Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Page 52

Fréttatíminn - 02.05.2014, Page 52
52 heilsa Helgin 2.-4. maí 2014 KYNNING Otovent er náttúruleg meðferð við hellum í eyrum og eyrnabólgu Otovent meðferðin léttir undirþrýsting í miðeyra og getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan. Otovent virkar einnig vel við hellum í eyrum, til dæmis í flugferðum. O tovent er einföld, áhrifarík og viður-kennd meðferð við undirþrýstingi og vökva í miðeyra. Að sögn Helgu Mar- grétar Clarke, hjúkrunar- og lýðheilsufræðings, er Otovent meðferðin fyrst og fremst notuð sem fyrsta stigs og fyrirbyggjandi meðferð við eyrnabólgu hjá bæði börnum og fullorðnum. „Þetta er ódýr og einstaklega einföld meðferð og samanstendur af litlu plastnefstykki og sérhann- aðri þrýstingsprófaðri blöðru úr náttúru-latex sem blásin er upp í gegnum aðra nösina í einu. Blöðrurnar eru hannaðar á þann hátt að réttur þrýstingur næst þegar blaðran er blásin upp og kokhlust opnast. Þar með leiðréttist undirþrýst- ingur í miðeyra og á sama tíma rennur vökvi í miðeyra, ef svo ber undir, sína eðlilegu leið,“ segir Helga Margrét. Vökvi í miðeyra er eitt af byrjunareinkennum eyrnabólgu og segir Helga Margrét að sýkla- lyfjakúrar geti ekki tryggt að kokhlust opnist svo að vökvi geti runnið sína eðlilegu leið. Þess vegna sé brugðið á það ráð að setja rör í eyru, eða réttara sagt í hljóðhimnuna oft og tíðum. „Nú fer ferðavertíðin á fullt hjá Íslendingum og má því benda á að Otovent hefur reynst mjög ár- angursrík meðferð við hellum í eyrum, til dæmis í og eftir flug og einnig við sund eða köfun.“ Með Otovent pakkningunni kemur lítil, blá askja sem passar fyrir nefstykkið og að minnsta kosti eina blöðru. Otovent er því fyrirferðarlítið og er til dæmis hægt að hafa með sér í ferðalagið án þess að það taki of mikið pláss. Otovent hentar bæði börnum og fullorðnum. Flest börn frá þriggja ára aldri geta notað Otovent sjálf en fyrir yngri börn sem ekki ná að blása blöðruna upp sjálf er hægt að beita inn- streymisaðferð. Þá blæs fullorðinn einstaklingur blöðruna upp og setur nefstykkið við aðra nös barnsins og loftið er látið streyma inn á meðan barnið kyngir. Ekki eru þekktar neinar aukaverkanir af Otovent meðferðinni og er varan CE merkt. Árangur Otovent hefur verið studdur í ótal rannsóknum sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum. Otovent fæst í apótekum. Celsus ehf. fer með umboð Otovent á Íslandi. Otovent meðferðin léttir undirþrýsting í miðeyra og getur ennfremur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá miðeyra. jarðarberjakaka rósaterta með Frönsku hindberja-smjörkremi kökur og kruðerí að hætti jóa Fel Gulrótarterta broskallar sími: 588 8998 Eyrnabólga flug Sund Og köfun Helga Margrét Clarke, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, segir Otovent skjótvirka og einfalda lausn við undir- þrýstingi í miðeyra hjá bæði börnum og fullorðnum. Engar aukaverkanir af notkun Otovent eru þekktar og hefur árangur þess verið staðfestur í fjölda rannsókna sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum. Otovent meðferðin getur dregið úr: • eyrnabólgum • sýklalyfjanotkun • ennis- og kinnholusýkingum • ástungum • röraísetningum J óga eykur liðleika og bætir líkamsstöðu en fyrir þá sem glíma við heilsufarsleg vanda- mál á borð við stoðkerfisvandamál getur jafnvel reynst enn betur að fara í jóga í vatni. Líkaminn verður enn léttari í vatni sem þýðir að það reynir minna á liðina en þegar jóga er stundað í sal. Vatn veitir líka stuðning sem gerir það auðveldara að fara í stöðurnar. Þyngdarleysi í vatninu gerir fólki með bakvandamál líka auðveldara fyrir að hreyfa sig. Ef þú hefur stundað jóga og þekkir stöðurnar er um að gera að prófa sig áfram í næstu sundlaug. Fyrir byrjendur er hægt að finna á netinu upplýsingar um stöður sem er sér- lega gott að gera í vatni, en best er að ráðfæra sig við sérfræðing ef um heilsufarslega vandamál er að ræða. Það er sannarlega ekki bara hægt að fara í hefðbundna vatnsleikfimi heldur er um að gera að nýta þetta forna austurlenska æfingakerfi á ný- stárlegan hátt. Jóga er líka hægt að stunda í vatni Jóga í vatni

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.