. Þessi bók hefur verið auglýst sem örlaga- saga íslenzku þjóðarinnar síðari ár. Raunar má segja, að í ræðum Þorláks heildsala sé af sæmilegri trúmennsku lýst sívaxandi kapp- hlaupinu um veraldargæði, sem háð hefur verið á Islandi síðan í lok stríðs. Þorlákur ger- ist jafnvel spámaður um pólitíska þróun á Fróni, spáir Aðalflokknum sigri, meðal annars sakir þess, að verklýðsflokkar séu tveir á Islandi og gamli verklýðsflokkurinn að deyja út. Það virðist merkilegt bann liggja á að nefna landslag og flc.kka á Islandi í skáld- sögum, og er Stefán ekki einn um það. Ég minnist ekki, að skáldsögur séu nú látnar ger- ast á nokkrum raunverulegum stað á íslandi utan Reykjavíkur. Regla Jóns Thoroddsens — Á austanverðu íslandi Iiggur hérað eitt mikið og fagurt, er ........... hérað heitir, ....... virðist enn í fullu gildi. En örlagaspá Þorláks er ekki í minnstu tengslum við söguþráðinn. Og viðbrögð og 83

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.