Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 02.05.2014, Qupperneq 12
Nýttu tækifærið til bjartari framtíðar Kostir séreignarsparnaðar eru augljósir: Þú hefur hærri ráðstöfunartekjur við starfslok, mótframlag vinnuveitanda jafngildir í raun tveggja prósenta launahækkun og bráðum getur þú valið að nýta iðgjöldin til að lækka höfuðstól húsnæðislánsins. Hafðu samband við ráðgjafa í síma 440 4900. Þú finnur nánari upplýsingar um séreignasparnað á islandsbanki.is islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Byrjaðu strax í séreignarsparnaði Sparnaður Lífeyrissparnaður Ísafjörður og Hrunið Sjálfskaparviðleitni og sköpunarkraftur Þ að er eitthvað töfrandi við þá breytingu sem átt hefur sér stað á Ísafirði frá því ég bjó þar í tvö ár á menntaskólaárum mínum á níunda ára- tug síðustu aldar. Þá flæddi þar allt í pen- ingum (að minnsta kosti miðað við lág- launaplássið Borgarnes þar sem ég ólst upp) og nóga vinnu var að hafa fyrir alla. Ungir menn reiknuðu út að það myndi ekki borga sig að mennta sig því verkamanna- eða sjómannslaun- in í sjávarplássinu væru miklu hærri en laun menntafólks – svo ekki sé talað um þegar reiknað er inn í launaleysi á námsárum. Ég man eftir að hafa fengið að koma í stuttan tíma á sumrin sem unglingur og búa hjá frænku minni og vinna í frysti- húsinu. Það voru uppgrip fyrir Borgnesinginn enda meiri laun í viku í frystihúsinu en fyrir heilt sumar í barnapíustörfum í Nes- inu. Þau þrjú sumur á mennta- skólaárunum á Ísafirði vann ég þrjár vinnur auk þess sem ég æfði sund. Ég vann í Útvegsbankanum/ Íslandsbanka á daginn og sjoppu um helgar. Við vinkona mín skiptum síðan á milli okkar einni næturvakt í rækjuverk- smiðjunni enda þarf ungt fólk ekki að sofa. Ég held ég hafi aldrei fyrr né síðar haft eins mikla peninga milli handanna og þá. En svona var lífið á Ísafirði. Svo breyttist útgerðin. Nú er innan við helmingur þess þorskkvóta sem áður var á Ísafirði enn veiddur þar og frystihúsum hefur fækkað úr sjö í eitt. Atvinnutæki- færum fækkaði og fólkið fór að flytjast á brott. Við tóku áratugir bölmóðs. Vest- firðingar kvörtuðu undan „fólkinu fyrir sunnan“ sem hirti alla peningana og lifði í vellystingum á árunum fyrir hrun. Fasteignabólan á höfuðborgarsvæðinu blés út þannig að ekki var lengur hægt að selja íbúðina fyrir vestan og kaupa sér aðra fyrir sunnan. Byggðastefna varð tískuorð og hnignandi sjávarplássum úti á landi sendir bitlingar á borð við fá- mennar, opinberar stofnanir, til að stinga upp í hina kvartandi. En allt kom fyrir ekki. Bölmóðurinn var alltumlykjandi. Svo varð hrun og allt breyttist. Vest- firðingar sáu allt í einu að hið uppblásna íbúðaverð fyrir sunnan var íbúðaeigend- um alls ekki blessun þar sem lánin marg- földuðust og íbúðaverð hrundi. Sprenging í atvinnuleysi bitnaði mest á höfuðborg- arbúum sem þurftu nú að takast á við svip- aðar breytingar á efnahagsumhverfi sínu á einni nóttu og Vestfirðingar höfðu þurft að glíma við um áratuga skeið. Eins og allir muna varð hér gífurleg viðhorfsbreyting á mánuðunum og misserunum eftir hrun sem varð til þess að sú gegndarlausa peningadýrkun sem hér var í gangi vék fyrir sköpunarkrafti og sjálfsbjargarviðleitni. Lítil fyrirtæki spruttu upp á höfuðborgarsvæðinu sem á landsbyggðinni sem gerði það að verkum að viðhorfsbreyting varð meðal þjóðar- innar. Ótrúleg fjölgun ferðamanna ýtti undir þessa þróun því með tilkomu nýs neytendahóps varð til markaður fyrir afrakstur nýsköpunar. Ísafjörður hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Þar eru nú starfandi öflug nýsköpunarfyrirtæki og lítil og áhuga- verð fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bærinn er farinn að laða til sín áhugafólk um útivist og menningu og hefur tekist að breyta ímynd sinni í það að vera aðlaðandi og áhugaverður staður heim að sækja, jafnt á vetri sem sumri sem og gróskumikill suðupottur fyrir skapandi íbúa. Umræðan hefur einnig breyst. Nú heyrist fólkinu „fyrir sunnan“ ekki lengur blótað. Það er boðið velkomið í dýrðina. Og margir þeirra ílengjast. Enda ekkert skrýtið. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Ég held ég hafi aldrei fyrr né síðar haft eins mikla peninga milli handanna og þá. En svona var lífið á Ísafirði. 12 viðhorf Helgin 2.-4. maí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.