Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Síða 11

Fréttatíminn - 02.05.2014, Síða 11
vexti og óttast hafði verið sem er jákvætt fyrir fjármál hins opinbera sem þarf ekki að greiða eins mikið í ellilíf- eyri og hefur skatttekjur af fleira fólki sem vinnur fyrir háum launum. Þess vegna muni fjölgun eldra fólks ekki íþyngja jafnmikið og óttast var í þeim þjóðfélögum þar sem mikið er um velmennt- að og vel sett eldra fólk. En varðandi þá sem eru á þessum aldri og hættu námi eftir framhaldsskóla eða áður en honum lauk er staðan önnur. Fólk í þeirri stöðu sér ekki fram á sér- staklega góða tíma á sjötugs- og áttræðisaldri. Starfsfólk í atvinnugreinum þar sem nægt framboð er af vinnuafli og lág laun eru í boði er mun líklegra til að setjast í helgan stein um leið og eftirlauna- aldri er náð. The Economist veltir upp þeim möguleika að samfélagið fari að líta hornauga það fólk sem hættir að vinna og fer að framfleyta sér fyrir lífeyri úr opinberum sjóðum á sama tíma og jafnaldrarnir sem standa betur fjárhagslega og eru betur menntaðir halda áfram að vinna og greiða skatta langt fram á elliárin. Þessi þróun muni þannig ýta undir ójöfnuð og breikka enn bilið milli ríkra og fá- tækra. Þeir sem halda áfram að vinna vellaunuð sérfræði- störf í ellinni halda áfram að spara og mynda eignir meðan þeir sem fara að lifa á lífeyrinum sínum og ganga á það litla sem tókst að spara af lágu launum. Þetta mun enn auka sam- þjöppun eigna hjá þeim best menntuðu og tekjuhæstu og leiða til þess að stærri sneið af auðæfum heimsins en nokkru sinni áður mun erfast til næstu kynslóðar – þ.e.a.s. til þeirra meðal næstu kynslóðar sem eru afkomendur velmenntaðs og efnaðs fólks. Þannig dýpkar stöðugt gjáin milli þeirra sem verða ofan á og hinna sem verða undir. Ungt fólk sem nær ekki að mennta sig og verða samkeppnis- hæft á vinnumarkaði mun eiga erfitt með að komast í „vinningsliðið“ þar sem fólk heldur fullum afköstum og er verðmætur starfskraftur með góð laun langt fram á elliárin. Áhrifaríkur og skamm- sýnn þrýstihópur Hvernig eiga samfélögin að bregðast við þessari þróun? Boltinn er hjá ríkisstjórnum og þeim sem móta hina opin- beru stefnu. Hins vegar er gamla, velmenntaða og auð- uga fólkið sjálft í þeirri stöðu að hafa ákaflega mikil áhrif á hvaða stefnu samfélagið tekur. Hækkandi meðal- aldur þýðir jú að eldra fólkið verður enn fjölmennari og sterkari þrýstihópur en áður. Í lýðræðisríkjum er reynslan sú að eldra fólk tekur virkari þátt í stjórnmálum og tekur frekar þátt í kosningum en það sem yngra er. Margt bendir til þess að í auknum mæli taki forgangsröðun mið af hagsmunum þessa hóps og að lög sem sett eru séu hagstæð eldra fólki sem hefur úr miklu að spila. Í Bandaríkjunum hafa útgjöld ríkisins í málaflokka sem gagnast ungu fólki og fátækra verið skorin harka- lega niður. Það hefur hins vegar ekki verið pólitískt vinsælt að taka upp tekju- tengingar í opinbera líf- eyriskerfið og heilbrigð- iskerfið í staðinn fyrir að veita öllum sömu réttindi óháð efnahag. Með tekju- tengingum væri verið að tryggja rétt þeirra sem standa verst og eru háðir opinberu kerfunum en skerða um leið réttindi þeirra sem hafa hærri tekjur og eiga meiri eign- ir. The Economist telur að áhrif eldra, vel setta fólksins eigi þátt í því að ekki er pólitískur vilji til að gera slíkar breytingar. Að sama skapi er ekki hljómgrunnur meðal þessa hóps fyrir því að samfélögin nýti nú tæki- færin sem gefast til þess að ráðast í langtímafjár- festingar meðan vextir eru óvenjulega lágir á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum. Eldra fólkið vill víðast hvar skatta- lækkanir sem koma því sjálfu vel. Og niðurstaða blaðsins er sú að þrátt fyrir þau margvíslegu jákvæðu áhrif sem fylgja því á líf einstaklinganna sjálfra og fyrir samfélagið að velmenntað, efnað fólk haldi fullri virkni og þátt- töku í þjóðfélaginu leng- ur en áður muni þetta þrátt fyrir allt stuðla að dvínandi hagvexti. Ekki vegna þess að ellilífeyris- greiðslur sligi samfélög- in. Heldur vegna þess að þótt gamla, velmenntaða og efnaða fólkið eigi framtíðina fyrir sér í stjórnmálunum virðist þessi hópur ekki hafa sérstaklega mikinn áhuga á framtíðinni. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Varðandi þá sem eru á þess- um aldri og hættu námi eftir framhaldsskóla eða áður en honum lauk er staðan önnur. Fólk í þeirri stöðu sér ekki fram á sérstaklega góða tíma á sjötugs- og áttræðisaldri fréttaskýring 11 Helgin 2.-4. maí 2014 Háskólabærinn Akureyri Skóli er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Skóli er samfélag. Háskólinn á Akureyri er litríkt samfélag fræðimanna og nemenda sem hefur sett mikinn svip á höfuðstað Norðurlands. Stærð samfélagsins gerir það að verkum að vægi hvers og eins er meira en þekkist í stærri skólum. Við hlökkum til að taka á móti þér og sjá þig vaxa og springa út í Háskólanum á Akureyri. Umsóknarfrestur til 5. júní unak.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.